Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um inn­rit­un og dvöl barna í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Sótt er um leik­skóla­vist á vala.is og gild­ir um­sókn­in fyr­ir alla leik­skóla Mos­fells­bæj­ar þar sem bær­inn er eitt leik­skóla­svæði. Hvaða ár­gang­ar eru í ein­stök­um leik­skól­um get­ur breyst milli ára þar sem stærð­ir ár­ganga hef­ur áhrif á heild­ar sam­setn­ingu hvers leik­skóla. Því gæti kom­ið til færsla barna milli leik­skóla vegna ald­urs sam­setn­ing­ar.

2. gr.

Skil­yrði fyr­ir leik­skóla­plássi er að for­eldri og barn eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ en hægt er að sækja um leik­skóla­pláss ef lög­heim­ili er vænt­an­legt þó út­hlut­un og upp­haf leik­skóla­vist­ar eigi sér ekki stað fyrr en lög­heim­ili er kom­ið.

3. gr.

Inn­rit­un í leik­skóla fer fram sam­kvæmt 4. grein og skipt­ist í þrjú þrep.

  • Fyrsta þrep (að­al­inn­rit­un) fer fram í mars og apríl ár hvert og eru þá um­sókn­ir tekn­ar sem borist hafa fyr­ir 1. mars það ár og að­lög­un að öllu jöfnu í ág­úst til sept­em­ber sama ár.
  • Ann­að þrep nær yfir þær um­sókn­ir sem berast eft­ir 1. mars og eft­ir að að­al­inn­rit­un lík­ur (fyrsta þrep) og eru þær tekn­ar fyr­ir frá maí til ág­úst.
  • Þriðja þrep tek­ur við fram að næstu að­al­inn­rit­un. Inn­ritað er þá eft­ir því sem pláss losna og sam­kvæmt 4. grein eins og áður seg­ir.

4. gr.

Inn­rit­un í leik­skóla fer fram á eft­ir­far­andi hátt:

  • Ný­vist­un í leik­skóla er boð­in eft­ir ald­urs­röð inn­an ár­gangs, þau elstu fá út­hlutað fyrst en hafa ber í huga að þá er ekki átt við í ein­staka skóla held­ur al­mennt í leik­skóla í Mos­fells­bæ. Stefnt er að því að börn sem eru orð­in 12 mán­aða 1. ág­úst ár hvert eiga kost á leik­skóla­dvöl þeg­ar starfs­ár­ið hefst 1. sept­em­ber.
  • Börn með fötlun eða al­var­leg þroska frá­vik eru í for­gangi.
  • Starfs­fólk leik­skóla get­ur sótt um forg­ang ef um­sögn leik­skóla­stjóra ligg­ur fyr­ir. Láti starfs­mað­ur af störf­um áður en kom­ið er að hefð­bund­inni inn­rit­un barns skv. 4. gr. fell­ur leik­skóla­vist nið­ur.

5. gr.

Hægt er að óska eft­ir for­gangi að leik­skóla­plássi ef barna­vernd­ar­sjón­ar­mið mæla með því. Af­greiðsla um forg­ang að leik­skóla­plássi, um­fram 6. gr. eru unn­ar í sam­ráði við starfs­menn barna­vernd­ar­nefnd­ar.

6. gr.

Við upp­haf vist­un­ar barns er gerð­ur dval­ar­samn­ing­ur við for­eldra barns­ins um vist­un­ar­tíma. Sam­þykkt for­eldra í Völu leik­skóla á leik­skóla­vist og breyt­ing­um á henni jafn­gilda samn­ingi sem báð­ir að­il­ar eru bundn­ir að.

7. gr.

Af­greiðsla beiðna um flutn­ing milli leik­skóla.

Óski for­eldr­ar eft­ir flutn­ingi barns milli leik­skóla sækja þeir um það í Völu. Unn­ið er með slík­ar beiðn­ir á sama tíma og ný­vist­un sam­kvæmt þrepi 1. Ald­ur barna hef­ur ekki áhrif hvort hægt er að verða við flutn­ingi held­ur hvort pláss séu laus. Að sama skapi er lagt fag­legt mat á stöðu í við­kom­andi leik­skól­um. Ósk­ir um flutn­ing njóta ekki for­gangs þar sem barn­ið er nú þeg­ar með út­hlut­aða leik­skóla­vist í Mos­fells­bæ.

8. gr.

Al­menn­ur upp­sagn­ar­frest­ur er einn mán­uð­ur.

Sam­þykkt á 853. fundi bæj­ar­stjórn­ar 19. júní 2024

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00