Innritun í tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar
Innritun nemenda fyrir skólaárið 2020-2021 er hafin. Sendur hefur verið tölvupóstur á alla núverandi nemendur skólans vegna staðfestingar á námi næsta skólaár. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. maí.
Jarðskjálfti á Reykjanesi
Íbúar hvattir til að huga að því hvernig gengið er frá innanstokksmunum.
Tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ boðin út
Útboð Vegagerðarinnar á tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ var auglýst á vef Vegagerðarinnar þann 8. apríl 2020.
Mosfellsbær veitir stofnframlög til kaupa eða bygginga á almennum íbúðum 2020
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög.
Lagnaframkvæmdir við Skarhólabraut hindra umferð
Framkvæmdir standa nú yfir við vatnslögn í Skarhólamýri þar sem verið er að tengja nýjan vatnstank á svæðinu.
Gul viðvörun í dag, sunnudaginn 5. apríl 2020
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag, sunnudaginn 5. apríl.
Opnun útboðs - "Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur"
Þann 3. apríl 2020 voru opnuð tilboð í verkið „Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur“.
Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar hefst eftir páska
Nemendum í 8. – 10.bekk grunnskóla Mosfellsbæjar stendur að vanda til boða að starfa við Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2020.
Lækkun gjalda, greiðslufrestir veittir og hætt við hækkanir
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar var áætlun um aðgerðir til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa af COVID-19 samþykkt einróma.
Rafmagnslaust við Aðaltún, Lækjartún, Melgerði og Lágafellskirkju í dag
Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust við Aðaltún 6-26, Lækjartún 1-13, Melgerði og Lágafellskirkju í dag, fimmtudaginn 2. apríl, kl. 9:00-11:00.
Heilræði á tímum kórónuveiru
Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Tillaga um frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði
Sveitarfélögin Mosfellsbær, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Seltjarnarnes munu leggja fram tillögu, í bæjarráðum eða bæjarstjórnum sveitarfélaganna í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
Strætó minnkar akstur vegna Covid-19
Mosfellsbær vekur athygli á að Strætó mun draga úr þjónustu og minnka akstur í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19.
Rafmagnslaust við Aðaltún, Lækjartún, Melgerði og Lágafellskirkju þann 2. apríl 2020
Vegna vinnu við dreifikerfi verður rafmagnslaust við Aðaltún 6-26, Lækjartún 1-13, Melgerði og Lágafellskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 9:00-11:00.
Skilum flokkuðu plasti á grenndar- eða endurvinnslustöðvar
Íbúar eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í pokum frá heimilisúrgangi á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ vegna tímabundinnar lokunar á vindflokkunarbúnaði Sorpu bs. sem hefur séð um flokkun á plasti í pokum úr almennu sorpi. Ástæðan er vegna mögulegra smithættu af völdum Covid-19 veirunnar. Þetta fyrirkomulag verður þar til ákvörðun hefur verið tekin um annað.
Rafmagnslaust við Hlíðartún 1-11 og 2-12 þann 31. mars 2020
Vegna vinnu við dreifikerfið verður rafmagnslaust við við Hlíðartún 1-11 og 2-12 þriðjudaginn 31. mars kl. 09:00-13:00.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Breytt aðkoma við Varmárskóla
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga um samræmt fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila á höfuðborgarsvæðinu
Á fundi stjórnar Samtaka Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þann 23. mars ákvað stjórn að leggja til við aðildarsveitarfélögin samræmdar tillögur er varða fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila er koma til vegna Covid-19 veiru faraldsins.
Mikilvæg ábending frá Veitum: Blautklútar stífla lagnir
Blautklútar, hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar, eiga heima í ruslinu. Svo virðist sem magn slíkra klúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og hefur það skapað mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk.
Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað
Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað eftir hertari reglur um samkomur.