Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Verk­taka­fyr­ir­tæk­ið Afltak í Mos­fells­bæ er hand­hafi jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar 2018. Afltak hef­ur ráð­ið kon­ur til starfa sem hefð­bund­ið hef­ur ver­ið lit­ið á sem karl­manns­störf auk þess að hvetja kven­kyns starfs­menn til iðn­náms. Í dag starfa fjór­ar kon­ur hjá Afltaki og þrjár þeirra eru fag­lærð­ir húsa­smið­ir. Þá legg­ur Afltak mikla áherslu á að veita kon­um og körl­um jöfn tæki­færi og sömu laun fyr­ir sömu störf.

Með við­ur­kenn­ing­unni vill fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja fyr­ir­tæki í Mos­fells­bæ til að fylgja góðu for­dæmi Afltaks og byggja und­ir vit­und­ar­vakn­ingu og auka um­ræðu um jafn­rétti kynj­anna.

Eig­end­ur Afltaks eru hjón­in Krist­ín Ýr Pálm­ars­dótt­ir og Jón­as Bjarni Árna­son og er fyr­ir­tæk­ið stað­sett að Völu­teigi 1.

Við­ur­kenn­ing­in var veitt á Jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar þann 21. sept­em­ber 2018.