Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær hef­ur sett sér nýja um­hverf­is­stefnu með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.


Inn­gang­ur

Mos­fells­bær er um 13.000 manna bæj­ar­fé­lag sem vax­ið hef­ur ört und­an­farin ár. Íbúa­fjölg­un er ein sú mesta á land­inu, enda virð­ist eft­ir­sókn­ar­vert að búa í græn­um bæ með ríka teng­ingu við nátt­úru og úti­vist, og þá blöndu borg­ar­sam­fé­lags og sveit­ar sem þar er að finna. Bær­inn er í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, er um 220 fer­kíló­metr­ar að stærð og stát­ar af víð­áttu­mikl­um nátt­úru­leg­um svæð­um með fell, heið­ar, vötn og strand­lengju.


Til­gang­ur

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar ákvað í árslok 2017 að setja fram metn­að­ar­fulla stefnu um hvern­ig Mos­fells­bær skuli þró­ast á sjálf­bær­an og fram­sæk­inn hátt á næstu árum og ára­tug­um.  Mark­mið­ið er að í Mos­fells­bæ bygg­ist upp til fram­tíð­ar enn sterk­ara og heil­brigð­ara sam­fé­lag öll­um til heilla. Lögð er áhersla á sér­stöðu og sjálf­stæði bæj­ar­fé­lags­ins en einn­ig á stöðu bæj­ar­ins og hlut­verk í sam­felldri byggð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Lögð er áhersla á að heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna end­ur­spegl­ist í um­hverf­is­stefnu bæj­ar­ins.

Til­gang­ur­inn með um­hverf­is­stefnu er marg­þætt­ur, m.a. að:

  • auka um­hverfis­vit­und íbúa
  • stuðla að heilsu­sam­legra sam­fé­lagi
  • auka lífs­gæði íbúa
  • tryggja hreina og óspillta nátt­úru
  • hvetja til auk­inn­ar úti­vist­ar
  • hafa sjálf­bæra þró­un að leið­ar­ljósi í starf­semi bæj­ar­ins

Vinna að sjálf­bærni

Mos­fells­bæ er annt um um­hverfi sitt og hef­ur unn­ið öt­ul­lega að sjálf­bærni­mark­mið­um á und­an­förn­um árum.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í janú­ar 2001 fram­kvæmda­áætlun um sjálf­bæra þró­un fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið, Stað­ar­dagskrá 21. Mos­fells­bær hlaut við­ur­kenn­ingu fyr­ir út­gáfu á Sól­ar­geisl­an­um, frétta­bréfi um Stað­ar­dagskrá 21 í Mos­fells­bæ, og Stað­ar­dag­skrár­verð­laun­in 2001.

Árið 2008 var ákveð­ið að ráð­ast í heild­ar­end­ur­skoð­un á Stað­ar­dagskrá 21 fyr­ir Mos­fells­bæ. Stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar um sjálf­bært sam­fé­lag til 2020 var sam­þykkt í ág­úst 2009, ásamt fram­kvæmda­áætlun þar sem fram kom listi yfir fjölda verk­efna
er snúa að sjálf­bærri þró­un, og ár­leg­um verk­efna­lista sem unn­inn skyldi í sam­ráði við nefnd­ir og stofn­an­ir bæj­ar­ins, þar sem fram koma tíma­sett og mæl­an­leg markmið.

Stefn­an var vel kynnt og gerð að­gengi­leg íbú­um á vef bæj­ar­ins og bæk­ling­ur send­ur á hvert heim­ili í bæn­um.

Mos­fells­bær hef­ur einn­ig tek­ið þátt í ýms­um verk­efn­um um sjálf­bærni. Þar má nefna þátt­töku í nor­rænu sam­starfs­verk­efni um sjálf­bærni og upp­bygg­ingu betri mið­bæja og íbúa­lýð­ræði (Attracti­ve Nord­ic Towns), sem hófst haust­ið 2017 og stóð til 2019.

Mos­fells­bær ákvað í lok árs 2017 að hefja vinnu við end­ur­skoð­un á nýrri um­hverf­is­stefnu fyr­ir bæ­inn. Lögð var áhersla á að um­hverf­is­stefn­an yrði unn­in í góðu sam­ráði við íbúa Mos­fells­bæj­ar og end­ur­spegl­aði þau markmið um sjálf­bæra þró­un sem kæmu fram í heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna. Vinna við nýja um­hverf­is­stefnu hófst í árs­byrj­un 2018 und­ir leið­sögn um­hverf­is­nefnd­ar og í sam­starfi við um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar.

Ný um­hverf­is­stefna Mos­fells­bæj­ar var sam­þykkt á 204. fundi um­hverf­is­nefnd­ar þann 24. októ­ber 2019 og á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 30. októ­ber 2019,og gef­in út í árslok 2019.

Við gerð nýrr­ar um­hverf­is­stefnu var hald­inn íbúa­fund­ur um um­hverf­is­mál í mars 2018 þar sem kallað var eft­ir áhersl­um íbúa varð­andi um­hverf­is­mál og sjálf­bærni í Mos­fells­bæ. Sú vinna fór fram í vinnu­stofu und­ir hand­leiðslu ráð­gjafa frá KPMG. Vinn­an tókst vel og marg­ar góð­ar hug­mynd­ir komu þar fram.

Unn­ið var með eft­ir­far­andi áherslu­flokka og fengu fund­ar­gest­ir það verk­efni að setja fram sín­ar hug­mynd­ir að mark­mið­um, mik­il­væg­ar að­gerð­ir til að ná þeim mark­mið­um og hvað íbú­ar sjálf­ir gætu gert til að hrinda mark­mið­un­um í fram­kvæmd. Nið­ur­stöð­ur fund­ar­ins voru að leggja áherslu á ákveðna mála­flokka, en þeir eru:

  • Skógrækt og land­græðsla
  • Vatns­vernd og nátt­úru­vernd
  • Um­hverf­is­fræðsla
  • Úti­vist og lýð­heilsa
  • Meng­un, hljóð­vist, loft­gæði og sam­göng­ur
  • End­ur­vinnsla, neysla og græn inn­kaup

Upp­bygg­ing um­hverf­is­stefnu

Um­hverf­is­stefna Mos­fells­bæj­ar er nokk­urs kon­ar regn­hlíf yfir hinum ýmsu stefn­um bæj­ar­fé­lags­ins sem snúa að um­hverf­is­mál­um og sjálf­bærni. Þar eru sett fram markmið í hinum ýmsu mála­flokk­um og til­greind­ar þær leið­ir eða þau verk­efni sem stuðlað geti að því að þeim mark­mið­um verði náð.

Mála­flokk­arn­ir eru eft­ir­far­andi:

  1. Um­hverf­is­fræðsla
  2. Skógrækt og land­gæði
  3. Sam­göng­ur
  4. Úti­vist og lýð­heilsa
  5. Meng­un, hljóð­vist og loft­gæði
  6. Neysla og úr­gang­ur
  7. Nátt­úru­vernd og vatns­vernd
  8. Dýra­hald og land­bún­að­ur

Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna

Við gerð um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar voru höfð til hlið­sjón­ar heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un og þau verk­efni sem falla und­ir þau.

Í hverj­um kafla er gerð sér­stak­lega grein fyr­ir því til hvaða kafla heims­mark­mið­anna er horft. Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins með 169 und­ir­mark­mið­um.
Sér­stak­lega er horft til 11 kafla heims­mark­mið­anna sem snúa að sjálf­bærni sveit­ar­fé­laga, skipu­lagi þeirra og upp­bygg­ingu. Einn­ig koma marg­ir fleiri kafl­ar mark­mið­anna við sögu.

Hér má sjá teng­ing­ar hvers mála­flokks í um­hverf­is­stefn­unni við að­al­flokka heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un:

  1. Um­hverf­is­fræðsla: 4, 11, 12, 13
  2. Skógrækt og land­gæði: 11, 15
  3. Sam­göng­ur: 3, 11, 13
  4. Úti­vist og lýð­heilsa: 11, 15
  5. Meng­un, hljóð­vist og loft­gæði: 3, 6, 11, 13
  6. Neysla og úr­gang­ur: 11, 12
  7. Nátt­úru­vernd og vatns­vernd: 6, 11, 14, 15
  8. Dýra­hald og land­bún­að­ur: 15

Um­hverf­is­stefna 2019 - 2030

End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar teng­ist beint þeirri stefnu­mót­un sem fram fór hjá Mos­fells­bæ árið 2017 og gild­ir til árs­ins 2027. Að þeirri vinnu komu starfs­menn Mos­fells­bæj­ar og kjörn­ir full­trú­ar.

Fram­tíð­ar­sýn Mos­fells­bæj­ar til árs­ins 2027 er þessi:

Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

Eins og hér sést er um­hverf­ið í önd­vegi í fram­tíð­ar­sýn­inni og end­ur­spegl­ar vel þá
miklu áherslu sem lögð er á um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ, fyrr og nú.

Gildi Mos­fells­bæj­ar, sem eiga að vera leið­ar­ljós í allri starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins, voru mót­uð árið 2007 og út­færð og skil­greind að nýju á starfs­degi starfs­manna haust­ið 2016 en gild­in eru:

já­kvæðni, virð­ing, um­hyggja og fram­sækni

Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru:

  • rétt þjón­usta
  • flott fólk
  • stolt sam­fé­lag

Und­ir hverj­um flokki er svo áhersla sem er birt með þess­um hætti. Þann­ig vill sveit­ar­fé­lag­ið vera sjálf­bært, sam­starfs­fúst og heil­brigt, allt áhersl­ur þar sem vísað er til um­hverf­is­mála og sam­starfs.

Hvað varð­ar áhersl­una á sjálf­bærni sem er und­ir áherslu­flokkn­um stolt sam­fé­lag kem­ur þar fram að um­hverfis­vit­und er efld með fræðslu og góðu for­dæmi, byggð fell­ur vel að landi, nátt­úru og bæj­ar­bragn­um.

Sjálf áhersl­an á sjálf­bærni er orð­uð svona: Við lát­um um­hverf­ið okk­ur varða og sinn­um mála­flokkn­um af kost­gæfni. Ná­lægð við nátt­úruperl­ur og vernd þeirra er nýtt sam­fé­lag­inu til góðs og til að vekja at­hygli á sveit­ar­fé­lag­inu. Með áhersl­unni er m.a. lit­ið til þess að virkja fé­lagsauð­inn og sterk­ar teng­ing­ar milli fólks til að vernda nátt­úr­una.

Loks er áhersl­an á að vera heil­brigð með teng­ingu við heilsu­efl­andi sam­fé­lag og gott að­gengi að nátt­úruperl­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Um­hverf­is­stefna Mos­fells­bæj­ar get­ur þann­ig stutt við að ná fram þeim áhersl­um sem hér hafa ver­ið nefnd­ar sér­stak­lega.


1. Um­hverf­is­fræðsla


2. Skógrækt og land­gæði


3. Sam­göng­ur


4. Úti­vist og lýð­heilsa


5. Meng­un, hljóð­vist og loft­gæði


6. Neysla og úr­gang­ur


7. Nátt­úru­vernd og vatns­vernd


8. Dýra­hald og land­bún­að­ur


Ít­ar­efni

Þau und­ir­markmið heims­mark­mið­anna sem horft er til í þeim mark­mið­um sem sett eru fram í um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00