Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2020 hlýt­ur Mos­fell­ing­ur­inn Jewells Cham­bers.

1) Jewells Cham­bers tek­ur við jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2020.
2) Mika­el Rafn Stein­gríms­son vara­formað­ur lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Jewells Cham­bers og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri.

Jewells er fædd og upp­al­in í Brooklyn í New York en flutti hing­að til Ís­lands árið 2016. Hún er gift Gunn­ari Erni Ing­ólfs­syni og búa þau sam­an hér í Mos­fells­bæ. Jewells er verk­fræð­ing­ur að mennt frá Rens­sela­er Polytechnic Institute og starf­ar sjálf­stætt í dag.

Vek­ur at­hygli á kyn­þátta­hyggju og for­dóm­um

Jewells hef­ur vak­ið at­hygli á kyn­þátta­hyggju og for­dóm­um sem byggjast á hör­unds­lit fólks hér á Ís­landi. Hún hef­ur með­al ann­ars tek­ið áhuga­verð við­töl við ein­stak­linga sem eru af er­lendu bergi brotn­ir, þar sem upp­lif­un af því hvern­ig það er að til­heyra minni­hluta­hópi á Ís­landi er lýst. Til að mynda vakti YouTu­be mynd­band þar sem hún og Tabitha Laker deila upp­lif­un sinni af því hvern­ig er að vera þeldökk­ur ein­stak­ling­ur á Ís­landi mikla at­hygli á með­al al­menn­ings.

Jewells er afar virk á sam­fé­lags­miðl­um (In­sta­gram, YouTu­be og Face­book) þar sem hún veit­ir inn­sýn inn í líf fólks af er­lend­um upp­runa auk þess sem hún er með podcast­ið All Things Ice­land. Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að fylgjast með öllu því áhuga­verða sem hún er að gera.

Upp­byggi­legt og rétt­látt sam­fé­lag fyr­ir alla

Mos­fells­bær fagn­ar fjöl­breyti­leik­an­um og legg­ur áherslu á að stuðla að upp­byggi­legu og rétt­látu sam­fé­lagi fyr­ir alla, óháð upp­runa. Með við­ur­kenn­ing­unni vill lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja íbúa Mos­fells­bæj­ar sem og aðra til að gera slíkt hið sama.

Ger­um jafn­rétt­is­mál­um hátt und­ir höfði og ver­um með­vit­uð um að koma fram við alla af virð­ingu, já­kvæðni og um­hyggju. Jewells sýn­ir að­dá­un­ar­verða fram­sækni og fram­lag henn­ar til okk­ar sam­fé­lags er mjög mik­il­vægt

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00