Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2020

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við vatns­lögn í Skar­hóla­mýri þar sem ver­ið er að tengja nýj­an vatnst­ank á svæð­inu.

Fram­kvæmd­irn­ar valda því að um­ferð, bæði ak­andi og gang­andi veg­far­enda, um Skar­hóla­braut raskast tölu­vert. Með­an á fram­kvæmd­um stend­ur er gat­an lok­uð miðja vegu, við bíla­stæði við stik­aða göngu­leið og gegnu­makst­ur því ekki mögu­leg­ur.

Einn­ig er um­ferð gang­andi veg­far­enda ekki mögu­leg á ör­ugg­an máta á með­an fram­kvæmd­um stend­ur, þar sem ekki er óhætt að fara yfir vinnusvæð­ið og hjá­leið­ir ekki greið­fær­ar. Þeim sem vilja ganga á Úlfars­fell frá Skar­hóla­braut er ráðlagt að koma vest­an meg­in að bíla­stæð­inu. Að­koma að bíla­stæð­inu að aust­an er ekki mögu­leg þar sem skurð­ir og vinnu­vél­ar hindra að­komu. Þeir sem vilja koma aust­an meg­in geta þó nýtt sér reiðstíg til úti­vist­ar og göngu á Úlfars­fell.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki mið­viku­dag­inn 8. apríl og því ættu að­stæð­ur að vera komn­ar í fyrra horf fyr­ir páskafrí­ið og um­ferð og úti­vist aft­ur mögu­leg án hindr­ana.

Beðist er vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta get­ur haft í för með sér.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00