Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Íþróttafólk ársins í Mosfellsbæ 2023 eru:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrnukona úr Breiðablik og Þorsteinn Leó Gunnarsson handknattleiksmaður í meistaraflokki karla í Aftureldingu.
Afrekslið Mosfellsbæjar 2023: Meistaraflokkur karla í handbolta úr ungmennafélaginu Aftureldingu.
Þjálfari ársins: Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla.
Sjálfboðaliði ársins: Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar.
Starfsfólk Mosfellsbæjar og kjörnir fulltrúar óska öllum sem hlutu viðurkenningu og verðlaun innilega til hamingju.
Efri mynd:
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrnukona úr Breiðablik, Þorsteinn Leó Gunnarsson handknattleiksmaður í meistaraflokki karla í Aftureldingu og Erla Edvardsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar.
Neðri mynd:
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Birna Kristín Jónsdóttir formaður Aftureldingar og Erla Edvardsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar.
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023 - Hægt að senda inn tilnefningar til 24. nóvember
Hægt er að senda inn tilnefningar til 24. nóvember.