Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða í Langholtskirkju 23. apríl.
Þar koma fram hljóðfæraleikarar á aldrinum 9 – 19 ára. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og skemmtileg.
Elsti hópur hljómsveitarinnar er á leiðinni til Danmerkur dagana 7. – 14. júní n.k. Hópurinn mun einnig leika við hátíðarhöld Sumardagsins fyrsta í Lágafellsskóla kl. 13:30 og verða með „Flóamarkað“ til fjáröflunar ferðinni.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.