Mál númer 201203009
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Afgreiðsla 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Afgreiðsla 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar frestað á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júní 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #34
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar. Samþykkt að ganga til samninga við Hótel Laxness um áframhaldandi rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Samningnum skal framlengt til 1.janúar 2014 og greiðslum hagað samkvæmt því. Tekið skal í framhaldinu til athugunar að bjóða rekstur Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn út. Kallað skal eftir skýrslu frá rekstraraðila.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Afgreiðsla 32. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 5. mars 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #32
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar. Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að hafa samband við rekstraraðila upplýsingamiðstöðvar og athuga hvernig hefur gengið að framfylgja samningnum og upplýsa nefndina.
- 19. júlí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #584
Á 22. fundi þróunar- og ferðamálanefndar var framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að gera samning um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Mosfellsbæ. Drög að samningi lögð fram.
Afgreiðsla 23. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 584. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
- 26. júní 2012
Þróunar- og ferðamálanefnd #23
Á 22. fundi þróunar- og ferðamálanefndar var framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að gera samning um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Mosfellsbæ. Drög að samningi lögð fram.
Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ við Hótel Laxness lagður fram.
Þróunar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan samning.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Ef það er talið heppilegra að rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ sé falinn einkaaðilum, í stað þess að bærinn sjái sjálfur um rekstur slíkrar stöðvar, tel ég að eðlilegt sé að slíkur rekstur yrði boðin út. Með því væri gætt jafnræðis s.s. meðal aðila í ferðaþjónustu sem gætu þá boðið í verkefnið hver og einn eða fleiri saman.
Bókun V- og D-lista.
Samkvæmt fundargerð 22. fundar þróunar- og ferðamálanefndar var lagt til af nefndinni án athugasemda að fela framkvæmdastjóra menningarsviðs að gera framlagðan samning. Lýsum við undrun á framangreindum viðsnúningi sem fram kemur í bókun S-lista Samfylkingarinnar.
Bókun S-lista Samfylkingar.
Þó ekki hafi verið gerð sérstök athugasemd við samþykkt nefndarinn á síðasta fundi varðandi gerð draga að samningi við Hótel Laxnes mótmælir fulltrúi S-lista að um viðsnúning sé að ræða. - 28. mars 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #577
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku HP, HSv, HS, RBG, KT, HBA og JJB.</DIV></DIV><DIV>Afgreiðsla 22. fundar þróunar- og ferðamálanefndar, að fela framkvæmdastjóra að gera samning og leggja fyrir nefndina, samþykkt á 577. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
- 19. mars 2012
Þróunar- og ferðamálanefnd #22
Nefndin felur framkvæmdastjóra menningarsviðs að gera samning við Upplýsingamiðstöðina og leggja hann síðan fyrir nefndina.