Afþreying
Í Mosfellsbæ eru tvær sundlaugar, Lágafellslaug og Varmárlaug.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð sem stendur í þrjá daga og geta öll fundið eitthvað við sitt hæfi.
Barnavernd
Barnaverndarnefndir hafa ekki ákvörðunarvald er varðar umgengni við barn. Í þeim tilfellum á að leita til sýslumanns í því umdæmi sem barnið býr. Barnaverndarnefndir hafa einungis vald til að ákvarða umgengni ef barn er vistað utan heimilis á grundvelli barnaverndarlaga.
Allt athæfi sem getur verið hættulegt andlegri eða líkamlegri heilsu og þroska barns. Það getur verið vanræksla, vanhæfni eða framferði foreldra gagnvart barni, áreitni eða ofbeldi af hendi annarra gagnvart barni eða hegðun þess.
Einnig skal tilkynna ef grunur er um að refsiverður verknaður hafi verið framinn gegn barni eða af því.
Starfsfólk fjölskyldusviðs tekur við tilkynningum í síma 525-6700 á opnunartíma bæjarskrifstofu. Utan dagvinnutíma tekur 112 við tilkynningum.
Bakvakt barnaverndar Mosfellsbæjar sinnir neyðartilvikum utan dagvinnutíma.
Einnig er hægt að senda tilkynningu í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Byggingamál
Skila þarf inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum.
Mælikvarði alltaf 1:100 nema afstöðumynd 1:500.
Skila þarf inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum.
A: Mælikvarði er yfirleitt 1:50. Ítarlegri mál sýnd á teikningum. Undirritað af hönnuði.
B: Burðarvirki, lagnir (raf-, neysluvatns-, frárennslis- og hitalagnir), sérteikningar (gluggar og hurðir, deili o.fl.) Mælikvarði misjafn. Undirritað af hönnuði og aðalhönnuði (arkitekt).
Ýmsar hugbúnaðarlausnir er hægt að nota til ræfranna úttekta. Eftirfarandi lausnir eru dæmi um það:
Hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar, sími 525-6700 og tölvupóstur mos[hja]mos.is.
Já, það þarf að fara í gegnum ferli. Pantaðu símtal/viðtal hjá byggingarfulltrúa.
Já, þú þarft að sækja um byggingarleyfi í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Á þjónustugátt Mosfellsbæjar er hægt að sækja um heimild vegna tímabundinna viðburða eða framkvæmda.
- Samþykktir aðaluppdrættir ásamt greinargerð og byggingarlýsingu.
- Samþykkt byggingaráforma.
- Hönnunarstjóri skráður og staðfestur með tryggingu.
- Greinargerð hönnunarstjóra um ráðningu og ábyrgðarsvið hönnuða.
- Byggingarstjóri skráður og staðfestur með tryggingu.
- Iðnmeistarar skráðir og staðfestir.
- Byggingaleyfisgjöld greidd.
- Samþykktir séruppdrættir ásamt greinargerðum eiga að liggja fyrir. Sjá greinargerðir hönnuða í grein 4.5.3. í byggingarreglugerð 112/2012.
- Samþykktir byggingaruppdrættir 1:50 ásamt greinargerð eiga að liggja fyrir. Sjá greinargerðir hönnuða í grein 4.5.3. í byggingarreglugerð 112/2012.
- Óheimilt er að gera einstaka áfangaúttekt á mannvirki nema fyrir liggi samþykktir og samræmdir séruppdrættir vegna viðkomandi verkþáttar.
Dagforeldrar
Já það er hægt, viðkomandi dagforeldri þarf að:
- Vera með gilt leyfi frá því sveitarfélagi sem það starfar í
- Skrifa undir þjónustusamning við Mosfellsbæ
- Skrifa undir vistunarsamning við foreldri og Mosfellsbæ
Dvalartími klst. | Vistunargjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 20.217 | 2.289* | 0 | 22.506 |
4,5 | 16.657 | 6.922 | 2.289 | 25.868 |
5,0 | 19.446 | 6.922 | 2.289 | 28.657 |
5,5 | 22.236 | 6.922 | 2.289 | 31.447 |
6,0 | 25.026 | 6.922 | 2.289 | 34.237 |
6,5 | 27.815 | 6.922 | 2.289 | 37.026 |
7,0 | 30.605 | 6.922 | 2.289 | 39.816 |
7,5 | 33.394 | 6.922 | 2.289 | 42.605 |
8,0 | 36.184 | 6.922 | 2.289 | 45.395 |
8,5 | 41.763 | 6.922 | 2.289 | 50.974 |
9,0 | 52.922 | 6.922 | 2.289 | 62.133 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 27.105 | 6.922 | 2.289 | 36.316 |
8,5 | 31.568 | 6.922 | 2.289 | 40.779 |
9,0 | 40.495 | 6.922 | 2.289 | 49.706 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 18.026 | 6.922 | 2.289 | 27.237 |
8,5 | 21.373 | 6.922 | 2.289 | 30.584 |
9,0 | 28.069 | 6.922 | 2.289 | 37.280 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna yngri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2023.
Samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 7. desember 2022.
Dvalartími klst. | Vistunargjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 9.787 | 2.289* | 0 | 12.076 |
4,5 | 11.010 | 6.922 | 2.289 | 20.221 |
5,0 | 12.233 | 6.922 | 2.289 | 21.444 |
5,5 | 13.457 | 6.922 | 2.289 | 22.667 |
6,0 | 14.680 | 6.922 | 2.289 | 23.891 |
6,5 | 15.903 | 6.922 | 2.289 | 25.114 |
7,0 | 17.127 | 6.922 | 2.289 | 26.337 |
7,5 | 18.350 | 6.922 | 2.289 | 27.561 |
8,0 | 19.573 | 6.922 | 2.289 | 28.784 |
8,5 | 22.020 | 6.922 | 2.289 | 31.231 |
9,0 | 26.913 | 6.922 | 2.289 | 36.124 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 15.659 | 6.922 | 2.289 | 24.869 |
8,5 | 17.616 | 6.922 | 2.289 | 26.827 |
9,0 | 21.531 | 6.922 | 2.289 | 30.741 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 11.744 | 6.922 | 2.289 | 20.955 |
8,5 | 13.212 | 6.922 | 2.289 | 22.423 |
9,0 | 16.148 | 6.922 | 2.289 | 25.359 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna eldri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2023.
Samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 7. desember 2022.
Til að öðlast réttindi sem dagforeldri þarf að sækja sérstakt réttindanámskeið sem að öllu jöfnu er haldið í febrúar ár hvert. Mosfellsbær styrkir umsækjendur sem sækja vilja námskeiðið og gerast dagforeldri.
Sótt er um leyfi til daggæslu í heimahúsi á íbúagátt Mosfellsbæjar og þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með umsókninni:
- Sakavottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri
- Læknisvottorð heimilismanna
- Meðmæli umsækjanda
Þegar umsókn hefur borist eru aðstæður á heimili skoðaðar og gefin ráð um mögulegar betrumbætur á því húsnæði sem ætluð er undir starfsemina.
Dýrahald
Hundaeftirlit er í höndum Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellbæjar og Seltjarnarness. Þangað skal beina ábendingum og kvörtunum vegna lausra hunda og ónæðis vegna þeirra.
Hundar eru skráðir rafrænt á vef Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Allir hundar sem hafa náð 6 mánaða aldri eiga að vera skráðir.
Vinsamlega athugið:
- Lausaganga hunda er bönnuð í Mosfellsbæ.
- Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.
Eldri borgarar
Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, veitir allar upplýsingar um félagsstarfið og skráningar á námskeið og í ferðir. Hægt er að hafa samband við Elvu í síma 698-0090 eða senda tölvupóst á elvab[hja]mos.is.
Á vef Félags aldraðra í Mosfellsbæ, famos.is, má sjá dagskrá félagsstarfsins undir „Fastir liðir eins og venjulega“ á forsíðunni.
Einnig auglýsa Félagsstarf eldri borgara og FaMos sameiginlega dagskrá félagsstarfsins hjá Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum og í bæjarblaðinu Mosfellingi. Í dagskránni er að finna fjölbreytt námskeið og hópa sem eru opnir öllum áhugasömum.
Fatlað fólk
Mosfellsbær veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum, hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og akstursþjónustu.
Þegar einstaklingur eða fjölskylda hyggst sækja um þjónustu er byrjað á að sækja um ráðgjöf í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Fjárhagsaðstoð
Fylgigögn sem þurfa að fylgja með eru eftirfarandi og sendast sem fylgiskjöl með umsókninni.
- Staðfest ljósrit af síðasta skattframtali
- Launaseðlar síðastliðnu 3 mánuði
- Skattkort
- Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta (ef við á)
- Staðfesting frá vinnumálastofnun (ef við á)
- Yfirlit yfir bætur frá Tryggingastofnun ríkisins (ef við á)
- Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)
- Læknisvottorð (ef við á)
Þegar öll fylgigögn hafa borist, hefur starfsfólk allt að 14 daga til að afgreiða umsóknina.
Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks.
Í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 196.685 krónur á mánuði og 314.696 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en heimilishald hefur áhrif á upphæð fjárhagsaðstoðar, sjá nánar upplýsingar um grunnfjárhæðir í 9. grein reglna um fjárhagsaðstoð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.
Frístundastyrkur
Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun.
Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest frístundakerfi frístundafélaga en þá er frístundastyrkurinn nýttur um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir.
Grassláttur
Gras á opnum svæðum, leiksvæðum, við götur og á lóðum grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar er slegið 3-10 sinnum yfir sumarið. Ekki er slegið innan lóða hjá fólki og eru íbúar hvattir til að kynna sér lóðamörk sem hægt er að sjá á kortavef Mosfellsbæjar.
Grunnskólar
Já ef barn á yngra systkin þá þarf að setja upplýsingar um yngri systkin inn í umsókn um frístundasel þegar sótt er um í frístundasel. Afsláttur er veittur af vistunartímum umfram 4 tíma á viku.
Nei, það er ekki skólaakstur á milli sveitarfélaga.
Hvað varðar skólavist utan lögheimilis þá eru þær umsóknir unnar samkvæmt þeim reglum sem bærinn hefur sett. Sækja þarf um hvert skólaár sérstaklega og fyrir 1. apríl fyrir hvert komandi skólaár.
Sótt er um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis á íbúagátt Mosfellsbæjar.
Ef barn flytur eftir að skólaárið er hafið þá er samkomulag innan höfuðborgarsvæðisins að barn má ljúka því skólaári án sérstakra umsókna eða kostnaðar fyrir nýja lögheimilissveitarfélagið.
Varmárskóli, Lágafellsskóli, Krikaskóli, Kvíslarskóli og Helgafellsskóli.
Að öllu jöfnu eiga börn að vera í sínum hverfisskóla og þar eiga þau forgang. Sæki forráðamenn um að hafa barn í skóla sem er ekki hverfisskólinn er það skólastjóri viðkomandi skóla sem samþykkir eða hafnar beiðninni.
Vinsamlega athugið að skólaakstur er ekki á milli skólasvæða.
Íþróttir og tómstundir
Já, það er öflug dagskrá hjá tómstunda- og íþróttafélögunum í Mosfellsbæ sem börnum á öllum aldri gefst kostur á að stunda.
Sem dæmi má nefna:
- Fjölbreytt íþróttastarf er í boði hjá Aftureldingu.
- Skemmtilegt félagsstarf hjá Skátafélaginu Mosverjar.
- Golf hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
- Hestamennska hjá Hestamannafélaginu Herði.
- Akstursíþróttafélagið MotoMos er með frábæra aðstöðu á Tungumelum.
- Boðið er upp á sundnámskeið í sundlaugum Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug.
Já, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. Leiklistarskóli er starfræktur fyrir börn og unglinga á sumrin. Leikfélagið starfrækir leikhús í bænum allt árið um kring og eru yfirleitt settar upp tvær veglegar leiksýningar á leikhúsárinu. Leikfélagið tekur þátt í fjölda uppákoma og menningarviðburða í Mosfellsbæ, s.s. þrettándabrennu, dagskrá á sumardaginn fyrsta, dagskrá á 17. júní, jólatrésskemmtunum og fleira.
Myndlistarskóli Mosfellsbæjar er til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos, Álafossveg 23. Skólinn er með myndlistarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna og skiptist skólaárið í tvö sjálfstæð misseri. Starfstími skólans fylgir skólastarfi grunnskólanna. Haustönn hefst að jafnaði um miðjan september og lýkur um miðjan janúar. Vorönn hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í byrjun maí. Skólinn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga að loknu skólaári grunnskólanna.
Já, skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Hún er hluti af Listaskóla Mosfellsbæjar.
Já Listaskóli Mosfellsbæjar er með tónlistardeild og skólahljómsveitina.
Leikskólar
Á leikskólunum Hlíð og Huldubergi.
Já, veittur er systkinaafsláttur.
Foreldrar eða forráðamenn barna geta sótt um viðbótarniðurgreiðslu af almennu vistunargjaldi í samræmi við tekjuviðmið sem Mosfellsbær setur. Niðurgreiðslur eru annars vegar 20% af almennu gjaldi og hins vegar 40%. Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Já, þú getur sótt um en forsenda úthlutunar er að lögheimili sé komið í Mosfellsbæ eða að borist hafi afrit af flutningstilkynningu.
Hlaðhamrar, Hlíð, Hulduberg, Höfðaberg, Krikaskóli, Helgafellsskóli, Leirvogstunguskóli og Reykjakot.
Það er gert á þjónustugáttinni undir „Málin mín“.
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Umsókn um leikskólavist gildir fyrir alla leikskóla bæjarins.
Vinsamlega athugið að það þarf bara að senda inn eina umsókn fyrir hvert barn. Ef berast fleiri en ein umsókn er ein höfð virk en hinum lokað.
Sótt er um á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Þegar barnið er komið með kennitölu og nafn en ekki er úthlutað eftir umsóknardegi.
Allar breytingar fara fram í gegnum gildandi vistunarsamning sem er inn á þjónustugáttinni undir „Málin mín“, undir viðkomandi leikskólaumsókn (upprunalegu).
Þegar umsóknir berast eru þær merktar “í vinnslu” þar til úthlutun á sér stað.
Ef sótt er um fljótlega eftir fæðingu þá getur umsókn verið lengi “í vinnslu” þar sem barn sem t.d. fer í einkarekinn ungbarnaleikskóla fer þá þaðan á almenna deild. Það er aldrei seinna en í ágúst það ár sem barnið er 2ja ára sem barn byrjar á almennri deild.
Í fjórar vikur á hverju sumri er starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar sameinuð í sumarleikskóla sem þýðir að einn leikskóli er opinn fyrir öll börn sem taka sumarleyfi á öðrum tíma en hefðbundnum sumarleyfistíma.
Foreldar og forráðamenn sem óska eftir að barnið sé í sumarleikskólanum á þessu tímabili þurfa sækja um það sérstaklega og er það auglýst í mars þegar að því er komið. Orlofsskráningin er bindandi frá þeim tíma.
Vinsamlega athugið:
- Berist leikskólastjóra ekki ósk um sumarleyfi telst barnið vera í orlofi í 4 vikur júlí og fram í ágúst (dagsetningar breytilegar milli ára).
- Orlofstímabilið í leikskólum Mosfellsbæjar er frá 15. maí. – 15. ágúst. Hægt er að velja fjórar vikur samfellt innan þessa tímabils en öll börn verða að taka að lágmarki 20 virka daga í samfellt sumarfrí.
Já, kennitala er forsenda umsóknar og að barnið sé komið með nafn í Þjóðskrá.
Nei, einungis er sótt um einu sinni fyrir hvert barn og gildir umsóknin fyrir alla leikskóla Mosfellsbæjar en bærinn er eitt leikskólasvæði. Hægt að taka fram í athugasemdum ef viðkomandi vill ekki pláss á ungbarnadeild.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er greiddur út í fyrstu viku hvers mánaðar og er greiddur eftir á, það er greiðsla sem kemur 1. apríl er fyrir mars mánuð.
Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi og verða skilyrðin að vera uppfyllt á meðan umsækjandi fær greiddan sérstakan húsnæðisstuðning:
- Umsækjandi skal búa í samþykktu íbúðarhúsnæði á almennum markaði.
- Umsækjandi skal hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
- Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Mosfellsbæ þegar sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning.
- Að samningur, eða tilboð um samning, liggi fyrir um afnot af íbúðarhúsnæði sem er staðsett í Mosfellsbæ.
- Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.
Íbúðalánasjóður býður upp á reiknivél til útreikninga húsaleigubóta.
Í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Snjómokstur
Íbúar geta sótt salt og sand til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir saltið/sandinn.
Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 cm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.
Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Göngustígar sem tengja saman hverfi og liggja til mikilvægra áfangastaða eins og skóla og leikskóla eru í forgangi sem og bílaplön á stofnanalóðum.
Sorphirða
Við öll heimili eru tvenns konar sorptunnur, grá fyrir almennt sorp og plast og blá fyrir pappírsúrgang, tímarit, fernur, eggjabakka og bylgjupappa. Þegar tunnur yfirfyllast er ástæðan oft sú að endurvinnanlegur úrgangur er illa eða ekki flokkaður frá.
Ef ruslatunnur eru að fyllast þrátt fyrir góða flokkun þá er hægt að panta auka tunnu. Athugið að þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.
Hægt er að fara með umfram úrgang í grenndargáma sem staðsettir eru við Skeiðholt, Langatanga, Bogatanga og Dælustöðvarveg.
Sorphirða er á vegum Mosfellsbæjar. Vinsamlegast athugið að verktökum sem sjá um sorphirðu er óheimilt að taka óumbeðið umfram sorp. Dæmi voru um að verðmæti, jafnvel í ruslapokum, hafi verið geymd við sorptunnur og þau fjarlægð við sorphirðu.
Já, íbúar eru ábyrgir fyrir því að ganga þannig frá sínum sorptunnum, við sínar húseignir, að þær geti ekki fokið og valdið skemmdum. Verktakar við sorphirðu bera hins vegar ábyrgð á meðferð og frágangi tunna á meðan að sorphirða stendur yfir.
Hægt er að panta auka tunnu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Athugið að ef pöntuð er auka tunna þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.
Sendu ábendingu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar. Þú færð senda nýja tunnu eða gamla tunnan verður löguð.
Sendu ábendingu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Miðað er við 7 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Mikilvægt er að það sé gott aðgengi að tunnunum og að ekki þurfi að fara með þær upp og niður tröppur, sé hjá því komist. Tunnur eiga að vera staðsettar götumegin húss.
Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annarsstaðar en viðmið segir til um þarf íbúi að koma tunnunni á slíkan stað á losunardegi.
Tunnufestingar verða að vera handhægar. Gott er að hafa í huga að starfsmenn þurfa að geta losað ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum.
Grenndargámar eru staðsettir við Skeiðholt, Langatanga, Bogatanga og Dælustöðvarveg.
Hægt er að panta auka tunnu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Athugið að ef pöntuð er auka tunna þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.
Hægt er að panta lok eða tappa fyrir ruslatunnu í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæjar.
Hægt er að sjá hvenær sorptunnur eru tæmdar með því að skoða sorphirðudagatalið á vef Mosfellsbæjar.
Bæjarfélagið setur reglur um meðhöndlun úrgangs og gerir sorpsamþykkt sem íbúum er skylt að fylgja. Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt eru af Alþingi og skuldbindandi fyrir íslendinga alla í samfélagi þjóðanna. Bærinn ákveður þjónustustigið og þær aðferðir sem notaðar eru.
Í bláu tunnuna má setja allan pappír og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa.
Í gráu tunnuna má setja blandaðan heimilisúrgang og plast. Plastið verður að setja í plastpoka.
Ekki má setja rafhlöður, spilliefni eða raftæki í tunnurnar, því skal skila á næstu endurvinnslustöð.
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og þarf að skola fernur og láta vatnið leka úr að mestu. Ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar.
Ef um samsettar umbúðir að ræða þá er gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er, t.d taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plasttappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en það er gott að gera það engu að síður.
Stuðningsþjónusta
Stuðningsþjónusta getur t.d. verið fólgin í:
- Aðstoð við persónulega umhirðu.
- Aðstoð við heimilishald.
- Félagslegur stuðningur.
- Heimsending matar.
- Aðstoð við þrif.
- Aðstoð við umönnun barna og ungmenna.
Sótt erum stuðningsþjónustu í þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Starfsfólk fjölskyldusviðs metur þjónustuþörf umsækjanda. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, sem og maka ef það á við, m.a. um persónulegar aðstæður, lögheimili og yfirlit yfir tekjur.
Þá skal umsækjandi jafnframt leggja fram:
- Vottorð sérfræðings sem staðfestir þörf umsækjanda fyrir þjónustu, sbr. 3. gr.
- Yfirlit yfir greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins þegar það á við.
- Ef umsækjandi óskar eftir ívilnun vegna greiðslu á gjaldi fyrir þjónustuna skal hann leggja fram staðfest afrit skattframtals. Umsækjandi getur veitt öðrum skriflegt umboð til að sækja um fyrir sína hönd.
Í sérstökum tilfellum og við endurnýjun umsóknar getur starfsfólk fjölskyldusviðs aflað þessara gagna skriflega eða með símatali við sérfræðing með samþykki umsækjanda.
Þau sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu geta sótt um stuðningsþjónustu. Þörf fyrir aðstoð er metin í hverju tilviki. Leitast er við að veita þá þjónustu sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir.
Störf hjá Mosfellsbæ
Það er ekki hægt að leggja inn almenna umsókn hjá Mosfellsbæ þar sem sveitarfélög þurfa að auglýsa öll störf. Sækja þarf því um hvert auglýst starf á ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Þú finnur auglýst störf á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Umhverfi
Já, hafðu samband við Guðmund í síma: 660-6236.
Hafðu samband við þjónustuverið í síma 525-6700 eða mos[hja]mos.is.
Á númerslausa bíla eru settir miðar um að eigandi hafi 10 daga til að fjarlægja bílinn. Þegar sá frestur er runninn út sér Mosfellsbær um að láta fjarlægja bílinn. Ef bíllinn er á númerum mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægja bílinn.
Til Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Það er staðsett að Hlíðarsmára 14, 201 Kópavogi, sími: 550-5400 og tölvupóstur hhk@heilbrigdiseftirlit.is.
Veitur
Álestri af hitaveitumælum er skilað einu sinni á ári sem er þá uppgjörsreikningur fyrir árið. Oft þarf ekki meira til en að einn ofnloki sé bilaður eða blæðing fyrir snjóbræðslu stendur á sér til að hækka notkun töluvert.
Gott væri að líta yfir kerfið eða fá fagmann í það öðru hverju til að fyrirbyggja óþarfa notkun og athuga hvort eitthvað sé að.
Þjónustuver Hitaveitu Mosfellsbæjar tekur á móti fyrirspurnum um reikninga, sími: 516-6170.
Til bæjarins í gegnum Ábendingakerfið.
Líklega stendur þrýstijafnari á sér eða er bilaður. Það þarf að fá pípulagningarmann til að skoða þetta.
Þetta bendir til að það sé stífluð sía á inntakinu sem þarf að hreinsa. Vinsamlega hafðu samband við Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 eða mos[hja]mos.is. Þjónustuverið kemur þér í samband við starfsfólk Hitaveitunnar.