Mál númer 201305206
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 9.10.2013 með því að þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar, að hámarksmænishæð verði 7,0 m. og að skipulagsfulltrúa sé falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar svo breyttrar, samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #351
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 18.9.2013. Grenndarkynningu lauk 9.10.2013 með því að þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu með áritun á uppdrátt.
Nefndin samþykkir skipulagsbreytinguna með þeirri breytingu, að hámarksmænishæð verði 7,0 m. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar svo breyttrar.
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 347. fundi, með þeirri breytingu að sett er inn tímabundin kvöð um að núverandi gata megi liggja yfir SA-horn lóðarinnar eins og hún gerir nú, þar til gatnakerfi svæðisins verði komið í endanlegt horf.
Afgreiðsla 348. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 610. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 3. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #348
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 347. fundi, með þeirri breytingu að sett er inn tímabundin kvöð um að núverandi gata megi liggja yfir SA-horn lóðarinnar eins og hún gerir nú, þar til gatnakerfi svæðisins verði komið í endanlegt horf.
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
- 28. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #609
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem í felst að lóðin sem er einbýlislóð skv. gildandi skipulagi verði parhúsalóð, sbr. bókun á 345. fundi.
Afgreiðsla 347. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 609. fundi bæjarstjórnar.
- 20. ágúst 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #347
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem í felst að lóðin sem er einbýlislóð skv. gildandi skipulagi verði parhúsalóð, sbr. bókun á 345. fundi.
Frestað.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Sveinn Sveinsson, Bjargslundi 2, Mosfellsbæ, óskar 24. maí 2013 eftir breytingu á skilmálum á lóð sinni, þannig að í stað einbýlishúss verði leyft að byggja parhús.
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. júní 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #345
Sveinn Sveinsson, Bjargslundi 2, Mosfellsbæ, óskar 24. maí 2013 eftir breytingu á skilmálum á lóð sinni, þannig að í stað einbýlishúss verði leyft að byggja parhús.
Skipulagsnefnd heimilar fyrirspyrjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar.