Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2012
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2012 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn24. janúar 2012 kl. 19:00. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Jólaball Mosfellsbæjar í Hlégarði 29. desember 2012
Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégarði laugardaginn 29. desember kl. 16-18.
Nýr hjóla- og göngustígur tengir Mosfellsbæ og Reykjavík
Hjólafólk gladdist innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra.
Jólatónleikar Skólakórs Varmárskóla 13. desember 2012
Skólakór Varmárskóla verður með jólatónleika í sal Varmárskóla fimmtudaginn 13. desember kl. 18:00.
Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar 2013
Opnunartími bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
Guðrún Ólafsdóttir komin í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2
Guðrún Ólafsdóttir 15 ára nemandi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar á nú lag sem komið er í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2.Hún leikur lagið ásamt hljómsveitinni White Signal og Gradualekór Langholtskirkju. Hljómsveitin White Signal hóf starfssemi sína í hornstofu tónlistarskólans sumarið 2011 og muna margir bæjarbúar eftir þessari hljómsveit sem æfði allan daginn þetta sumar.
3 deiliskipulagstillögur - endurauglýsing
Deiliskipulagsbreytingar varðandi Brúnás í Helgafellshverfi og Braut í Mosfellsdal, og deiliskipulag frístundalóðar vestur af Silungatjörn.
Í kvöld er frítt inn á leik Aftureldingar í N1 deild karla í handbolta
Afturelding tekur á móti Akureyri í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í kvöld, fimmtudaginn 13. desember, kl. 18.00.
Jólatónleikar í Lágafellskirkju 17. desember 2012
C sveit Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða með jólatónleikar í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 17. desember og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Formleg opnun hjóla- og göngustígs milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur verður opnaður formlega föstudaginn 14. desember kl. 12:14 við Skógræktina í Hamrahlíð.
Opnun sýningar - Pixlar í Listasal Mosfellsbæjar
Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2012
Hátíðlegir jólatónleikar verða haldnir í Lágafellskirkju og í Listasal Mosfellsbæjar.
Tónleikar söngnemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar
Tónleikar söngnemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar, verða í Kaffihúsinu Álafossi fimmtudaginn 6. des. Ljúf jólalög ásamt öðrum lögum. Yndislegt að kaupa sér eins og einn kakóbolla og hlusta á framtíðar söngstjörnur úr Mosfellsbænum. Tónleikarnir hefjast kl 19 og standa í u.þ.b. 45 mín. Frítt inn.
Diddú og drengirnir - Aðventutónleikar í Mosfellskirkju 10. desember 2012
Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásarasextett halda sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju.
Kynningarfundur um friðlýsingu Álafoss og Tungufoss
Mosfellsbær boðar til opins kynningarfundar um friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 11. desember kl. 17 á Kaffihúsinu Álafossi. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 9. ágúst síðastliðinn að vinna að friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, þar á meðal Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2012
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar opnar í Hamrahlíð við Vesturlandsveg frá laugardeginum 8. desember til jóla.
Gaman Saman á aðventunni.
Aðventan er tími til að njóta samveru. Saman hópurinn hefur gert dagatal með einföldum hugmyndum að samveru.
Málþing í Hlégarði um málefni eldra fólks 6. desember 2012
Fimmtudaginn 6.desember fer fram málþing í Hlégarði um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi undir yfirskriftinni Í kör? – Nei takk!
Íslandsmet í sundi
Karen Axelsdóttir setti íslandsmet í flokki S2 á Íslandsmóti ÍF í Ásvallalaug, laugardaginn 24. nóvember sl. Nýtt met hennar var 01:55,94 en fyrra met hennar var 2:00,08 en það var sett í mars á sl. ári. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu úr Íþróttafélaginu Ösp og sýnir vel hvað hún tekur stórstígum framförum. Karen, sem er Mosfellingur, æfir bæði í Lágafellslaug og í Laugardalslauginni.
Mosfellsbær lækkar lóðaverð og býður fjármögnun
Á blaðamannafundi í dag, fimmtudaginn 28.nóvember, kynnti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri átak í sölu atvinnulóða í Mosfellsbæ. Á fundinum kynnti Teitur Gústafsson innkaupastjóri hjá Ístak einnig lóðir á Tungumelum sem Ístak hefur til sölu. Við þetta tilefni lýsti Teitur yfir ánægju starfsfólks Ístaks er með veru sína hérna í bænum en eins og flestum er kunnugt þá flutti Ístak höfuðstöðvar sínar í Mosfellsbæ fyrr á árinu.