Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. janúar 2013

Í kjöl­far jóla og ára­móta fell­ur til mik­ið magn af ým­is­kon­ar sorpi sem ekki fell­ur til dags dag­lega, s.s. jólapapp­ír og skotelda­úr­gang­ur.

Ekki er alltaf skýrt hvað má fara í bláu end­ur­vinnslutunn­una sem nú stend­ur við hvert heim­ili. All­ur jólapapp­ír og papp­írsúr­gang­ur utan af leik­föng­um og jóla­gjöf­um má fara í bláu end­ur­vinnslutunn­una.  Ef um mik­ið magn er að ræða má einn­ig fara með papp­ír­inn í papp­írs­gáma á end­ur­vinnslu­stöð Sorpu bs. við Blíðu­bakka.

Úr­gang­ur frá skoteld­um, t.d. brunn­ar skottert­ur, má hins veg­ar ekki setja  í bláu end­ur­vinnslutunn­un­ar, þótt um sé að ræða úr­g­ang úr pappa.  Í skoteld­um get­ur ver­ið eft­ir tals­vert magn af púðri og öðr­um óæski­leg­um efn­um sem ekki mega fara í papp­ír­send­ur­vinnslu.  Slík­an úr­g­ang ber því að setja í al­mennt sorp, eða skila beint á end­ur­vinnslu­stöðv­ar Sorpu bs. ef um mik­ið magn er að ræða. Gæta þarf þess að ekki sé um ósprungna skotelda að ræða en þeim skal skila í spilli­efna­mót­töku á end­ur­vinnslu­stöðv­um Sorpu bs.

Íbú­ar eru einn­ig hvatt­ir til að hreinsa upp leif­ar af skoteld­um í sínu nán­asta um­hverfi en starfs­menn þjón­ustumið­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar munu einn­ig koma að hreins­un eft­ir því sem kost­ur er.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00