Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásarasextett halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju.
Efnisskráin er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög.
Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstakur tónlistarviðburður í menningarlífi Mosfellsbæjar í hartnær tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og raddar.
Margir Mosfellingar auk annarra hafa árvisst sótt litlu sveitakirkjuna í Mosfellsdal heim að þessu tilefni enda eru tónleikarnir í Mosfellskirkju á jólaföstu orðnir ómissandi hluti af undirbúningi fyrir helgihald jóla.
Hljóðfæraleikarar eru Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, sem leika á klarinettur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson sem leika á horn og á fagott leika Brjánn Ingason og Björn Árnason.
Miðasala verður í Bæjarskrifstofum í Mosfellsbæ í þjónustuveri á 2. hæð. Þar er hægt að kaupa miða í forsölu en einnig er hægt að greiða miðana símleiðis. Vinsamlega hafið samband við Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 þar sem miðasala fer fram og allar aðrar upplýsingar um miðasöluna eru veittar.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar