Fjölbreytt frístundastarf er í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. Þau sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.
Afturelding
Sumarnámskeið Aftureldingar:
- Blak
- Badminton
- Fimleikar
- Handbolti
- Körfubolti
- Sund
Nánari upplýsingar og skráning:
Hestamennt
Reiðskólinn Hestamennt býður upp á reiðnámskeið í sumar líkt og síðastliðin 30 ár. Í boði verða viku og tveggja vikna námskeið, annars vegar fyrir hádegi frá kl. 9:00 – 12:00 og hins vegar eftir hádegi frá kl. 13:00 – 16:00.
Nánari upplýsingar og skráning:
Hestasnilld
Sumarreiðnámskeið fyrir vana krakka í litlum hópum. Skemmtileg og einstaklingsmiðuð námskeið. Langir reiðtúrar og fullt af mikilvægum lærdómi fyrir áhugasama hestakrakka. Það eru 6 – 8 krakkar í hóp. Aldursviðmið eru ca. 9-16 ára, allt eftir getustigi frekar en aldrinum.
Nánari upplýsingar og skráning:
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!
Nánari upplýsingar og skráning:
Lágafellskirkja
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik í bland við fræðslu, ævintýrum, söng og fjöri. Sérstakur gestur á námskeiðunum verður töframaðurinn Einar Aron sem mætir með töfraskólann sinn og kennir krökkunum töfrabrögð.
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn. Boðið verður upp á pylsu, djús og íspartý í hádeginu á lokadegi námskeiðsins.
Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9 – 16 en safnaðarheimilið opnar kl. 8:45.
Tímabil í boði:
- Vika 1: 10. – 13. júní, 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
- Vika 2: 16. – 20. júní, 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
- Vika 3: 23. júní – 27. júní, verð: 18.000 kr.
- Vika 4: 18. – 22. ágúst, verð: 18.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Thelmu Rós æskulýðsfulltrúa til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.
Nánari upplýsingar og skráning:
Leikfélag Mosfellssveitar
Leikfélag Mosfellssveitar býður upp á leiklistarnámskeið í sumar fyrir 6-16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Kennarar sumarsins eru Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson.
Nánari upplýsingar og skráning:
Mosverjar
Ævintýranámskeið Mosverja eru skemmtileg útilífsnámskeið fyrir ævintýragjarna krakka í 1. – 4. bekk.
- Vika 1: 10. – 13. júní – 4 dagar
- Vika 2: 16. – 20. júní – 4 dagar
- Vika 3: 23. – 27. júní – 5 dagar
- Vika 4: 30. júní – 4. júlí – 5 dagar
- Vika 5: 5. – 8. ágúst – 4 dagar
- Vika 6: 11. – 15. ágúst – 5 dagar