Fjölbreytt frístundastarf er í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Þau sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.
Vetur 2022 - frístundatilboð
Hefst mánudaginn 19. september í safnaðarheimilinu. Skráning er hafin!
- 10-12 ára: Mánudagar kl. 15:15-16:00
- 6-9 ára: Mánudagar kl. 16:15-17:00
Kórstjóri: Valgerður Jónsdóttir
Gjald fyrir hvora önn:
- Haustönn 2022: 8.000 kr.
- Vorönn 2023: 8.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Nánari upplýsingar og skráning:
Sumar 2022 - frístundatilboð
Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
- 13. – 16. júní
- 20. – 24. júní
- 27. júní – 1. júlí
- 4. – 8. júlí
- 2. – 5. ágúst
- 8. – 12. ágúst
- 16. – 19. ágúst
Verð:
- Heilsadagsnámskeið*: 18.000 kr. (5 dagar) og 14.400 kr. (4 dagar)
- Eftir hádegi kl. 13.00 – 16.00: 9.000 kr. (5 dagar) og 7.200 kr. (4 dagar)
*Heilsdagsnámskeið, frá kl. 8:00 – 16:00. Samblanda af leikjum, útiveru og fimleikum.
Börnin mæta með eigið nesti.
Frekari upplýsingar hjá Bjarna yfirþjálfara: fimleikar@afturelding.is
Aldur: 6-10 ára
Tímabil:
- 20. – 24. júní
- 8. – 12. ágúst
Verð: 7.900 kr
Hálfur dagur frá kl. 9:00 – 12:00. Fer fram að Varmá.
Frekari upplýsingar hjá Gunna yfirþjálfara: gunnar@afturelding.is
Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5. flokks og 4. flokks karla og kvenna fyrir sumarið 2022.
Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild. Einnig er boðið uppá markmanns akademíu fyrir markmenn þessara flokka.
Þjálfarar námskeiðsins verða Bjarki Már Sverrisson yfirþjálfari yngri flokka, Hallur Ásgeirsson þjálfari yngri flokka, auk annarra gestaþjálfara.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
- Námskeið 1: 20. – 24. júní
Gervigras Varmá kl. 09:30 – 12:00 - Námskeið 2: 8. – 12. ágúst
Gervigras Varmá kl. 09:30 – 12:00
Verð fyrir námskeið er kr. 8.500
Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki@afturelding.is
Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2008-2015.
Skóli þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum 7 til 14 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum í knattspyrnu, en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.
Fimm námskeið í boði:
- Námskeið 1: 13. – 16.júní HM-Námskeið (4 dagar)
- Námskeið 2: 20. – 24. júní (5 dagar)
- Námskeið 3: 27. júní – 1. júlí (5 dagar)
- Námskeið 4: 8. – 12. ágúst (5 dagar)
- Námskeið 5: 15. – 19. ágúst EM-Námskeið (5 dagar)
Kennsla fer fram á gervigrasinu á Varmá.
Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 – 12:00.
Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00.
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu. Leynigestir kíkja í heimsókn.
Verð fyrir hvert námskeið kr. 8.500 (5 dagar) og 7.000 (4 dagar).
Nánari upplýsingar hjá yfirþjálfara: bjarki@afturelding.is
Bókasafnið býður upp á skemmtilega smiðju í skapandi skrifum fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Ritsmiðjan verður haldin 13. – 15. júní kl. 9:30 – 12:00. Smiðjustjóri er engin önnur en Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Smiðjan er ókeypis og er allt efni innifalið.
Frekari upplýsingar um námskeiðið og hvenær skráning hefst mun birtast á vef og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 10. júní.
Eftir vel lukkað lestrartré síðasta sumar gerumst við enn metnaðarfyllri í ár og ætlum með hjálp dyggra lestrarhesta að endurskapa sjálfan Miðgarðsorminn í afgreiðslu safnsins.
Líkt og síðustu sumur efnum við til happdrættis vikulega og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með vef og Facebook-síðu safnsins í sumar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn.
Dagskrá:
- Í sumar ætlum við að endurskapa sjálfan Miðgarðsorminn í bókasafninu. Fyrir hverja lesna bók, myndasögu, hljóðbók eða tímarit í Sumarlestrinum geta þátttakendur bætt við stykki í orminn ógurlega. Við stefnum á að Miðgarðsormurinn hafi náð að hringa sig utan um afgreiðslu safnsins í lok sumars!
- Fyrir hverja bók, myndasögu, hljóðbók eða tímarit sem þátttakendur lesa í sumar geta þeir fyllt út bókaumsögn og skilað í kassa í barnadeildinni. Dregið verður úr bókaumsögnum vikulega í allt sumar og veittir vinningar.
- Við munum fagna frábæru gengi þátttakenda með uppskeruhátíð í lok sumars. Dagskrá mun birtast á heimasíðu og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!
Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Krakkar þurf að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.
Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennari hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.
Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2022:
- 13. – 16. júní (4 dagar)
- 27. júní – 1. júlí (5 dagar)
- 11. – 14. júlí (4 dagar)
- 25. – 29. júlí (5 dagar)
- 8. – 11. ágúst (4 dagar)
Námskeiðin eru kennd á milli kl. 10:00 – 14:00 á daginn. Nemendur hafa tækifæri til þess að mæta klukkan 09:00 alla daga gegn auka gjaldi, 2.000 kr fyrir alla vikuna. Við skráningu er þá hakað við að óskað sé eftir þessari auka klukkustund.
Verð á námskeiðin er 19.900 kr. (15.900 kr fyrir 4 daga námskeið og 23.900 kr fyrir 6 daga námskeið) og innifalið í námskeiðsgjaldi er:
- Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring
- Pokamerki á golfsettið
- Félagsaðild hjá GM sumarið 2020 með leikheimild á Steinarsvelli
- Æfingaboltar á æfingasvæði GM við Hlíðavöll
Systkinaafsláttur er 15%
Fyrir þau börn sem eru nú þegar félagsmenn í GM og fara á golfnámskeið er veittur 15% afsláttur.
Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 20010-2016.
Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!
Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið gretar@golfmos.is
Skráning á námskeiðin er í gegnum Sportabler og skráning hefst 1. maí
Við í Húsdýragarðinum á Hraðastöðum bjóðum krökkum að koma á námskeið hjá okkur og fá að upplifa lífið í sveitinni. Námskeiðin eru í viku í senn frá mánudegi til föstudags.
Aldurstakmark 6+
Verð á námskeiðið er 18.000 kr. fyrir vikuna (14.400 kr. fyrir 4 daga) og er boðin upp á 5% systkinaafslátt.
Námskeiðin hefjast þann 13. júní og standa til 19. ágúst.
Okkar markmið með námskeiðinu er að krakkarnir skemmti sér vel, læri að umgangast dýr og njóti þess að vera í sveitinni.
Það sem verður m.a. gert á námskeiðunum:
- Krökkunum verður kennt að umgangast dýrin og fóðra þau
- Kemba og flétta hestana
- Þau sem vilja fá að fara á hestbak
- Farið verður í leiki
Krakkarnir eru hvattir til þess að klæða sig eftir veðri þar sem námskeiðið fer mest megnis fram utandyra. Þau þurfa líka að taka með sér nesti.
Skráning fer fram með nýju móti þetta árið og verður öll skráning í gegnum heimasíðu okkar hradastadir.is
Ef koma upp einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu á hradastadir@gmail.com eða í síma 776-7087 (Linda) / 770-2361 (Nina).
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Í sumar verða haldin Leikgleði námskeið fyrir 8-17 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Nánari upplýsingar og skráning eru á leikgledi.is.
6-8 ára (nemendur fæddir 2014-2016)
- Námskeið A
27. júní – 1. júlí
Kennt er mánudag – föstudags kl. 9:45 – 11:45. - Námskeið B
4. – 8. júlí
Kennt er mánudag – föstudags kl. 9:45 – 11:45.
9-12 ára (Nemendur fæddir 2010-2013)
- Námskeið A
13. – 24. júní (frí 17. júní)
Kennt er á virkum dögum kl. 10:00 – 12:00. - Námskeið B
13. – 24. júní (frí 17. júní)
Kennt er á virkum dögum kl. 12:15 – 14:15. - Námskeið C
27. júní – 8. júlí (frí 1. júlí)
Kennt er á virkum dögum kl. 12:00 – 14:00. - Námskeið D
27. júní – 8. júlí (frí 1. júlí)
Kennt er á virkum dögum kl. 14:15 – 16:15. - Námskeið E
11. – 22. júlí (frí 15. júlí)
Kennt er á virkum dögum kl. 14:15 – 16:15.
13-17 ára (Nemendur fæddir 2005-2009)
- 27. júní – 27. júlí (frí 1. og 15. júlí)
Kennt er á virkum dögum kl. 16:30 – 19:30.
Námskeið fyrir börn í 5.-7. bekk.
Námskeiðin í sumar verða fimm talsins og eru frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 13:00 – 15:30.
Skráning fer fram á Sportabler.
Dagsetning námskeiða:
- 20. – 23. júní
- 27. – 30. júní
- 4. – 7. júlí
- 11. – 14. júlí
- 8. – 11. ágúst
Verð fyrir vikuna er 2.500 kr.
Dagsetningar | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur |
---|---|---|---|---|
20. - 23. júní | Íþróttadagur | Ratleikur | Útileikir | Sundferð og ís |
27. - 30. júní | Málum og krítum úti | Kíló | Boltadagur | Hópleikir og pizza |
4. - 7. júlí | Ratleikur | Íþróttadagur | Tie dye í Bólinu | Vatnsstríð og pulsur |
11. - 14. júlí | Fjöruferð | Málum og krítum úti | Ratleikur | Sundferð og ís |
8. - 11. ágúst | Tie dye í Bólinu | Sundferð | Íþróttadagur | Hópleikir og pulsur |
Sumarfrístund verður í boði eftirfarandi daga í júní og ágúst:
- 9. – 24. júní fyrir börn fædd 2015 – 2012
- 8. – 19. ágúst fyrir börn fædd 2016 – 2013
Mikilvægt er að þau börn sem sækja um að nýta sér sumarfrístund allan daginn komi með þrefalt nesti þar sem ekki verður boðið upp á hádegismat þessa daga.
Greitt er samkvæmt gjaldskrá um viðbótarvistun í frístundaseljum. Grunngjald fyrir hvern dag í sumarfrístund, þ.e. 8 klst. vistun er kr. 2.947,-
Veittur er 20% systkinaafsláttur ef systkin sækja námskeið í sömu viku.
Vakin er athygli á því að vetrarfrístund hefst 24. ágúst.
Síðasti skráningardagur er 1. maí. Eftir að skráning er staðfest er hún bindandi.
Leiðbeiningar:
- Skráðu þig inn á þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum
- Veldu flipann „Umsóknir“
- Veldu hlekkinn „04 Grunnskólar: Aðrar umsóknir“
- Veldu umsóknina „Sumarfrístund sumarið 2022“
- Fylltu út umsóknina og smelltu á „Senda“ hnappinn
Fyrir 6 – 9 ára krakka (1. – 4. bekkur, fædd á árinu 2013 – 2016)
Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í bæði júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik, ævintýrum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00 – 16:00, húsið opnar kl. 8:45.
Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.
Tímabil í boði:
- Vika 1: 13. – 16. júní (8.000 kr.) – 4 daga námskeið
- Vika 2: 20. – 24. júní (10.000 kr.)
- Vika 3: 27. júní – 1. júlí (10.000 kr.)
- Vika 4: 15. – 19. ágúst (10.000 kr.)
Veittur er 20% systkinaafsláttur, hafið samband við Boga æskulýðsfulltrúa (bogi@lagafellskirkja.is) til þess að virkja og einnig ef einhverjar spurningar vakna.
Dagskrá
Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, útiveru, ferðalög í nærumhverfi eða ævintýraferðir með strætó. Dæmi um dagskrá: Perlur, söngur, rugldagur, orgelsmiðja (setja saman Lego orgel og spila á), leikir í hrauninu, krítar og sápukúlur! Á lokadegi námskeiðsins verður mikið húllumhæ: hoppukastalar, soðnar pylsur á svölunum (með svala), brjóstsykursgerð og andlitsmálun.
Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í ýmsa leiki eins og skotbolta, koddaslag og klifurkeppni. Við leggjum mest uppúr hópefli, gleði og skemmtun.
Staðsetning:
Námskeiðin fara fram í Rush, Dalvegi 10-14.
Aldur:
Námskeiðin eru fyrir 7-12 ára (börn fædd 2010-2015). Þeim er skipt í 7-9 ára hóp og 10-12 ára.
Dagsetning og Tími:
Námskeiðin eru kennd í 7 vikur, viku í senn.
- 13. – 16. júní (4 dagar)
- 20. – 24. júní
- 27. júní – 1. júlí
- 4. – 8. júlí
- 11. – 15. júlí
- 2. – 5. ágúst (4 dagar)
- 8. – 12. ágúst
Námskeiðin eru frá kl. 9:00 – 12:00 og/eða 13:00 – 16:00. Iðkenndur þurfa að hafa með sér nesti.
Verð:
Hvert námskeið kostar kr. 21.900 – Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Innifalið í námskeiðinu er:
- Rush bolur
- Rush sokkar
- Rush bakpoki
Allir iðkenndur verða leystir út með ísköldu krapi að námskeiði loknu.
Leiðbeinendur:
Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Rush sem allir hafa reynslu af námskeiðshaldi og því að vinna með börnum.
Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið fyrir börn fædd 2016 í Varmárlaug og Lágafellslaug. Námskeiðið er frá 9. – 24. júní. Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.
Tvö námskeið eru haldin í Lágafellslaug:
- kl. 8:30 – 9:00
- kl. 9:00 – 9:30
Þrjú námsskeið eru haldin í Varmárlaug:
- kl. 10:00 – 10:30
- kl. 10:30 – 11:00
- kl. 11:00 – 11:30
Námskeiðsgjald er 14.000 kr. og greiðist fyrir fyrsta tíma í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Systkinaafsláttur er veittur.
Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tímann.
Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.
Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari (Hanna hafmeyja).
Nánari upplýsingar í síma 772-9406 (Svava).
Skráning fer fram á netfanginu sundnamskeid.hannaogkobbi@gmail.com. Munið eftir að taka fram nafn barns og gsm númer forráðamanns.
Teikni- og hugmyndanámskeið fyrir börn á aldrinum 9 – 13 ára.
Námskeiðið er haldið á Minna-Mosfelli 2 í Mosfellsdal.
Dagsetningar í boði:
- vika 1. 20 – 24 júní, kl. 09:00 – 12:00
- vika 2. 27 – 01 júlí, kl. 13:00 – 16:00
- vika 3. 08 – 12 ágúst, kl. 09:00 – 12:00
Námskeiðið er fyrir börn sem hafa áhuga á teikningu og/eða dýrum og skipta teiknihæfileikar engu máli, allir geta verið með. Æfingar og aðferðir eru einstaklingsmiðaðar. Kennslan fer fram á sveitabæ í Mosfellsdal í mikilli nálægð við náttúru og dýr. Allt efni og áhöld eru innifalin. Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 6 og lágmark 3. Ekki er hægt að nýta frístundaávísun á þetta námskeið.
Kennari: Sigríður Rún Kristinsdóttir, grafískur hönnuður
Skráning: siggarune@siggarune.com / 698-8965
Ævintýra- og útivistarnámskeið Mosverja sumarið 2022 eru fyrir börn 7-10 ára (sem eru að klára 1.-4. bekk).
Dagskrá stendur yfir frá kl. 10:00 til 16:00.
Hvert námskeið stendur í eina viku í senn en dagskrá námskeiðanna nær yfir tvær vikur. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að reiðhjóli og hjólahjálmi og séu fær um að hjóla.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar!
Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, skógarferð, sundferð, bátafjör á Hafravatni, baka brauð við eld og allskonar skemmtilegt.
Dagsetningar fyrir Ævintýranámskeið:
- 13. – 17. júní – ath. 4 dagar*
- 20. – 24. júní
- 4. júlí – 8. júlí
- 11. júlí – 15. júlí
- 18. – 22. júlí
- 8. – 12. ágúst
Hvar: Skátaheimilið að Álafossvegi 18
Hvenær: Námskeiðin eru frá kl. 10.00 – 16.00
Verð: Vikunámskeið kostar kr. 16.000 (*4. daga vikur á kr. 14.000)
Frekari upplýsingar á sumar@mosverjar.is
Skráning hefst 21. apríl.
Vetur 2021 - frístundatilboð
Íþróttabæklingur Aftureldingar
Afturelding leggur metnað sinn í að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun og að bjóða ungum iðkendum upp á fjölbeytt framboð af íþróttum.
Laugardaginn 11. september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju. Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 27. nóvember.
Tímasetning:
- Börn fædd 2018 – kl. 09:15-10:10
- Börn fædd 2017 – kl. 10:15-11:10
- Börn fædd 2016 – kl. 11:15-12:10
Námskeiðsgjald er kr. 12.000,-
Veittur er systkinaafsláttur.
Skráning:
- Hægt er að senda póst á netfangið, ithrottaskolinn[hja]gmail.com.
- Einnig er hægt að skrá á fésbókarsíðu Íþróttaskólans, Íþróttaskóli barnanna Afturelding.
Upplýsingar sem verða að koma fram eru nafn og kennitala barns sem og gsm númer forráðamanns/forráðamanna.
Fjölbreytni er mikil í Íþróttaskólanum. Farið er í hina ýmsu leiki, við syngjum og dönsum. Mikið unnið með bolta (kasta, grípa, drippla, blaka, sparka), badminton, grunnhreyfingar í fimleikum, styrkur, þol, fimi, þor o.fl.
Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir íþróttakennslu þar sem þau kynnast umhverfi og reglum í íþróttahúsi (búningsklefinn, starfsfólkið, röðin, agi, tillitssemi). Foreldrar taka virkan þátt með börnunum sínum.
Nánari upplýsingar:
Fésbókarsíða Íþróttaskólans (Íþróttaskóli barnanna Afturelding) eða senda fyrirspurn á ithrottaskolinn[hja]gmail.com.
Hlakka til að sjá ykkur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari og allir hinir íþróttaálfarnir í Íþróttaskólanum
Í vetur verður boðið upp á 10 vikna Leikgleði námskeið fyrir 8-16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Nánari upplýsingar og skráning eru á leikgledi.is.
Eftirfarandi námskeið verða í boði á haustönn:
8-12 ára
4. október – 30. nóvember.
Kennt er á mánudögum kl. 16:00-17:30.
13-16 ára
4. október – 30. nóvember.
Kennt er á mánudögum kl. 17:45-19:45.
Skátastarfið hefst 6. september. Félagsstarf Mosverja er á ársgrundvelli svipað og skólaárið, byrjar í september og stendur til byrjun júní.
Fundartímar:
- Drekaskátarnir í 2.- 4. bekk hittast á þriðjudögum kl. 16:30-17:30
- Fálkaskátarnir í 5.- 7. bekk hittast á þriðjudögum kl. 17:30-19:00
- Dróttskátarnir í 8.-10. bekk hittast á miðvikudögum kl. 20:00-21:30
- Rekka- og róverskátarnir sem eru í framhaldsskóla og eldri hittast á mánudögum kl. 20:00-22:00
Allar upplýsingar er að finna á Facebook síðu Mosverja. Einnig er hægt að hafa samband í netfangið mosverja[hja]@mosverjar.is.
Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast börn og ungmenni ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.
Sumar 2021 - frístundatilboð
Í boði eru 6 vikur í sumar fyrir börn fædd 2010-2015.
Námskeiðin eru í gangi frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.
Hægt að kaupa heila daga og hálfa daga, fyrir og eftir hádegi.
Tímasetningar og verð:
- 14. – 18. júní – 12.700 kr. / 6.500 kr.
- 21. – 25. júní – 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 28. júní – 2. júlí – 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 3. – 6. ágúst – 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 9. – 13. ágúst – 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 16. – 20. ágúst – 15.900 kr. / 8.200 kr.
Skráning: afturelding.felog.is
Hafa samband: fimleikar@afturelding.is
Frjálsar og Sunddeild Aftureldingar taka höndum saman í sumar og bjóða upp á heildagsnámskeið.
Frábærir þjálfara sem fylgja krökkunum allan daginn í frjálsum, sundi og leik. Börnin þurfa að koma með nesti fyrir daginn.
Námskeið í boði fyrir 1. – 4. bekk:
- 14. – 18. júní
- 21. – 25. júní
- 28. júní – 2. júlí
- 3. – 6. ágúst
- 9. – 13. ágúst
- 16. – 20. ágúst
Námskeiðin eru frá kl. 9:00-16:00.
Þjálfarar mæta kl. 8:30 til að taka á móti börnunum.
Mæting að Varmá.
Skráning: afturelding.felog.is
Fyrir alla krakka í 1. – 5. bekk. Byrjendur og lengra komin. Öll velkomin!
Námskeið í boði:
- 14. – 18. júní
- 21. – 25. júní
- 28. júní – 2. júlí
- 3. – 6. ágúst
- 9. – 13. ágúst
- 16. – 20. ágúst
Yfirþjálfari: gunnar@afturelding.is
Skráning: afturelding.felog.is
Námskeið í boði:
- 14. – 18. júní (4 dagar)
- 21. – 25. júní (5 dagar)
- 28. júní – 2. júlí (5 dagar)
- 3. – 6. ágúst (4 dagar)
- 9. – 13. ágúst (5 dagar)
Kennt alla virka daga kl. 9:30 – 12:00.
Gæsla innifalin í verði frá kl. 9:00.
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu.
Yfirþjálfari: bjarki@afturelding.is
Staðsetning: Gervigrasið að Varmá.
Skráning: afturelding.felog.is
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Námskeið í boði fyrir 1. – 4. bekk:
- 14. – 18. júní
- 21. – 25. júní
- 28. júní – 2. júlí
- 3. – 6. ágúst
- 9. – 13. ágúst
- 16. – 20. ágúst
Námskeiðin eru frá kl. 9:00 – 12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:30.
Þjálfarar taka strætó með þeim börnum sem þurfa að komast að Varmá á fimleikanámskeið eftir hádegi.
Staðsetning: Lágafellslaug.
Skráning: afturelding.felog.is
Bókasafnið býður upp á skemmtilega smiðju í skapandi skrifum fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Ritsmiðjan verður haldin 14.-16. júní kl. 13:00-15:30. Smiðjan er ókeypis og er allt efni innifalið.
Frekari upplýsingar um námskeiðið og hvenær skráning hefst mun birtast á bokmos.is og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í Bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 27. maí.
Ýmislegt verður í boði í safninu í sumar; stefnt er á að búa til stærsta lestrartré sem sést hefur í Mosfellsbæ, vikulegt happdrætti og uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.
Fylgist með á bokmos.is, og Facebook-síðu safnsins í sumar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn og þá viðburði sem verða í boði.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!
Námskeiðin henta vel fyrir öll börn, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Börnin þurfa að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt er að þau séu alltaf klædd eftir veðri.
Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennari hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.
Í sumar verður boðið upp á Leikgleði námskeið fyrir 6-16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.
Eftirfarandi námskeið verða í boði:
6-8 ára
– Námskeið A 14. – 25. júní kl. 10:00 – 11:00
– Námskeið B 28. júní – 9. júlí kl. 10:00 – 11:00
9-12 ára
– Námskeið A 14. – 25. júní kl. 11:30 – 13:30
– Námskeið B 14. – 25. júní kl. 14:00 – 16:00
– Námskeið C 28. júní – 9. júlí kl.11:30 – 13:30
– Námskeið D 28. júní – 9. júlí kl. 14:00 – 16:00
– Námskeið E 12. – 23. júlí kl. 14:00 – 16:00
13-16 ára
– 21. júní – 23. júlí kl. 16:30 – 19:30
Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára.
Dagsetningar í boði:
- 14. – 18. júní kl. 9:00 – 12:00
(4 dagar vegna frídags á þjóðhátíðardaginn 17. júní) - 21. – 25. júní kl. 9:00 – 12:00
- 28. – 2. júlí kl. 9.:00 – 12:00
Námskeiðin eru skipulögð þannig að hægt sé að fara á eitt, tvö eða öll námskeiðin.
Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar.
Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni.
Kennari: Ásdís Sigurþórsdóttir.
Verð:
- Námskeiðið 15. – 19. júní – 18.500 kr. (16 kennslustundir.)
- Námskeiðin 8. – 12. júní & 22. – 26. júní – 23.000 kr. (20 kennslustundir.)
Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 14.
Nánari upplýsingar: myndmos.is > Sumarnámskeið.
Skráning: myndmos@myndmos.is / 663-5160.
Reiðskóli Hestamenntar býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglina frá 6 – 15 ára.
Í boði eru viku og tveggja vikna námskeið frá mánudegi til föstudags, fyrir hádegi kl. 9:00 – 12:00 eða eftir hádegi kl. 13:00 – 16:00.
Námskeiðin hefjast þann 10. júní og standa til 20. ágúst.
Stubbanámskeið verður fyrir 4 – 6 ára börn vikuna 26 – 30. júlí kl. 9:00 – 12:00.
Skráning og allar nánari upplýsingar eru á hestamennt.is.
Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@hestamennt.is eða í síma 865-2809, Fredrica.
Reiðskólinn er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ.
Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í ýmsa leiki eins og skotbolta, koddaslag og klifurkeppni. Við leggjum mest upp úr hópefli, gleði og skemmtun.
Börnin þurfa að hafa með sér nesti og léttan klæðnað.
Staðsetning:
Námskeiðin fara fram í Rush, Dalvegi 10-14.
Aldur:
Námskeiðin eru fyrir 7-12 ára (börn fædd 2009-2014). Þeim er skipt í 7-9 ára hóp og 10-12 ára hóp.
Dagsetningar:
- Námskeiðsvika 1: 14. – 18. júní (frí 17. júní)
- Námskeiðsvika 2: 21. – 25. júní
- Námskeiðsvika 3: 28. júní – 2. júlí
- Námskeiðsvika 4: 5. júlí – 9. júlí
- Námskeiðsvika 5: 12. júlí – 16. júlí
- Námskeiðsvika 6: 9. – 13. ágúst
Tími:
Námskeiðin eru frá kl. 9:00 – 12:00 eða kl. 13:00 – 16:00.
Verð:
Hvert námskeið kostar 21.900 kr.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Innifalið í námskeiðinu er:
- Rush bolur
- Rush sokkar
- Rush armband
- Viðurkenningarskjal
- Ískrap
Leiðbeinendur:
Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Rush sem allir hafa reynslu af námskeiðshaldi og því að vinna með börnum.
Skráning: namskeid@rushiceland.is
Vinsamlega gefið upp eftirfarandi í tölvupóstinum:
- Námskeiðsviku/dagsetningar
- Tíma (9:00-12:00 eða 13:00-16:00)
- Nafn barns
- Fæðingardagur barns- Nafn foreldris/forráðamanns
- Netfant foreldris/forráðamanns
- Símanúmer foreldris/forráðamanns
- Kennitala greiðanda
Ef annað þarf að koma fram þá vinsamlegast setjið það með í póstinn
Hefst mánudaginn 14. júní.
Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.
Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.
Börnin þurfa að koma með nesti (2xkaffi + hádegismatur) og hlífðarföt að heiman.
Dagskrá og skipulag:
- 14. – 18. júní: Námskeið 1
- 21. – 25. júní: Námskeið 2
- 28. júní – 2. júlí: Námskeið 3
- 5. – 9. júlí: Námskeið 4
- 12. – 16. júlí: Námskeið 5
- 19. – 23. júlí: Námskeið 6
- 9. – 13. ágúst: Námskeið 7
Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Vinsamlega athugið að námskeið geta fallið niður ef að næg þátttaka næst ekki.
Skráning og verð:
- Öll námskeiðin verða í Lágafellsskóla og fer skráning fram á mosfellsbaer.felog.is.
- Hvert námskeið kostar kr. 12.500.
- Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu.
Morgun- og síðdegisgæsla:
Boðið er upp á morgungæslu kl. 08:00-09:00 og síðdegisgæslu kl. 16:00-17:00, ef nægur fjöldi næst. Auka klst. (08:00-09:00 og 16:00-17:00) 350 kr/klst.
Nánari upplýsingar:
Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn, kristinnitom[hja]mos.is.
Börn sem þurfa stuðning:
Við bendum foreldrum barna sem þurfa stuðning á að sækja um tímanlega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum. Sendið póst á kristinnitom@mos.is með helstu upplýsingum.
Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið fyrir börn fædd 2015 í Varmárlaug og Lágafellslaug. Námskeiðin eru frá 10. – 25. júní. Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.
Tvö námskeiðin eru haldin í Lágafellslaug. Fyrra námskeiðið hefst kl. 8:30 – 9:00 og seinna námsskeiðið hefst kl. 9:00 – 9:30.
Námsskeiðin í Varmárlaug eru þrjú: kl. 10:00 – 10:30, 10:30 – 11:00 og 11:00 – 11:30.
Námskeiðsgjald er 12.000. kr og greiðist fyrir fyrsta tíma í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Systkinaafsláttur er veittur. Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tímann.
Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.
Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari ( Hanna hafmeyja).
Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754 eða 772-9406 (Svava).
Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á netfangið sundnamskeid.hannaogkobbi[hja]gmail.com. Munið eftir að taka fram nafn barns og gsm númer forráðamanns.
Ævintýra- og útivistarnámskeið Mosverja sumarið 2021 eru fyrir börn 7-10 ára (sem eru að klára 1.-4. bekk).
Skráning hefst 22. apríl og fer fram á skatar.felog.is.
Hvert námskeið stendur í eina viku í senn en dagskrá námskeiðanna nær yfir tvær vikur. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að reiðhjóli og hjólahjálmi og séu fær um að hjóla.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar!
Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, fjallganga, skógarferð, sundferð, baka brauð við eld og allskonar skemmtilegt.
Dagsetningar fyrir Ævintýranámskeið:
- 14. – 18. júní (ath. 4 dagar*)
- 21. – 24. júní
- 28. júní – 2. júlí
- 12. júlí – 16. júlí
- 19. – 23. júlí
- 9. – 13. ágúst
- 16. – 20. ágúst
Vikunámskeið kostar 15.000 kr (*4. daga vikur á 13.000 kr.)
Hvar? Skátaheimilið að Álafossvegi 18.
Hvenær? Námskeiðin eru frá kl. 10:00-16:00.
Frekari upplýsingar: sumar@mosverjar.is