Fjölbreytt frístundastarf er í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. Þau sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.
Afturelding
Sumarnámskeið Aftureldingar:
- Blak
- Badminton
- Fimleikar
- Fjallahjól
- Handbolti
- Körfubolti
- Sund
Nánari upplýsingar og skráning:
Barnadjass í Mosó
Þann 21. júní fer fram námskeið Barnadjass í Mosó 2025! Öll börn á aldrinum 8-15 ára sem spila á hljóðfæri og eru spennt fyrir að læra djass og spuna eru hvött til að sækja um!
Krökkunum verður skipt upp í hópa eftir aldri og getu.
Odd André Elveland, norskur djasstónlistarmaður og frumkvöðull í kennslu barna að spila djass eftir eyranu og spinna, verður kennari námskeiðsins ásamt Haruna Koyamada, samstarfskonu sinni. Þau eru þaulreyndir kennarar og hafa haldið námskeið sem þessi víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, Ítalíu, Japan og hérlendis.
Námskeiðið fer fram í Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar og lýkur svo með þátttöku í lokatónleikum hátíðarinnar þann 22. júní kl 17:00 í Hlégarði (ath. að gera þarf ráð fyrir genaralprufu þann 22. júní).
Takmörkuð pláss eru í boði þar sem sambland hljóðfæra verður að ráða för. Því fyrr sem þið sækið um því betra!
Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Í gjaldinu er innifalið kennsla 21. júní, þátttaka í tónleikum 22. júní og bolur Barnadjass í Mosó 2025.
Veittur er 50% systkinaafsláttur og niðurgreidd pláss eru í boði.
Umsóknarfrestur er til 19. maí og mun svar berast fyrir 26. maí um hvort þitt barn komst að á námskeiðið.
Ekki hika við að hafa samband á barnadjass@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.
Skráning:
Nánari upplýsingar:
Danssporið
Danssporið mun bjóða upp á sumarnámskeið í sumar fyrir 4-15 ára.
Á námskeiðinu dönsum við, leikum, syngjum, kíkjum út og margt annað skemmtilegt.
Eftirfarandi vikur verða í boði:
- 9. – 13. júní (frí 9. júní): fyrir hádegi
- 16. – 20. júní (frí 17. júní): fyrir hádegi
- 23. – 26. júní: fyrir + eftir hádegi
- 11. – 15. ágúst: fyrir + eftir hádegi
- 18. – 22. ágúst: fyrir + eftir hádegi
Danssporið er einnig með stutta sumarönn, 5. maí – 8. júní.
Skráning:
Nánari upplýsingar:
Hestamennt
Reiðskólinn Hestamennt býður upp á reiðnámskeið í sumar líkt og síðastliðin 30 ár. Í boði verða viku og tveggja vikna námskeið, annars vegar fyrir hádegi frá kl. 9:00 – 12:00 og hins vegar eftir hádegi frá kl. 13:00 – 16:00.
Nánari upplýsingar og skráning:
Hestasnilld
Sumarreiðnámskeið fyrir vana krakka í litlum hópum. Skemmtileg og einstaklingsmiðuð námskeið. Langir reiðtúrar og fullt af mikilvægum lærdómi fyrir áhugasama hestakrakka. Það eru 6 – 8 krakkar í hóp. Aldursviðmið eru ca. 9-16 ára, allt eftir getustigi frekar en aldrinum.
Nánari upplýsingar og skráning:
Hraðastaðir - fyrir börn sem elska dýr
Við í Húsdýragarðinum á Hraðastöðum bjóðum krökkum að koma á námskeið hjá okkur og fá að upplifa lífið í sveitinni. Námskeiðin eru í viku í senn frá mánudegi til föstudags. Annars vegar fyrir hádegi frá kl. 09:00 – 12:00 og hins vegar eftir hádegi kl. 13:00 – 16:00.
Nánari upplýsingar og skráning:
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!
Nánari upplýsingar og skráning:
Lágafellskirkja
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik í bland við fræðslu, ævintýrum, söng og fjöri. Sérstakur gestur á námskeiðunum verður töframaðurinn Einar Aron sem mætir með töfraskólann sinn og kennir krökkunum töfrabrögð.
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn. Boðið verður upp á pylsu, djús og íspartý í hádeginu á lokadegi námskeiðsins.
Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9 – 16 en safnaðarheimilið opnar kl. 8:45.
Tímabil í boði:
- Vika 1: 10. – 13. júní, 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
- Vika 2: 16. – 20. júní, 4 daga námskeið verð: 15.000 kr.
- Vika 3: 23. júní – 27. júní, verð: 18.000 kr.
- Vika 4: 18. – 22. ágúst, verð: 18.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Thelmu Rós æskulýðsfulltrúa til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.
Nánari upplýsingar og skráning:
Leik & Sprell - Söng- og leiklistarnámskeið
Leik & Sprell verður með námskeið í Mosfellsbæ 16. – 21. júní (frí 17. júní) kl. 9:00 – 12:00.
Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Öll fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur.
Fyrir allar fyrirspurnir má hafa samband á leikogsprell@gmail.com.
Skráning:
Nánari upplýsingar um námskeiðið og kennara:
Leikfélag Mosfellssveitar
Leikfélag Mosfellssveitar býður upp á leiklistarnámskeið í sumar fyrir 6-16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Kennarar sumarsins eru Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson.
Nánari upplýsingar og skráning:
Mosverjar
Ævintýranámskeið Mosverja eru skemmtileg útilífsnámskeið fyrir ævintýragjarna krakka í 1. – 4. bekk.
- Vika 1: 10. – 13. júní – 4 dagar
- Vika 2: 16. – 20. júní – 4 dagar
- Vika 3: 23. – 27. júní – 5 dagar
- Vika 4: 30. júní – 4. júlí – 5 dagar
- Vika 5: 5. – 8. ágúst – 4 dagar
- Vika 6: 11. – 15. ágúst – 5 dagar