Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að núverandi starfsmannastæði eru látin halda sér og hringakstursleið/sleppistæði norðan Skólavegar við íþrótta- og leiksvæði eru tekin út. Bílastæðum fjölgar því frá því sem var í gildandi deiliskipulagi. Breytt fyrirkomulag er á biðstöðvum almenningsvagna og aðkomutorgs skilgreint. Sleppistæði sunnan Skólavegar eru tekin út.
Gildandi deiliskipulag var staðfest 24. mars 2014 og önnur ákvæði þess verða óbreytt.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 24. mars 2020 til og með 8. maí 2020, svo þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Uppdráttur eru einnig birtir á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 8. maí 2020.
24. mars 2020
Fh. Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: