Mosfellsbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2013.
Sækja skal um í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar. Þau ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ.
Annars vegar er um að ræða hefðbundin sumarstörf fyrir 18 ára og eldri, þar sem meðal annars er um að ræða störf flokksstjóra í Vinnuskóla og garðyrkjudeild, störf sundlaugavarða og störf í íþrótta- og tómstundaskóla. Ráðið verður í þessi störf út frá fyrirfram ákveðnum hæfnikröfum sem eru settar fram á vef Mosfellsbæjar.
Hins vegar er um að ræða sumarátaksstörf sem eru ætluð fólki á aldrinum 17 til 20 ára. Þessi störf eru meðal annars störf á leikskólum og í garðyrkju, sem og hjá ýmsum félagasamtökum í bænum. Gert er ráð fyrir að hver einstaklingur í sumarátaksstarfi fái vinnu í samtals 120 klukkustundir á fjögurra til sex vikna tímabili.
Tengt efni
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2024 - Umsóknarfrestur er til og með 13. mars
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2024
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2023 - Umsóknarfrestur til og með 13. mars
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.