Fossar friðlýstir í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á hátíðarfundi þann 9.ágúst síðastliðinn að leggja til friðlýsingu fossa í tilefni af 25 ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar. Þeir fossar sem lagt var til að friðlýsa voru Álafoss, Tungufoss og Helgufoss. Í gær á Degi umhverfisins, skrifuðu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss.
Sumardagurinn fyrsti 2013
Þrátt fyrir slyddu og snjó verður haldið upp á komu sumars með skrúðgöngu og skemmtun á lóð Lágafellskóla í dag.
Stofnfundur samtaka ferðaþjónustuaðila
Stofnfundur samtaka ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 17. Kæru félagar í ferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Eins og fram kom á síðasta fundi var almennur áhugi fyrir því að stofnuð yrðu samtök ferðaþjónustuaðila í bænum. Stofnfundur verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 17:00 á 1. hæð í Kjarna og eru allir velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Mosfellsbær tekur þátt í Hjólað í vinnuna 2013
Nú er að hefjast heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir nú í ellefta sinn dagana 8. – 28. maí 2013.
Málmtækninám í Borgarholtskóla
Í vetur hafa 9 nemendur úr Varmárskóla, 3 stúlkur og 6 piltar, sótt valnámskeið í borgarholtsskóla. Þeir hafa mætt einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn. Nemendurnir hafa smíðað ýmsa hluti s.s. litla verkfærakistu úr áli, sett saman rafrás, logsoðið, smíðað og lóðað saman bát, smíðað kertastjaka með því að nota tölfustýrða fræsivél og skorið ýmsa hluti út með því að nota tölfustýrða plasmaskurðarvél.
Ný lögreglustöð sem sinnir einnig Mosfellsbæ
Mosfellingum nú sinnt frá Grafarholti. Ný lögreglustöð hefur verið opnuð á Vínlandsleið 2-4 í Grafarholti í Reykjavík en þaðan er sinnt verkefnum í Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Á lögreglustöðinni eru bæði almennt svið þar sem útköllum er sinnt á sólarhringsvöktum og rannsóknarsvið.
3. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní 2013
Að þessu sinni verður 3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið dagana 7. – 9. júní 2013 í Vík í Mýrdal.
Ný og endurbætt aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara að Eirhömrum
Fimmtudaginn 18. apríl var tekin í notkun þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.
Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Sköpun í skólastarfi.
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 var opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á síðasta opna húsi þessa vetrar höfum við fengið Ásu Björk Snorradóttur myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.
Friðlýsing fossa á degi umhverfisins
Skrifað verður undir friðlýsingu Álafoss og Tungufoss við hátíðlega athöfn í Álafosskvos á Degi umhverfisins þann 25. apríl. Þar munu Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar undirrita friðlýsingu fossanna og nærumhverfis semer samtals 2,8 hektarar að stærð.
Sumarnámskeið í Mosfellsbæ 2013
Fjölbreytt afþreying verður í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ í sumar.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 23. apríl 2013
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða í Langholtskirkju 23. apríl.
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar starfræktur í sumar
Eins og undanfarin ár verður starfræktur gæsluvöllur í sumar.
Góð staða Mosfellsbæjar - Ársreikningur 2012
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 var lagður fram í bæjarráði í dag og honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Haldinn verður opinn kynningarfundur* um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, kl 16:30, þann 18. apríl í Salnum Kópavogi. Kynntar verða tillögur að breytingum sem tilkomnar eru vegna yfirstandandi endurskoðunar aðildarsveitarfélaga á aðalskipulagi. Kynning þessi fer fram áður en breytingartillögur eru teknar til afgreiðslu hjá svæðisskipulagsnefnd og sveitarstjórnum.
Þátttaka í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar 2013
Auglýst er til umsóknar fyrir ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar að taka þátt í unglingaverkefni norrænna vinabæja Mosfellsbæjar.
Góður árangur nemenda Varmárskóla
Stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla fór fram í byrjun mars sl.
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2013
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2013.
Bikarúrslitahelgi – Meistaraflokkur kvenna í blaki í Laugardalshöllinni
Bikarúrslit í blaki kvenna og karla verður leikin í Laugadalshöllinni um helgina og þar munu Aftureldingskonur leika við Þrótt Neskaupsstað í undanúrslitum á laugardaginn 23. Mars kl. 18:00. Það lið sem ber sigur úr býtum mun leika til úrslita um bikarmeistaratitilinn á sunnudeginum. Hvetjum alla Mosfellinga til að koma og styðja við bakið á stelpunum okkar !