Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hild­ur Pét­urs­dótt­ir og Ás­dís Vals­dótt­ir kenn­ar­ar við Lága­fells­skóla hlutu Jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2014 fyr­ir frum­kvöðl­astarf í kennslu í kynja­fræði á grunn­skóla­stigi. Þær hafa boð­ið upp á valáfanga í kynja­fræði á ung­linga­stigi bæði í Lága­fells­skóla og Varmár­skóla.

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar af­henti þeim við­ur­kenn­ing­una í morg­un. Með við­ur­kenn­ing­unni vill Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja kenn­ara hjá Mos­fells­bæ áfram til góðra verka í tengsl­um við jafn­rétt­is­fræðslu til barna og ung­linga.