Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. janúar 2024

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 11. janú­ar var sam­þykkt áfram­hald­andi sam­st­arf við verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land.

Í kjöl­far út­tekt­ar á veg­um verk­efn­is­ins á op­in­ber­um bygg­ing­um í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið ákveð­ið að setja upp 47 rampa við 17 bygg­ing­ar. Römp­um í Mos­fells­bæ fjölg­ar ört og með þess­ari við­bót verða þeir orðn­ir rúm­lega 130 tals­ins.

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýsti yfir sér­stakri ánægju sinni með frum­kvæði verk­efn­is­ins Römp­um upp Ís­land varð­andi að­gengi allra að op­in­ber­um stöð­um á Ís­landi. Í bók­un bæj­ar­ráðs sagði með­al ann­ars að ljóst væri að gríð­ar­legs átaks væri þörf í ís­lensku sam­fé­lagi og því fagni bæj­ar­ráð sér­stak­lega þeirri sam­fé­lags­legu sýn sem ábyrgð­ar­að­il­ar verk­efn­is­ins hafa. Enn­frem­ur þakk­aði bæj­ar­ráð fyr­ir út­tekt og fyr­ir­hug­aða rampa við op­in­ber­ar bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ.

Römp­um upp Ís­land stefn­ir að því að byggja 1.500 rampa á Ís­landi fyr­ir 11. mars 2025 í þágu hreyfi­haml­aðra. Að verk­efn­inu koma marg­ir styrk­ar­að­il­ar, þeirra á með­al: Ueno, Öss­ur, Deloitte, Brand­en­burg, Aton.JL, Lex lög­manns­stofa, BM Vallá, Icelanda­ir, Ork­an, ÞG Verk, Sjálfs­björg, ÖBÍ, Reykja­vík­ur­borg og Inn­viða­ráðu­neyt­ið.

Hild­ur Haf­bergs­dótt­ir að­geng­is­full­trúi Mos­fells­bæj­ar er tengi­lið­ur við verk­efn­ið og stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar varð­andi að­geng­is­mál. At­huga­semd­ir og fyr­ir­spurn­ir varð­andi að­geng­is­mál í Mos­fells­bæ má senda á hana á hild­urh@mos.is.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00