Jólapappír og flugeldasorp
Í kjölfar jóla og áramóta fellur til mikið magn af ýmiskonar sorpi sem ekki fellur til dags daglega, s.s. jólapappír og skoteldaúrgangur.
Breytingar í bæjarstjórn á nýju ári
Bæjarstjórn hélt sinn síðasta fund á árinu í gær miðvikudaginn 19.desember. Fundurinn var jafnframt síðasti fundur Herdísar Sigurjónsdóttur. Herdís hefur óskað eftir lausn frá störfum sínum fyrir Mosfellsbæ og mun hverfa til annarra starfa fyrir VSÓ ráðgjöf þar sem hún hefur unnið síðustu misseri. Herdís var fyrst kjörin í bæjarstjórn árið 1998 og hefur því setið í bæjarstjórn í rúm 14 ár. Hún hefur setið í mörgum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Mosfellsbæ á þessum tíma. Starfsfólk Mosfellsbæjar þakkar Herdísi fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Um áramót mun Kolbrún G. Þorsteinsdóttir taka sæti Herdísar í bæjarstjórn .
Brennur um áramót og á þrettándanum
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna í Ullarnesbrekkum.
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2012
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2012 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn24. janúar 2012 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Jólaball Mosfellsbæjar í Hlégarði 29. desember 2012
Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégarði laugardaginn 29. desember kl. 16-18.
Nýr hjóla- og göngustígur tengir Mosfellsbæ og Reykjavík
Hjólafólk gladdist innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra.
Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla 13. desember 2012
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla fimmtudaginn 13. desember kl. 18:00.
Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar 2013
Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
Guðrún Ólafsdóttir komin í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2
Guðrún Ólafsdóttir 15 ára nemandi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar á nú lag sem komið er í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2.Hún leikur lagið ásamt hljómsveitinni White Signal og Gradualekór Langholtskirkju. Hljómsveitin White Signal hóf starfssemi sína í hornstofu tónlistarskólans sumarið 2011 og muna margir bæjarbúar eftir þessari hljómsveit sem æfði allan daginn þetta sumar.
3 deiliskipulagstillögur - endurauglýsing
Deiliskipulagsbreytingar varðandi Brúnás í Helgafellshverfi og Braut í Mosfellsdal, og deiliskipulag frístundalóðar vestur af Silungatjörn.
Í kvöld er frítt inn á leik Aftureldingar í N1 deild karla í handbolta
Afturelding tekur á móti Akureyri í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld, fimmtudaginn 13. desember, kl. 18.00.
Jólatónleikar í Lágafellskirkju 17. desember 2012
C sveit Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða með jólatónleikar í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 17. desember og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Formleg opnun hjóla- og göngustígs milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verður opnaður formlega föstudaginn 14. desember kl. 12:14 við Skógræktina í Hamrahlíð.
Opnun sýningar - Pixlar í Listasal Mosfellsbæjar
Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2012
Hátíðlegir jólatónleikar verða haldnir í Lágafellskirkju og í Listasal Mosfellsbæjar.
Tónleikar söngnemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar
Tónleikar söngnemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar, verða í Kaffihúsinu Álafossi fimmtudaginn 6. des. Ljúf jólalög ásamt öðrum lögum. Yndislegt að kaupa sér eins og einn kakóbolla og hlusta á framtíðar söngstjörnur úr Mosfellsbænum. Tónleikarnir hefjast kl 19 og standa í u.þ.b. 45 mín. Frítt inn.
Diddú og drengirnir - Aðventutónleikar í Mosfellskirkju 10. desember 2012
Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásarasextett halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju.
Kynningarfundur um friðlýsingu Álafoss og Tungufoss 11. desember 2012
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2012
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá laugardeginum 8. desember til jóla.
Gaman Saman á aðventunni.
Aðventan er tími til að njóta samveru. Saman hópurinn hefur gert dagatal með einföldum hugmyndum að samveru.