Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um systkina­afslátt hjá Mos­fells­bæ.

1. gr. Hver nýt­ur systkina­afslátt­ar

For­eldr­ar og for­ráða­menn systkina er nota þjón­ustu dag­for­eldra, leik­skóla og frí­stunda­selja Mos­fells­bæj­ar geta sótt um systkina­afslátt svo sem í sam­þykkt þess­ari grein­ir.

2. gr. Sam­ræm­ing systkina­afslátt­ar

Systkina­afslátt­ur er sam­ræmd­ur fyr­ir börn á stofn­un­um bæj­ar­ins og fyr­ir börn hjá dag­for­eldr­um, þann­ig að öll börn sem þar njóta þjón­ustu telja með í út­reikn­ingi á systkina­afslætti. Ekki er veitt­ur af­slátt­ur af gjaldi fyr­ir börn hjá dag­for­eldr­um, en nið­ur­greiðsla er aukin fyr­ir hvert barn um­fram eitt sem er í vist­un hjá dag­for­eldr­um.

3. gr. Hve mik­ill af­slátt­ur er veitt­ur

Fyr­ir fyrsta barn greið­ist fullt gjald skv. gjaldskrá við­kom­andi stofn­un­ar.

Fyr­ir ann­að barn, veit­ist 50% af­slátt­ur af vist­un­ar­gjaldi og/eða gjaldi fyr­ir dvöl á frí­stunda­seli (þe. ekki af fæði og ekki af 4 fyrstu tím­un­um á viku í frístund sjá nán­ar 4. grein).

Fyr­ir þriðja barn, veit­ist 75% af­slátt­ur af vist­un­ar­gjaldi og/eða gjaldi fyr­ir dvöl á frí­stunda­seli (þe. ekki af fæði og ekki af 4 fyrstu tím­un­um á viku í frístund sjá nán­ar 4. grein).

Fyr­ir fjórða barn og fleiri veit­ist 100% af­slátt­ur af vist­un­ar­gjaldi (þe. ekki af fæði og ekki af 4 fyrstu tím­un­um á viku í frístund sjá nán­ar 4. grein)

Af­slátt­ur­inn skal alltaf greið­ast fyr­ir elsta / eldri systkini og því greitt fullt gjald fyr­ir yngsta barn.

Ekki er veitt­ur systkina­afslátt­ur af fæði.

4. gr. Hvenær systkina­afslátt­ur er ekki veitt­ur

Ekki er veitt­ur systkina­afslátt­ur fyr­ir fyrstu fjór­ar klst. í viku hverri í frí­stunda­seli.

Ekki er veitt­ur systkina­afslátt­ur í sér­stök­um opn­un­ar­tím­um frí­stunda­sels s.s. í jóla, páska- og vetr­ar­frí­um.

Systkina­afslátt­ur er ekki veitt­ur ef ann­ar af­slátt­ur er veitt­ur t.d. nið­ur­greiðsl­ur af fé­lags­leg­um or­sök­um.

5. gr. Dag­for­eldr­ar

Þeg­ar tvö börn eða fleiri eru í vist­un hjá dag­for­eldri sem er með þjón­ustu­samn­ing við Mos­fells­bæ er nið­ur­greiðsla frá Mos­fells­bæ 50% hærri með hverju barni um­fram eitt.

6. gr. Upp­haf og end­ir af­slátt­ar

Sækja þarf um systkina­afslátt á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar og tek­ur af­slátt­ur­inn gildi í mán­uð­in­um eft­ir að um­sókn berst. Um­sókn­in er ekki aft­ur­virk.

Um leið og eitt barn eða fleiri, úr sömu fjöl­skyldu hætt­ir í dag­gæslu, í leik­skóla eða á frí­stunda­seli end­ur­skoð­ast af­slátt­ur­inn.

Sam­þykkt þessi er sam­þykkt af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 3. des­em­ber 2014 og gild­ir frá 1. janú­ar 2015.

Sam­þykkt á 639. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 3. des­em­ber 2014.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00