Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær ann­ast snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu á þeim veg­um og stíg­um sem eru á ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins.

Þjóð­veg­ir og að­r­ir veg­ir, s.s. Vest­ur­lands­veg­ur, Reykja­veg­ur, Hafra­vatns­veg­ur og Þing­valla­veg­ur, eru á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar.

Mos­fells­bær ann­ast ekki snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu á einka­veg­um.

Snjómokst­ur og hálku­eyð­ing er að hluta í hönd­um starfs­manna þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar og hluta í hönd­um verktaka á veg­um bæj­ar­ins.


Vinna við snjómokst­ur og hálku­eyð­ingu

Í for­gangi er að tryggja sem fyrst greiða um­ferð um þær göt­ur og stíga sem mik­il­væg­ast­ar eru til sam­gangna. Stofn­braut­ir, strætó­leið­ir og fjöl­farn­ar safn­göt­ur njóta þann­ig for­gangs í þjón­ustu, ásamt teng­i­stíg­um í hverf­um og göngu­stíg­um að skól­um.

Hægt er að sjá stað­setn­ingu gatna og stíga í for­gangi á Kortavef Mosfellsbæjar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Sam­göng­ur > Snjómokst­ur/Hálku­eyð­ing og svo er hægt að velja að sjá göt­ur og stíga í for­gangi 1 og 2.

Vinna við snjómokstur og hálkueyðingu hefst venjulega snemma morguns, oft kl. 4-5 að nóttu til að reyna að tryggja að helstu götur og stígar séu færir þegar fólk fer til vinnu og skóla. Um helgar getur þessi vinna þó hafist síðar af tillitssemi við íbúa til að raska ekki ró of snemma morguns.


Íbúa­göt­ur í hverf­um

Íbúa­göt­ur í hverf­um eru hálku­varð­ar og hreins­að­ar séu þær þung­farn­ar, mik­il hálka eða snjó­dýpt meiri en 12-15 cm. Sú vinna fer þó ekki fram fyrr en for­gangs­þjón­ustu er lok­ið við helstu stofn­braut­ir og teng­i­stíga. Und­an­tekn­ing get­ur ver­ið gerð ef hætta er á að frysti þeg­ar snjó­hrygg­ir hafa myndast.

Við snjó­hreins­un íbúagatna er lík­legt að við inn­keyrsl­ur mynd­ist snjóruðn­ing­ar sem Mos­fells­bær sér ekki um að hreinsa. Það fell­ur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr inn­keyrsl­um.


Erf­ið­ar eða ófyr­ir­sjá­an­leg­ar að­stæð­ur

Oft myndast skyndi­leg hálka t.d. þeg­ar hef­ur rignt og skyndi­lega fryst­ir, eða þeg­ar þíða myndast ofan á frosna jörð. Við slík­ar að­stæð­ur get­ur oft ver­ið laun­hált og nauð­syn­legt að fara var­lega. Starfs­menn leit­ast við að bregð­ast við slík­um að­stæð­um sem fyrst og salta og hálku­verja. Mos­fells­bær þigg­ur með þökk­um all­ar ábend­ing­ar íbúa og veg­far­enda þeg­ar slík­ar að­stæð­ur koma upp.

Í óveðr­um þar sem bæði er mik­ið rok og ofan­koma í formi snjós get­ur reynst erfitt að halda meg­in­leið­um opn­um. Við slík­ar að­stæð­ur er eft­ir fremsta megni leit­ast við að koma upp­lýs­ing­um á vef Mos­fells­bæj­ar til að upp­lýsa um að­stæð­ur og stöðu mála.


Sand­ur og salt

Íbú­ar geta sótt sand og/eða salt til að bera á plön og stétt­ir við heima­hús, hjá Þjón­ustu­stöð­inni við Völu­teig 15. Nauð­syn­legt er að koma með poka eða ílát und­ir sand­inn/salt­ið.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00