Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. janúar 2024

Til­nefn­ing­ar voru 21 og eins og áður gafst bæj­ar­bú­um kost­ur á, ásamt íþrótta- og tóm­stunda­nefnd, að kjósa úr hópi til­nefndra íþrótta­fólk árs­ins 2023. Á sama tíma var þjálf­ari, lið og sjálf­boða­liði árs­ins heiðr­uð.

Íþrótta­fólk árs­ins í Mos­fells­bæ 2023 eru:

Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir knatt­spyrnu­kona úr Breiða­blik og Þor­steinn Leó Gunn­ars­son hand­knatt­leiks­mað­ur í meist­ara­flokki karla í Aft­ur­eld­ingu.

Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2023: Meist­ara­flokk­ur karla í hand­bolta úr ung­menna­fé­lag­inu Aft­ur­eld­ingu.

Þjálf­ari árs­ins: Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari meist­ara­flokks karla.

Sjálf­boða­liði árs­ins: Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar.

Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og kjörn­ir full­trú­ar óska öll­um sem hlutu við­ur­kenn­ingu og verð­laun inni­lega til ham­ingju.


Efri mynd:
Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir knatt­spyrnu­kona úr Breiða­blik, Þor­steinn Leó Gunn­ars­son hand­knatt­leiks­mað­ur í meist­ara­flokki karla í Aft­ur­eld­ingu og Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

Neðri mynd:
Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar og Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00