Allir vita hve mikilvægt er að hreyfa sig. Hollt mataræði og regluleg hreyfing skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska. Í vetur verður nóg framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ. Minnum við einnig á að nýta frístundaávísun en Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með framlagi að upphæð 18.000 kr. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.