Dagforeldrar
Já það er hægt, viðkomandi dagforeldri þarf að:
- Vera með gilt leyfi frá því sveitarfélagi sem það starfar í
- Skrifa undir þjónustusamning við Mosfellsbæ
- Skrifa undir vistunarsamning við foreldri og Mosfellsbæ
Frístundastyrkur
Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun.
Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest frístundakerfi frístundafélaga en þá er frístundastyrkurinn nýttur um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir.
Grassláttur
Gras á opnum svæðum, leiksvæðum, við götur og á lóðum grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar er slegið 3-10 sinnum yfir sumarið. Ekki er slegið innan lóða hjá fólki og eru íbúar hvattir til að kynna sér lóðamörk sem hægt er að sjá á kortavef Mosfellsbæjar.
Grunnskólar
Já ef barn á yngra systkin þá þarf að setja upplýsingar um yngri systkin inn í umsókn um frístundasel þegar sótt er um í frístundasel. Afsláttur er veittur af vistunartímum umfram 4 tíma á viku.
Nei, það er ekki skólaakstur á milli sveitarfélaga.
Hvað varðar skólavist utan lögheimilis þá eru þær umsóknir unnar samkvæmt þeim reglum sem bærinn hefur sett. Sækja þarf um hvert skólaár sérstaklega og fyrir 1. apríl fyrir hvert komandi skólaár.
Sótt er um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis á íbúagátt Mosfellsbæjar.
Ef barn flytur eftir að skólaárið er hafið þá er samkomulag innan höfuðborgarsvæðisins að barn má ljúka því skólaári án sérstakra umsókna eða kostnaðar fyrir nýja lögheimilissveitarfélagið.
Varmárskóli, Lágafellsskóli, Krikaskóli, Kvíslarskóli og Helgafellsskóli.
Að öllu jöfnu eiga börn að vera í sínum hverfisskóla og þar eiga þau forgang. Sæki forráðamenn um að hafa barn í skóla sem er ekki hverfisskólinn er það skólastjóri viðkomandi skóla sem samþykkir eða hafnar beiðninni.
Vinsamlega athugið að skólaakstur er ekki á milli skólasvæða.
Íþróttir og tómstundir
Já, það er öflug dagskrá hjá tómstunda- og íþróttafélögunum í Mosfellsbæ sem börnum á öllum aldri gefst kostur á að stunda.
Sem dæmi má nefna:
- Fjölbreytt íþróttastarf er í boði hjá Aftureldingu.
- Skemmtilegt félagsstarf hjá Skátafélaginu Mosverjar.
- Golf hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
- Hestamennska hjá Hestamannafélaginu Herði.
- Akstursíþróttafélagið MotoMos er með frábæra aðstöðu á Tungumelum.
- Boðið er upp á sundnámskeið í sundlaugum Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug.
Já, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. Leiklistarskóli er starfræktur fyrir börn og unglinga á sumrin. Leikfélagið starfrækir leikhús í bænum allt árið um kring og eru yfirleitt settar upp tvær veglegar leiksýningar á leikhúsárinu. Leikfélagið tekur þátt í fjölda uppákoma og menningarviðburða í Mosfellsbæ, s.s. þrettándabrennu, dagskrá á sumardaginn fyrsta, dagskrá á 17. júní, jólatrésskemmtunum og fleira.
Myndlistarskóli Mosfellsbæjar er til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos, Álafossveg 23. Skólinn er með myndlistarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna og skiptist skólaárið í tvö sjálfstæð misseri. Starfstími skólans fylgir skólastarfi grunnskólanna. Haustönn hefst að jafnaði um miðjan september og lýkur um miðjan janúar. Vorönn hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í byrjun maí. Skólinn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga að loknu skólaári grunnskólanna.
Já, skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Hún er hluti af Listaskóla Mosfellsbæjar.
Já Listaskóli Mosfellsbæjar er með tónlistardeild og skólahljómsveitina.
Leikskólar
Á leikskólunum Hlíð og Huldubergi.
Já, veittur er systkinaafsláttur.
Foreldrar eða forráðamenn barna geta sótt um viðbótarniðurgreiðslu af almennu vistunargjaldi í samræmi við tekjuviðmið sem Mosfellsbær setur. Niðurgreiðslur eru annars vegar 20% af almennu gjaldi og hins vegar 40%. Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Já, þú getur sótt um en forsenda úthlutunar er að lögheimili sé komið í Mosfellsbæ eða að borist hafi afrit af flutningstilkynningu.
Hlaðhamrar, Hlíð, Hulduberg, Höfðaberg, Krikaskóli, Helgafellsskóli, Leirvogstunguskóli og Reykjakot.
Það er gert á Mínum síðum.
Sótt er um á Mínum síðum. Umsókn um leikskólavist gildir fyrir alla leikskóla bæjarins.
Vinsamlega athugið að það þarf bara að senda inn eina umsókn fyrir hvert barn. Ef berast fleiri en ein umsókn er ein höfð virk en hinum lokað.
Sótt er um á Mínum síðum.
Þegar barnið er komið með kennitölu og nafn en ekki er úthlutað eftir umsóknardegi.
Allar breytingar fara fram í gegnum gildandi vistunarsamning sem er inn á Mínum síðum.
Þegar umsóknir berast eru þær merktar “í vinnslu” þar til úthlutun á sér stað.
Ef sótt er um fljótlega eftir fæðingu þá getur umsókn verið lengi “í vinnslu” þar sem barn sem t.d. fer í einkarekinn ungbarnaleikskóla fer þá þaðan á almenna deild. Það er aldrei seinna en í ágúst það ár sem barnið er 2ja ára sem barn byrjar á almennri deild.
Í fjórar vikur á hverju sumri er starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar sameinuð í sumarleikskóla sem þýðir að einn leikskóli er opinn fyrir öll börn sem taka sumarleyfi á öðrum tíma en hefðbundnum sumarleyfistíma.
Foreldar og forráðamenn sem óska eftir að barnið sé í sumarleikskólanum á þessu tímabili þurfa sækja um það sérstaklega og er það auglýst í mars þegar að því er komið. Orlofsskráningin er bindandi frá þeim tíma.
Vinsamlega athugið:
- Berist leikskólastjóra ekki ósk um sumarleyfi telst barnið vera í orlofi í 4 vikur júlí og fram í ágúst (dagsetningar breytilegar milli ára).
- Orlofstímabilið í leikskólum Mosfellsbæjar er frá 15. maí. – 15. ágúst. Hægt er að velja fjórar vikur samfellt innan þessa tímabils en öll börn verða að taka að lágmarki 20 virka daga í samfellt sumarfrí.
Já, kennitala er forsenda umsóknar og að barnið sé komið með nafn í Þjóðskrá.
Nei, einungis er sótt um einu sinni fyrir hvert barn og gildir umsóknin fyrir alla leikskóla Mosfellsbæjar en bærinn er eitt leikskólasvæði. Hægt að taka fram í athugasemdum ef viðkomandi vill ekki pláss á ungbarnadeild.
Snjómokstur
Íbúar geta sótt salt og sand til að bera á plön og stéttir við heimahús, hjá Þjónustustöðinni við Völuteig 15. Nauðsynlegt er að koma með poka eða ílát undir saltið/sandinn.
Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 cm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.
Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Göngustígar sem tengja saman hverfi og liggja til mikilvægra áfangastaða eins og skóla og leikskóla eru í forgangi sem og bílaplön á stofnanalóðum.
Störf hjá Mosfellsbæ
Það er ekki hægt að leggja inn almenna umsókn hjá Mosfellsbæ þar sem sveitarfélög þurfa að auglýsa öll störf. Sækja þarf því um hvert auglýst starf á ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Þú finnur auglýst störf á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Umhverfi
Já, hafðu samband við Guðmund í síma: 660-6236.
Hafðu samband við þjónustuverið í síma 525-6700 eða mos[hja]mos.is.
Á númerslausa bíla eru settir miðar um að eigandi hafi 10 daga til að fjarlægja bílinn. Þegar sá frestur er runninn út sér Mosfellsbær um að láta fjarlægja bílinn. Ef bíllinn er á númerum mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjarlægja bílinn.
Til Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Það er staðsett að Hlíðarsmára 14, 201 Kópavogi, sími: 550-5400 og tölvupóstur hhk@heilbrigdiseftirlit.is.