Mosfellsbær og handknattleiksdeild Aftureldingar standa fyrir brennunni sem kveikt verður í kl. 20:30, flugeldasýning hefst skömmu síðar eftir að kveikt er í brennunni.
Á þrettándanum, sunnudagskvöldið 6. janúar, kl.18:00 verður svo hin árlega þrettándabrenna þar sem jólin verða kvödd.
Mosverjar leiða blysför sem leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18:00. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Álafosskórsins auk þess sem Grýla og Leppalúði verða á svæðinu með sitt hyski. Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.
Athugið að öll meðferð skotelda á svæðinu er bönnuð.
Næg bílastæði við Þverholt og Kjarna.
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Tveimur farsælum samráðsfundum lokið