Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. apríl 2020

    Út­boð Vega­gerð­ar­inn­ar á tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga í Mos­fells­bæ var aug­lýst á vef Vega­gerð­ar­inn­ar þann 8. apríl 2020.

    Út­boð Vega­gerð­ar­inn­ar á tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga í Mos­fells­bæ var aug­lýst á vef Vega­gerð­ar­inn­ar þann 8. apríl 2020.

    Verk­efn­ið er sam­starfs­verk­efni Vega­gerð­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar og fel­ur í sér mikl­ar sam­göngu­bæt­ur fyr­ir bæði íbúa Mos­fells­bæj­ar og þá sem eru á norð­ur eða vest­ur­leið.

    Til­boð í fram­kvæmd­ina verða opn­uð þann 5. maí og er gert ráð fyr­ir að verk­inu verði lok­ið þann 1. des­em­ber 2020.

    Áður hafði bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar um kostn­að­ar­skipt­ingu og end­an­lega kostn­að­ar­áætlun verks­ins.

    Verk­efn­ið felst í að breikka veg­svæð­ið á kafl­an­um milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga, koma þar fyr­ir fjór­um ak­rein­um og að­skilja akst­urs­stefn­ur með vegriði. Vegakafl­inn er 1,1 km. að lengd og hef­ur reynst flösku­háls þeg­ar um­ferð er mik­il en við fram­kvæmd­ina eykst jafn­framt um­ferðarör­yggi til muna. Sam­hliða verða byggð­ir hljóð­varn­ar­vegg­ir, hljóð­man­ir, bið­stöð fyr­ir Strætó og til­heyr­andi teng­ing­ar við stíga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

    „Með breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar í gegn­um Mos­fells­bæ verð­ur brátt úr sög­unni einn mesti flösku­háls­inn á þjóð­vegi eitt. Lang­ar rað­ir sem myndast hafa í átt að Mos­fells­bæ á álags­tím­um heyra þá sög­unni til. Þessi fram­kvæmd hef­ur ver­ið bar­áttu­mál okk­ar Mos­fell­inga í mörg ár og því er er einkar ánægju­legt að af henni verði nú.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00