Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar veit­ir ár­lega við­ur­kenn­ingu til ein­stak­lings, fyr­ir­tæk­is, stofn­un­ar eða fé­lags fyr­ir vel unn­in störf að jafn­rétt­is­mál­um í sam­ræmi við jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.

Íbú­um gefst kost­ur á að senda inn til­nefn­ing­ar um þá ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki, stofn­un og fé­lag sem þeim finnst koma til greina.


2021 - Hinseg­in klúbb­ur Bóls­ins

Hinseg­in klúbb­ur fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Bóls­ins var stofn­að­ur árið 2019 og er vett­vang­ur þar sem öll geta ver­ið þau sjálf og veita þátt­tak­end­um færi á að fræð­ast frek­ar um hinseg­in mál­efni.

Hinseg­in klúbbur­inn er fyr­ir alla krakka á aldr­in­um 13-18 ára en öll áhuga­söm um hinseg­in mál­efni eru vel­komin og geta tek­ið þátt í þeim við­burð­um sem haldn­ir eru hverju sinni. Starf­semi klúbbs­ins er kær­komin við­bót í flóru fé­lags­starfs í Mos­fells­bæ en þar er með­al ann­ars stað­ið fyr­ir fjöl­breyttri fræðslu, m.a. kyn­fræðslu og hafa sam­tök eins og #Sjúkást og Eitt líf kom­ið í heim­sókn.

Loks vinn­ur hinseg­in klúbb­ur Bóls­ins að því að brjóta nið­ur stað­al­mynd­ir kynj­anna og vinn­ur mark­visst að fram­gangi jafn­rétt­is og gegn kyn­bundnu of­beldi, kyn­ferð­is­legu of­beldi og áreitni.

Með við­ur­kenn­ing­unni vill lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar fagna fjöl­breyti­leik­an­um og við­ur­kenna þörf­ina fyr­ir ör­ugg­an vett­vang fyr­ir hinseg­in ung­menni. Mik­il­vægt er að tryggja að við öll sem búum í Mos­fells­bæ njót­um sömu mann­rétt­inda óháð kyni, kyn­hneigð­ar, kyn­vit­und­ar, kyntján­ing­ar eða kyn­ein­kenna.

Hinsegin klúbbur Bólsins hlýtur jafnréttisviðurkenninguna 2021

Una Hild­ar­dótt­ir formað­ur lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar, Katla Jón­as­dótt­ir um­sjón­ar­mað­ur Hinseg­in klúbbs­ins og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri.


Fyrri jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar


Jafn­rétt­is­mál hjá Mos­fells­bæ

Í þessu mynd­bandi er far­ið yfir áhersl­ur í mála­flokki jafn­rétt­is­mála hjá Mos­fells­bæ, en rík áhersla er lögð á að unn­ið sé að jafn­rétti jöfn­um hönd­um í öll­um verk­efn­um og stefnu­mót­andi áhersl­um sveit­ar­fé­lags­ins. Jafn­rétt­is­mál sveit­ar­fé­lags­ins eru kynnt og brýn­ustu verk­efn­un­um gert hátt und­ir höfði.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00