Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. desember 2012

Mos­fells­bær boð­ar til op­ins kynn­ing­ar­fund­ar um frið­lýs­ingu fossa í Mos­fells­bæ, þriðju­dag­inn 11. des­em­ber kl. 17:00 á Kaffi­hús­inu Ála­fossi.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 9. ág­úst síð­ast­lið­inn að vinna að frið­lýs­ingu fossa í Mos­fells­bæ, þar á með­al Ála­foss í Varmá og Tungu­foss í Köldu­kvísl.

Mark­mið­ið með frið­lýs­ing­unni er að tryggja vernd mik­il­vægra nátt­úru­m­inja í Mos­fells­bæ og um leið gott að­gengi al­menn­ings til að njóta þeirra nátt­úru­gæða. Er þetta í sam­ræmi við að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar og þau markmið sem sett eru fram í stefnu­mót­un bæj­ar­ins um sjálf­bært sam­fé­lag þar sem stefnt skal að frek­ari frið­lýs­ingu svæða og nátt­úru­fyr­ir­bæra í sveit­ar­fé­lag­inu.

Verndaráætlun og af­mörk­un svæð­anna eru unn­ar í góðu sam­ráði við alla hags­muna­að­ila, s.s. Um­hverf­is­stofn­un, um­hverf­is­ráðu­neyt­ið og land­eig­end­ur. Land­svæð­in sem falla und­ir frið­lýs­ingu Ála­foss og Tungu­foss eru í eigu Mos­fells­bæj­ar en bæj­ar­yf­ir­völd telja mik­il­vægt að kynna fyr­ir­hug­aða frið­lýs­ingu fyr­ir næstu ná­grönn­um foss­anna svo og öðr­um sem áhuga hafa á mál­inu.

Mos­fells­bær býð­ur því til op­ins kynn­ing­ar­fund­ar um frið­lýs­ingu Ála­foss og Tungu­foss. 

Fund­ur­inn er öll­um op­inn og eru íbú­ar í Ála­fosskvos og Leir­vogstungu boðn­ir sér­stak­lega vel­komn­ir og hvatt­ir til að mæta.

Á fund­in­um munu full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar og Um­hverf­is­stofn­un­ar kynna fyr­ir­hug­aða frið­lýs­ingu og svara fyr­ir­spurn­um.

Boð­ið verð­ur upp á kaffi og te.

Með kveðju,
Bjarki Bjarna­son, formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar
Tóm­as G. Gíslason, um­hverf­is­stjóri Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00