Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær ann­ast snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu á þeim veg­um og stíg­um sem eru á ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins.

Þjóð­veg­ir og aðr­ir veg­ir, s.s. Vest­ur­lands­veg­ur, Reykja­veg­ur, Hafra­vatns­veg­ur og Þing­valla­veg­ur, eru á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar.

Mos­fells­bær ann­ast ekki snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu á einka­veg­um.

Snjómokst­ur og hálku­eyð­ing er að hluta í hönd­um starfs­manna þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar og hluta í hönd­um verk­taka á veg­um bæj­ar­ins.


Vinna við snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu

Í for­gangi er að tryggja sem fyrst greiða um­ferð um þær göt­ur og stíga sem mik­il­væg­ast­ar eru til sam­gangna. Stofn­braut­ir, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur njóta þannig for­gangs í þjón­ustu, ásamt teng­i­stíg­um í hverf­um og göngu­stíg­um að skól­um.

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í for­gangi á Korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Sam­göng­ur > Snjómokst­ur/Hálku­eyð­ing og svo er hægt að velja að sjá göt­ur og stíga í for­gangi 1 og 2.

Vinna við snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu hefst venju­lega snemma morg­uns, oft kl. 4-5 að nóttu til að reyna að tryggja að helstu göt­ur og stíg­ar séu fær­ir þeg­ar fólk fer til vinnu og skóla. Um helg­ar get­ur þessi vinna þó haf­ist síð­ar af til­lits­semi við íbúa til að raska ekki ró of snemma morg­uns.


Íbúa­göt­ur í hverf­um

Íbúa­göt­ur í hverf­um eru hálku­varð­ar og hreins­að­ar séu þær þung­farn­ar, mik­il hálka eða snjó­dýpt meiri en 12-15 cm. Sú vinna fer þó ekki fram fyrr en for­gangs­þjón­ustu er lok­ið við helstu stofn­braut­ir og teng­i­stíga. Und­an­tekn­ing get­ur ver­ið gerð ef hætta er á að frysti þeg­ar snjó­hrygg­ir hafa mynd­ast.

Við snjó­hreins­un íbúagatna er lík­legt að við inn­keyrsl­ur mynd­ist snjóruðn­ing­ar sem Mos­fells­bær sér ekki um að hreinsa. Það fell­ur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr inn­keyrsl­um.


Erf­ið­ar eða ófyr­ir­sjá­an­leg­ar að­stæð­ur

Oft mynd­ast skyndi­leg hálka t.d. þeg­ar hef­ur rignt og skyndi­lega fryst­ir, eða þeg­ar þíða mynd­ast ofan á frosna jörð. Við slík­ar að­stæð­ur get­ur oft ver­ið laun­hált og nauð­syn­legt að fara var­lega. Starfs­menn leit­ast við að bregð­ast við slík­um að­stæð­um sem fyrst og salta og hálku­verja. Mos­fells­bær þigg­ur með þökk­um all­ar ábend­ing­ar íbúa og veg­far­enda þeg­ar slík­ar að­stæð­ur koma upp.

Í óveðr­um þar sem bæði er mik­ið rok og ofan­koma í formi snjós get­ur reynst erfitt að halda meg­in­leið­um opn­um. Við slík­ar að­stæð­ur er eft­ir fremsta megni leit­ast við að koma upp­lýs­ing­um á vef Mos­fells­bæj­ar til að upp­lýsa um að­stæð­ur og stöðu mála.


Sand­ur og salt

Íbú­ar geta sótt sand og/eða salt til að bera á plön og stétt­ir við heima­hús, hjá Þjón­ustu­stöð­inni við Völu­teig 15. Nauð­syn­legt er að koma með poka eða ílát und­ir sand­inn/salt­ið.