Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2012

Nýr hjóla- og göngu­stíg­ur milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur verð­ur opn­að­ur form­lega föstu­dag­inn 14. des­em­ber kl. 12:14 við Skóg­rækt­ina í Hamra­hlíð.

Borg­ar­stjóri, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og vega­mála­stjóri opna stíg­inn. Boð­ið er upp á heitt kakó og sam­lok­ur í Hamra­hlíð við Vest­ur­landsveg á svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar frá kl. 12:00.

Fríð­ur flokk­ur hjóla­fólks mun fagna þess­um áfanga og hjóla með klingj­andi bjöllu­hljómi eft­ir stígn­um. Í þeim hópi er fólk sem stund­ar hjól­reið­ar allt árið og stíg­ur­inn því hin besta jóla­gjöf. Stíg­ur­inn er mik­il sam­göngu­bót fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur og mun án efa styðja við heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ.

Öll vel­komin.

Fjöl­miðl­ar eru einn­ig vel­komn­ir til þess­ar­ar stuttu at­hafn­ar á nýj­um stíg.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00