Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bú­setukjarn­inn í Þver­holti 19 hlýt­ur jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2015 fyr­ir að vinna mark­visst að því að hafa jöfn kynja­hlut­föll í starfs­manna­hópn­um.

Hólm­fríð­ur Dögg Ein­ars­dótt­ir veit­ir bú­setukjarn­an­um for­stöðu en hún hef­ur lagt sig sér­stak­lega fram við að aug­lýsa eft­ir og leita að hæf­um karl­mönn­um til starfa. Nú er svo kom­ið að jöfn kynja­hlut­föll hafa ver­ið í starfs­manna­hópi bú­setukjarn­ans í Þver­holti síð­ast­lið­ið eitt og hálft ár og því ber að fagna.

Með við­ur­kenn­ing­unni vill Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja for­stöðu­menn hjá Mos­fells­bæ áfram til góðra verka í tengsl­um við jafn­rétt­is­mál.