Hildur Pétursdóttir og Ásdís Valsdóttir kennarar við Lágafellsskóla hlutu Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2014 fyrir frumkvöðlastarf í kennslu í kynjafræði á grunnskólastigi. Þær hafa boðið upp á valáfanga í kynjafræði á unglingastigi bæði í Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Kolbrún Þorsteinsdóttir formaður fjölskyldunefndar afhenti þeim viðurkenninguna í morgun. Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja kennara hjá Mosfellsbæ áfram til góðra verka í tengslum við jafnréttisfræðslu til barna og unglinga.