Foreldrar sækja sjálfir um pláss hjá dagforeldrum og eiga í samskiptum við dagforeldra um upphaf vistunar.
Foreldrar gera samning um vistun barns við dagforeldra, dagforeldrar upplýsa Mosfellsbæ og sjá um innheimtu niðurgreiðslu fyrir hvert barn.
Foreldrar geta vistað börn sín hjá dagforeldrum í öðrum sveitarfélögum svo fremi að viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi frá sínu sveitarfélagi.
Njarðarholt/Gæsló
- Sólveig Þórleifsdóttir s: 697-4419
- Vinnutími: 7:45-16:15 eða skv. nánara samkomulagi
- Aðstaða: Gæsluvöllur/lokaður garður með leiktækjum
- Þjónustusamningur: Já
- Sigrún Guðný Erlingsdóttir s: 776-0581
- Netfang: sissysge[hja]gmail.com
- Vinnutími: 07:45-16:15
- Aðstaða: Gæsluvöllur/lokaður garður með leiktækjum
- Þjónustusamningur: Já
Laxatunga 187
- Fjóla Anna Hoffmann s: 846-2621
- Netfang: fjola04[hja]gmail.com
- Vinnutími:
- Aðstaða: Einbýlishús með lokuðum palli og garði
- Þjónustusamningur: Já
Leirutangi 33
- Heiðrún Jóna Ingólfsdóttir s: 567-7887 / 864-6090
- Netfang: andresv[hja]mmedia.is
- Vinnutími: 07:45-16:15 eða skv. nánara samkomulagi
- Aðstaða: Einbýli á 1. hæð, lokaður pallur
- Þjónustusamningur: Já
Leirvogstunga 15
- Svanhildur Guðrún Jóhannsdóttir s: 777-0393
- Helgi Þór Þorsteinsson s: 693-9149
- Netfang: leirvogstungukot[hja]gmail.com
- Vinnutími: Samkomulag
- Aðstaða: Einbýlishús og aflokaður garður
- Þjónustusamningur: Já
Hulduhlíð 3
- Signý Sigtryggsdóttir s: 566-8492 / 868-3417
- Netfang: sunnsla[hja]visir.is
- Vinnutími: 08:00-16:00
- Aðstaða: Fyrsta hæð í fjórbýli, góður garður
- Þjónustusamningur: Já
Hjallahlíð 33
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir s: 863-9608
- Netfang: solveiglilja72[hja]gmail.com
- Vinnutími: 07:30-16:00 eða skv. nánara samkomulagi
- Aðstaða: Íbúð á fyrstu hæð í fjórbýli, lokaður pallur
- Þjónustusamningur: Já
Umsóknir
Foreldrar og forsjáraðilar
Dagforeldrar
Eftirlit og leyfir fyrir daggæslu í heimahúsi
- Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð nr. 907/2005, sem sett var með heimild í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
- Fræðslunefnd veitir leyfi til gæslu barna í heimahúsum í Mosfellsbæ og hefur eftirlit með starfseminni.
- Skólafulltrúi er starfsmaður fræðslunefndar og hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra í Mosfellsbæ.
Niðurgreiðslur til dagforeldra
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir þjónustusamning við þá dagforeldra sem þess óska bæði innanbæjar sem utan.
Skilyrði fyrir niðurgreiðslu:
- Að hlutaðeigandi barn hafi náð 9 mánaða aldri og eigi lögheimili í Mosfellsbæ.
- Greiðslur hefjast í mánuðnum sem barnið verður 9 mánaða.
- Greiðslur vegna barna einstæða foreldra hefjast í mánuðnum sem barnið verður 6 mánaða.
- Að viðkomandi dagforeldri hafi leyfi samkvæmt reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
- Að fyrir liggi þjónustusamningur milli dagforeldris, foreldra og dagvistarfulltrúa Mosfellsbæjar.
Við upphaf vistunar barns hjá dagforeldri sem er með þjónustusamning þá er gerður þríhliða samningur milli foreldra, dagforeldris og daggæslufulltrúa f.h. Mosfellsbæjar.
Í samningnum kemur fram hvenær barn byrjar vistun, vistunartíminn, mánaðargjald foreldra og niðurgreiðsla frá Mosfellsbæ til dagforeldris. Uppsögn á samningnum skal gerð með mánaðar fyrivara.
Þegar börn eru vistuð hjá dagforeldri sem ekki er með þjónustusamning við Mosfellsbæ þá eru engar niðurgreiðslur af hálfu Mosfellsbæjar til dagforeldris.
Gjaldskrár
Reglur og samþykktir
- Reglur og samþykktir ›Daggæsla barna í heimahúsum
- Reglur og samþykktir ›Reglur dagforeldra í Mosfellsbæ sem eru með þjónustusamning við bæjarfélagið
- Reglur og samþykktir ›Systkinaafsláttur
- Reglur og samþykktir ›Viðbótarniðurgreiðsla á vistunarkostnaði barna undir 6 ára