Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Með vís­an til ákvæða í þriðju máls­grein 5. grein­ar laga um grunn­skóla nr. 91/2008 eiga all­ir nem­end­ur með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ rétt á skóla­vist í grunn­skól­um bæj­ar­ins.

2. gr.

For­eldr­ar/for­ráða­menn geta sótt um nám­vist fyr­ir grunn­skóla­nem­end­ur í grunn­skóla utan síns lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lags. Sækja þarf um það til fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Sótt skal sér­stak­lega um fyr­ir hvert skóla­ár og skal það gert fyr­ir 1. apríl ár hvert fyr­ir kom­andi skóla­ár. Ef lög­heim­ili nem­anda flyst eft­ir að hann hef­ur byrj­að skóla­göngu í því sveit­ar­fé­lagi, sem hann átti lög­heim­ili í fyr­ir flutn­ing, heim­il­ar Mos­fells­bær fyr­ir sitt leiti, enda komi ekki til greiðslu Mos­fells­bæj­ar, að hann ljúka námi í þeim skóla sem hann stund­aði nám í við flutn­ing­inn til loka skóla­árs­ins.

Um­sókn­ir sem berst utan áður nefnds tíma án þess að til­komi lög­heim­il­is­breyt­ing verða tekn­ar fyr­ir sér­stak­lega sbr. 4. grein hér að neð­an.

3. gr.

Fræðslu­nefnd fel­ur fræðslu- og frí­stunda­sviði Mos­fells­bæj­ar að af­greiða um­sókn um skóla­vist í öðru sveit­ar­fé­lagi og stað­festa greiðslu­skyldu bæj­ar­ins vegna skóla­vist­ar nem­andans, að því gefnu að af­greiðsla rúm­ist inn­an fjár­hagsramma mála­flokks­ins og að um­sókn falli und­ir for­send­ur sem til­greind­ar eru í 4. grein.

Greiðsl­ur mið­ast við við­mið­un­ar­gjaldskrá Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem gef­in er út í upp­hafi hvers skóla­árs. Greiðsl­ur til sjálf­stætt starf­andi grunn­skóla eru 75% af út­gef­inni hag­stofu­tölu.

Ef um við­bót­ar­kostn­að er að ræða skal um það semja sér­stak­lega.

Greiðslu­byrði vegna skóla­vist­ar nem­anda fell­ur ekki á sveit­ar­fé­lag­ið án sam­þykk­is þess.

For­eldr­ar/for­ráða­menn bera ábyrgð á að inn­rita nem­andann í við­töku­skóla og Mos­fells­bær send­ir stað­fest­ingu til við­töku­sveit­ar­fé­lags og við­töku­skóla um greiðsl­ur hafi um­sókn ver­ið sam­þykkt.

Af­greiðsla fræðslu- og frí­stunda­sviðs á um­sókn um skóla­vist nem­enda er stjórn­sýslu­ákvörð­un og skal ágrein­ingi um af­greiðslu vísað til Fræðslu­nefnd­ar.

4. gr.

Mos­fells­bær sam­þykk­ir greiðsl­ur vegna skóla­vist­ar í öðru sveit­ar­fé­lagi á ein­um af eft­ir­far­andi for­send­um:

  • að nem­andi eigi við náms- og/eða fé­lags­lega örð­ug­leika að stríða í skóla­vist sinni sbr. 17. gr. grunn­skóla­laga nr. 91/2008.
  • að nem­andi þurfi að fylgja for­eldri/for­eldr­um sem stunda há­skóla­nám sem krefst tíma­bund­inn­ar bú­setu á lands­byggð­inni, enda telj­ist nám­ið láns­hæft að mati Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna.
  • að nem­andi af fé­lags­leg­um ástæð­um þurfi að stunda nám ann­ars stað­ar en í heima­hér­aði sbr. 75. gr. barna­vernd­ar­laga.
  • að nem­andinn býr utan al­menn­ings­sam­göngu­kerf­is sveit­ar­fé­lags­ins.
  • að nem­andi með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ sem býr í jafnri bú­setu hjá sitt hvoru for­sjár­for­eldri þar sem ann­að for­sjár­for­eldri hef­ur lög­heim­ili í öðru sveit­ar­fé­lagi en Mos­fells­bæ geti sótt skóla í því sveit­ar­fé­lagi sem vilji er fyr­ir hjá báð­um for­sjár­að­il­um.
  • svo um­sókn geti hlot­ið af­greiðslu á grund­velli of­an­greindra for­sendna þarf hún að hafa borist á til­sett­um tíma, sbr. 2. gr.

5. gr.

Skóla­stjórn­end­ur grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar geta í sam­ráði við fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar heim­ilað nem­end­um úr öðr­um sveit­ar­fé­lög­um nám­svist í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar sé þess óskað, enda liggi fyr­ir samn­ing­ur við hlut­að­eig­andi lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag um greiðslu náms­kostn­að­ar.

6. gr

Of­an­greind­ar regl­ur taka að öðru leyti mið af við­mið­un­ar­regl­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um nám­svist nem­enda í grunn­skól­um utan lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lags.

Sam­þykkt á 678. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 14. sept­em­ber 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00