Karen Axelsdóttir setti íslandsmet í flokki S2 á Íslandsmóti ÍF í Ásvallalaug, laugardaginn 24. nóvember sl. Nýtt met hennar var 01:55,94 en fyrra met hennar var 2:00,08 en það var sett í mars á sl. ári. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu úr Íþróttafélaginu Ösp og sýnir vel hvað hún tekur stórstígum framförum.
Karen, sem er Mosfellingur, æfir bæði í Lágafellslaug og í Laugardalslauginni.
Karen Axelsdóttir setti íslandsmet í flokki S2 á Íslandsmóti ÍF í Ásvallalaug, laugardaginn 24. nóvember sl. Nýtt met hennar var 01:55,94 en fyrra met hennar var 2:00,08 en það var sett í mars á sl. ári. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu úr Íþróttafélaginu Ösp og sýnir vel hvað hún tekur stórstígum framförum.
Karen, sem er Mosfellingur, æfir bæði í Lágafellslaug og í Laugardalslauginni.