Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2016 hlaut Félagsmiðstöðin Ból fyrir að vinna markvisst að því að starfið höfði jafnt til stúlkna og drengja. Í Bólinu eru til dæmis kyngreindar aðsóknartölur og brugðist við ef jafna þarf kynjahlutfall tengt aðsókn. Auk þess er ráðið inn starfsfólk með tilliti til þess að halda jöfnu kynjahlutfalli.