Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verður opnaður formlega föstudaginn 14. desember kl. 12:14 við Skógræktina í Hamrahlíð.
Borgarstjóri, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og vegamálastjóri opna stíginn. Boðið er upp á heitt kakó og samlokur í Hamrahlíð við Vesturlandsveg á svæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar frá kl. 12:00.
Fríður flokkur hjólafólks mun fagna þessum áfanga og hjóla með klingjandi bjölluhljómi eftir stígnum. Í þeim hópi er fólk sem stundar hjólreiðar allt árið og stígurinn því hin besta jólagjöf. Stígurinn er mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og mun án efa styðja við heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.
Öll velkomin.
Fjölmiðlar eru einnig velkomnir til þessarar stuttu athafnar á nýjum stíg.
Tengt efni
Næturstrætó hefur aftur akstur til Mosfellsbæjar
Helgina 25. – 27. ágúst 2023 mun næturstrætó hefja akstur til Mosfellsbæjar á leið 106.
Rafskútur Hopp komnar í Mosfellsbæ
Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Tilkynning vegna hjáleiðar Strætó á sumardaginn fyrsta
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl fer skrúðganga frá Þverholti um Skeiðholt og Skólabraut.