Fjölbreytt frístundastarf er í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Þau sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.
Sumar 2023 - frístundaframboð
Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
- 12. – 16. júní
- 19. – 23. júní
- 26. – 30. júní
- 3. – 7. júlí
- 10. – 14. júlí
- 8. – 11. ágúst
- 14. – 18 ágúst
- 21. – 25. ágúst
Verð:
- Heilsadagsnámskeið: 25.000 kr.
- Hálfur dagur: 12.000 kr.
Heilsdagsnámskeið frá kl. 8-16. Samblanda af leikjum, útiveru og fimleikum.
Börnin mæta með eigið nesti.
Fer fram að Varmá.
Frekari upplýsingar hjá Bjarna yfirþjálfara: fimleikar@afturelding.is
Aldur: 6-14 ára
Tímabil:
- 12. júní – 16. júní
- 19. júní – 23. júní
- 26. júní – 30. júní
- 8. ágúst – 11. ágúst
- 14. ágúst – 18. ágúst
Verð: 9.500 kr.
Kennsla fer fram á gervigrasinu á Varmá.
Kennt er alla virka daga frá kl. 9:30 – 12:00.
Gæsla innifalin í verði frá kl. 9:00.
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu.
Leynigestir kíkja í heimsókn.
Nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: bjarki@afturelding.is
Aldur: 6-12 ára
Tímabil:
- 26. júní – 30. júní
- 8. ágúst – 11. ágúst
- 14. ágúst – 18. ágúst
Verð: 8.900 kr.
Hálfur dagur frá kl 9 – 12.
Fer fram að Varmá.
Frekari upplýsingar hjá Gunna yfirþjálfara: gunnar@afturelding.is
Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
- 6. júní – 9. júní
- 12. júní – 16. júní
- 19. júní – 23. júní
- 26. júní – 30. júní
- 8. ágúst – 11. ágúst
- 14. ágúst – 18. ágúst
Verð: 4.200 kr.
Hálfur dagur frá kl. 9 – 12.
Fer fram að Varmá.
Frekari upplýsingar hjá Sævaldi yfirþjálfarar: saebi@simnet.is
Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
- 12. – 16. júní
- 19. – 23. júní
- 26. – 30. júní
- 3. – 7. júlí
- 8. – 11. ágúst
- 14. – 18. ágúst
Verð: 18.990 kr. /14.990 kr. (stutt vika)
Námskeiðin byrja og klárast að Varmá kl. 8:30-16:00 (munum líklega ekki vera komin í Varmá fyrr en á þessum tíma).
Nesti fyrir allan daginn.
Koma með sunddót og klædd eftir veðri (verðum mest allan tímann úti).
Frekari upplýsingar hjá Hilmari yfirþjálfara sunddeildar: hilmar1494@gmail.com
Vikuleg sumarnámskeið í boði fyrir 6-15 ára.
Á námskeiðinu munum við dansa, leika, syngja og margt annað skemmtilegt. Dansarar skulu koma með æfingafatnað sem og útifatnað eftir veðri. Mikilvægt er að mæta með hollt og gott nesti. Á síðasta degi námskeiða fá dansarar kökur og góðgæti.
Dagar í boði:
- 12. – 16. júní
- 19. – 23. júní
- 17. – 21. júlí
- 24. – 28. júlí
- 31. júlí – 4. ágúst
- 7. – 11. ágúst
- 14. – 18. ágúst
Ath. að hægt er að skrá sig á fleiri en eitt námskeið
Verð: 15.900 kr.
Námskeiðið er kl. 9 – 12 yfir vikuna.
Edda Erlendsdóttir heldur námskeið í píanóleik í ágúst 2023. Námskeiðið er byggt upp sem hefðbundið klassískt hljóðfæranám í opnum einkatímum og hóptímum. Námskeiðið er ætlað píanónemendum á háskóla-, framhalds- og miðstigi. Lögð er áhersla á tækniskólun, góðan tónlistarflutning, ásamt þekkingu á mismunandi tónlistarstílum. Nemendur þjálfast í að koma fram, flytja verk fyrir framan hóp og taka tilsögn kennara. Nemendum gefst kostur á því að taka þátt í tónleikum í lok námskeiðs.
Kennari: Edda Erlendsdóttir, píanóleikari
Staðsetning: Húsnæði LHÍ í Skipholt 31, Flyglasalur
Kennslutímabil: 8. – 18. ágúst, tónleikar síðasta daginn
Verð: 50.000 kr.
Nánari upplýsingar og skráning:
Hvert námskeið er í 4 daga, mán., þri., mið. og fim. kl. 13:00 – 15:30.
Vikan kostar 3.000 kr.
Dagsetningar:
Vika 1: 26. – 29. júní
- Mán.: Íþróttadagur
- Þri.: Tie dye í Bólinu
- Mið.: Útileikir
- Fim.: Hópleikir og pulsur
Vika 2: 3. – 6. júlí
- Mán.: Boltadagur
- Þri.: Fjöruferð
- Mið.: Málum og krítum úti
- Fim.: Sundferð og ís
Vika 3: 10. – 13. júlí
- Mán.: Sundferð
- Þri.: Íþróttadagur
- Mið.: Skólahreysti
- Fim.: Vatnsstríð og pulsur
Vika 4: 17. – 20. júlí
- Mán.: Fjöruferð
- Þri.: Málum og krítum úti
- Mið.: Skólahreysti
- Fim.: Hópleikir og pizza
Vika 5: 24. – 27. júlí
- Mán.: Tie dye í Bólinu
- Þri.: Stekkjarflöt
- Mið.: Íþróttadagur
- Fim.: Sundferð og ís
Skráning fer fram á Sportabler. Þegar skráningin opnar verður sendur póstur á Mentor á alla foreldra.
Nánari upplýsingar á vinnuskoli@mos.is.
1. – 4. bekkur, fædd 2014 – 2017
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í bæði júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik, ævintýrum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Sérstakur gestur á námskeiðunum verður töframaðurinn Einar Aron sem mætir með töfraskólann sinn og kennir krökkunum töfrabrögð. Töfrandi skemmtilegt!
Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9 – 16, húsið opnar kl. 8:45.
Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.
Tímabil í boði:
- Vika 1: 12. – 16. júní (12.000 kr.)
- Vika 2: 19. – 23. júní (12.000 kr.)
- Vika 3: 26. júní – 30. júní (12.000 kr.)
- Vika 4: 14. – 18. ágúst (12.000 kr.)
Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Boga æskulýðsfulltrúa (bogi@lagafellskirkja.is) til þess að virkja afsláttinn og einnig ef einhverjar spurningar vakna.
Nánari upplýsingar og skráning:
Í sumar verða haldin Leikgleði námskeið fyrir 6 – 16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
6-8 ára (nemendur fæddir 2015-2017)
Námskeið A 12. – 16. júní
Kennt er mánudag – föstudags kl. 9:30 – 11:30. Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 16. júlí kl. 10:45.
Námskeið B 26. – 30. júní
Kennt er mánudag – föstudags kl. 9:30 – 11:30. Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 30. júní kl. 10:45.
Kennari: Elísabet Skagfjörð
Verð: 15.000 kr.
9-12 ára (Nemendur fæddir 2011-2014)
Námskeið A 12. – 22. júní
Kennt er á virkum dögum kl. 11:45 – 13:45. Námskeiðinu lýkur með sýningu fimmtudaginn 22. júní kl. 13:00.
Námskeið B 12. – 22. júní
Kennt er á virkum dögum kl. 14:15 – 16:15. Námskeiðinu lýkur með sýningu fimmtudaginn 22. júní kl. 15:30.
Námskeið C 26. júní – 7. júlí
Kennt er á virkum dögum kl. 11:45 – 13:45. Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 7. júlí kl. 13:00.
Námskeið D 26. júní – 7. júlí
Kennt er á virkum dögum kl. 14:15 – 16:15. Námskeiðinu lýkur með sýningu föstudaginn 7. júlí kl. 15:30.
13-16 ára (Nemendur fæddir 2007-2010)
Námskeið A 12. júní – 13. júlí
Kennt er á virkum dögum kl. 16:30 – 19:30. Á námskeiðinu verður settur upp söngleikurinn Shrek, sýningar 12. og 13. júlí.
Nánari upplýsingar og skráning:
Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í ýmsa leiki eins og skotbolta, fótbolta, koddaslag og klifurkeppni. Við leggjum mest upp úr hópefli, gleði og skemmtun.
Staðsetning: Námskeiðin fara fram í Skopp, Dalvegi 10-14.
Aldur: Námskeiðin eru fyrir 7-12 ára (börn fædd 2011-2016). Þeim er skipt í 7-9 ára hóp og 10-12 ára.
Tímabil: Námskeiðin eru kennd í 7 vikur, viku í senn.
- 12. – 16. júní
- 19. – 23. júní
- 26. – 30. júní
- 3. – 7. júlí
- 10. – 14. júlí
- 17. – 21. júlí
- 8. – 11. ágúst (4 dagar)
Námskeiðin eru frá kl. 9:00 – 12:00 og/eða 13:00 – 16:00. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti.
Verð: Hvert námskeið kostar 22.900 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Innifalið í námskeiðinu:
- Skopp bolur
- Skopp sokkar
- Skopp bakpoki
Öll verða leyst út með ísköldu krapi að námskeiði loknu.
Leiðbeinendur: Starfsfólk Skopp sem öll hafa reynslu af námskeiðshaldi og að vinna með börnum.