Stofnaður hefur verið stýrihópur með það að markmiði að endurskoða Varmársvæðið og móta skýra sýn á uppbyggingu á svæðinu til næstu 15 ára.
Markmiðið er að sú vinna nýtist til að styrkja almenningsíþróttir, íþróttastarf Aftureldingar, bæta útivistaraðstöðu fyrir nemendur í aðliggjandi skólum og almennt auka gæði svæðisins fyrir íbúa Mosfellsbæjar.
Stýrihópinn skipa kjörnir fulltrúar, embættismenn og fulltrúar Aftureldingar og þá verður samstarf og ráðgjöf fengin frá íþróttafélögum í Mosfellsbæ, ungmennaráði, notendaráði um málefni fatlaðs fólks, félagi eldri borgara í Mosfellsbæ, skólasamfélaginu í Varmárskóla og Kvíslarskóla og frá öðrum hagsmunaaðilum.
Stýrihópurinn hefur það hlutverk að kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til:
- Skipulagslegra þátta
- Þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára sem taki tillit til uppbyggingarþarfar íþróttastarfs, framtíðar uppbyggingar á íþróttastarfi í Blikastaðalandi
- Endurskoðun á þarfagreiningu Eflu frá árinu 2021 á á þjónustubyggingu og bæta við hana skoðun á sundlaugarbyggingu og öðrum rýmum sem þarfagreining Eflu tók ekki til
- Samráðs við helstu hagaðila þ.m.t. börn og ungmenni
- Kostnaðarmats á valkostum með tilliti til uppbyggingar svæðisins og fjármögnunar þar sem skoðaðar verði mögulegar leiðir til tekjuöflunar á svæðinu
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi sem felur í sér endurskoðun á fyrirliggjandi þarfagreiningu hefjist strax og þeirri vinnu verði lokið1. apríl 2024. Í öðrum áfanga sem einnig hefst strax er unnið að framtíðarsýn vegna íþróttauppbyggingar í Mosfellsbæ og heildarsýn á uppbyggingu á Varmársvæðinu og er gert ráð fyrir að þeim áfangi verði lokið 1. október 2024.
Stýrihópinn skipa:
Bæjarfulltrúar: Halla Karen Kristjánsdóttir og Valdimar Birgisson og Erla Edvardsdóttir til vara. Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir til vara.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsumála, Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs auk íþróttafulltrúa menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Fulltrúi Aftureldingar: Birna Kristín Jónsdóttir formaður og til vara Grétar Eggertsson framkvæmdastjóri.
Verkefnisstjórar eru: Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir skrifstofustjóri umbóta og þróunar og Sif Sturludóttir leiðtogi upplýsingastjórnunar.
Mynd frá hægri til vinstri: Jóhanna B. Hansen, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Birna Kristín Jónsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Sif Sturludóttir, Ásgeir Sveinsson, Valdimar Birgisson og Arnar Jónsson.
Tengt efni
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn
Ungmennaráð Mosfellsbæjar er vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 13-25 ára í Mosfellsbæ.
Samkomulag um vinnu við deiliskipulag vegna stækkunar golfvallar
Skýrsla um þarfagreiningu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá lögð fyrir bæjarráð
Stýrihópur um endurskoðun þarfagreiningar fyrir þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá hefur skilað af sér skýrslu sem var lögð fyrir bæjarráð 18. apríl 2024.