Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. apríl 2020

Opið er fyr­ir um­sókn­ir um stofn­fram­lög.

Um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út 22. apríl 2020. Um­sókn­ir skulu send­ar inn í gegn­um Íbúagátt Mo­fells­bæj­ar.

Ein­göngu er heim­ilt að veita stofn­fram­lög til eft­ir­tal­inna að­ila:

  1. Hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­ana skv. lög­um um al­menn­ar íbúð­ir.
  2. Sveit­ar­fé­laga og lög­að­ila sem eru al­far­ið í eigu Mos­fells­bæj­ar.
  3. Lög­að­ila sem voru starf­andi fyr­ir gildis­töku laga um al­menn­ar íbúð­ir og upp­fylltu skil­yrði til að fá lán frá Hús­næð­is og mann­virkja­stofn­un skv. þá­gild­andi 37. gr. laga nr. 44/1998 um hús­næð­is­mál.
  4. Ann­arra lög­að­ila sem ráð­herra hef­ur heim­ilað að verði veitt stofn­fram­lag enda séu þeir ekki rekn­ir í hagn­að­ar­skyni og það sam­ræm­ist til­gangi og mark­mið­um laga um al­menn­ar íbúð­ir.

Ein­göngu heim­ilt að veita stofn­fram­lög til um­sækj­enda sem hafa uppi áform um bygg­ingu að kaup á íbúð­ar­hús­næði sem ætlað er leigj­end­um sem eru und­ir þeim tekju- og eigna­mörk­um sem til­greind eru í 10. gr. laga nr. 52/2016, 10. gr. um al­menn­ar íbúð­ir.

Mos­fells­bær veit­ir ein­ung­is stofn­fram­lög vegna áforma sem eru í sam­ræmi við markmið Mos­fells­bæj­ar um hús­næð­is­upp­bygg­ingu / hús­næð­isáætlun að teknu til­liti til þarf­ar slíks hús­næð­is í sveit­ar­fé­lag­inu.

Um­sókn­um skal skilað á ra­f­rænu formi í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Með um­sókn skal skila upp­lýs­ing­um og gögn­um í sam­ræmi við regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stofn­fram­lög.

For­senda fyr­ir veit­ingu stofn­fram­lags Mos­fells­bæj­ar er að Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un veiti um­sækj­anda jafn­framt stofn­fram­lag rík­is­ins inn­an sex mán­aða frá sam­þykki á um­sókn um stofn­fram­lag. Ákvörð­un um veit­ingu stofn­fram­lags Mos­fells­bæj­ar fell­ur nið­ur án til­kynn­ing­ar ef þetta skil­yrði er ekki upp­fyllt.

Um­sækj­end­ur um stofn­fram­lög Mos­fells­bæj­ar skulu því einn­ig sækja um stofn­fram­lög rík­is­ins hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un. Stað­fest­ing frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un um að um­sókn hafi jafn­framt borist stofn­un­inni skal berast eigi síð­ar en 7 dög­um eft­ir að aug­lýst­ur um­sókn­ar­frest­ur Mos­fells­bæj­ar renn­ur út. Ber­ist stað­fest­ing­in ekki inn­an þess tíma er heim­ilt að synja um­sókn.

Við af­greiðslu um­sókna skal m.a. lagt mat á eft­ir­far­andi at­riði:

  1. Hvort um­sókn um stofn­fram­lag sam­ræm­ist ákvæð­um laga og reglu­gerða um veit­ingu stofn­fram­laga.
  2. Hvort verk­efn­ið rúm­ist inn­an fjár­heim­ilda skv. fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og hvort áhrif veit­ing­ar stofn­fram­laga á rekst­ur, efna­hag og sjóð­streymi Mos­fells­bæj­ar sé í sam­ræmi við for­send­ur áætl­un­ar.
  3. Hvort það hús­næði sem á að byggja eða kaupa telj­ist hag­kvæmt og upp­fylli þarf­ir íbúa þann­ig að ásætt­an­legt sé.
  4. Hvort þörf er á leigu­hús­næði af þeirri stærð og gerð og í því hverfi sem hús­næð­ið er stað­sett fyr­ir þann hóp sem hús­næð­inu er ætlað að þjóna.
  5. Hvort áætlað leigu­verð sé í sam­ræmi við greiðslu­getu vænt­an­legs leigj­enda­hóp.
  6. Hvort fjár­mögn­un út­gjalda vegna verk­efn­is­ins, m.a. vegna fram­kvæmda, rekstr­ar, reglu­legs við­halds, end­ur­bóta og end­ur­greiðslu lána og stofn­fram­laga, sé traust og hvort fjár­mögn­un hafi ver­ið tryggð með full­nægj­andi hætti.
  7. Hvort fyr­ir­liggj­andi gögn, s.s. áætlun um stofn­virði, við­skipta­áætlun og áætlað leigu­verð, séu traust og raun­hæf og hvort lík­legt sé að þess­ar áætlan­ir gangi eft­ir.
  8. Hvort um­sókn sam­ræm­ist að öðru leyti til­gangi og mark­miði laga og hús­næð­isáætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar.

Heim­ilt er að taka mið af efna­hags­leg­um að­stæð­um í sam­fé­lag­inu og áhrif­um bygg­ing­ar­starf­semi á sam­fé­lag­ið og hag­kerf­ið.

Mos­fells­bær áskil­ur sér rétt til að hafna öll­um um­sókn­um.

Um­sókn­ar­frest­ur um stofn­fram­lög renn­ur út 22. apríl 2020.

Heim­ilt er að synja um­sókn hafi nauð­syn­leg gögn ekki borist inn­an aug­lýsts um­sókn­ar­frests.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00