Fimmtudaginn 6.desember fer fram málþing í Hlégarði um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi undir yfirskriftinni Í kör? – Nei takk!
Málþingið er haldið af Samtökum félagsmálastjóra á Íslandi og fundarstjóri er Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri Mosfellsbæjar. Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra ávarpar fundinn en dagskráin er fjölbreytt og áhugaverð.