Ungmennafélagið Afturelding hlaut jafnréttisviðurkenningu Mosfellbæjar 2011.
Félagið hlaut viðurkenninguna fyrir að búa til og innleiða jafnréttisáætlun fyrir félagið og fylgjast þannig markvisst með stöðu jafnréttismála hjá félaginu bæði hvað varðar starfsfólk og iðkendur.
Viðurkenningin var afhent félaginu á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar þann 19. september 2011 í Hlégarði.