Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. apríl 2020

    Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar var áætlun um að­gerð­ir til að koma til móts við íbúa og fyr­ir­tæki vegna efna­hags­legra áhrifa af COVID-19 sam­þykkt ein­róma.

    – Við­spyrna bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar vegna COVID-19

    Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar var áætlun um að­gerð­ir til að koma til móts við íbúa og fyr­ir­tæki vegna efna­hags­legra áhrifa af COVID-19 sam­þykkt ein­róma.

    Áður hafði ver­ið sam­þykkt að gjöld vegna leik­skóla, grunn­skóla og frí­stund­ar verði lækk­uð, felld nið­ur eða leið­rétt í sam­ræmi við skerð­ingu þjón­ustu vegna af­leið­inga af COVID-19.

    Gjald­dög­um fast­eigna­skatta og fast­eigna­gjalda árs­ins verð­ur fjölgað til að létta mán­að­ar­lega greiðslu­byrði íbúa og fyr­ir­tækja til þess að létta und­ir með þeim að­il­um sem nú þeg­ar hafa fund­ið fyr­ir eða munu finna fyr­ir tekju­falli vegna þeirra efna­hags­að­stæðna sem nú ríkja. Þann­ig verð­ur eng­inn gjald­dagi fast­eigna­gjalda í apríl og fyr­ir­tæki geta frestað allt að fjór­um gjald­dög­um.

    Þá verða verð­lags­hækk­an­ir þjón­ustu­gjalda sem áttu að taka gildi 1. ág­úst frestað fram á næsta ár. Áður hafði ver­ið ákveð­ið að lækka leik­skóla­gjöld um 5% þann 1. ág­úst sem er hluti af stefnu bæj­ar­ins um lækk­un leik­skóla­gjalda á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili.

    Við­halds­fram­kvæmd­um árs­ins í stofn­un­um bæj­ar­ins verð­ur flýtt með­al ann­ars með því að nýta það svigrúm til fram­kvæmda sem myndast við tak­mark­aða starf­semi stofn­ana í sam­komu­banni.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar legg­ur jafn­framt áherslu á að ná samn­ing­um við rík­ið um að flýta brýn­um fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um og má þar nefna stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra, sam­göngu­fram­kvæmd­ir eins og breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar og mik­il­væg­ar vega­bæt­ur á Þing­valla­vegi til að auka ör­yggi veg­far­enda. Þess­ar fram­kvæmd­ir hafa ver­ið í und­ir­bún­ingi síð­ustu miss­eri og unnt að ráð­ast í þær með skömm­um fyr­ir­vara.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00