Skíðaganga nýtur aukinna vinsælda og því hefur Mosfellsbær hafið samstarf við fyrirtækið Icebike Adventures sem staðið hefur fyrir lagningu skíðagönguspora undir heitinu Sporið um að leggja skíðagöngubrautir í Mosfellsbæ.
Brautirnar eru tvær, önnur í kringum Hafravatn og hin á Blikastöðum. Bæjarráð samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum fyrr í janúar og er um tilraunaverkefni að ræða.
Markmiðið er að auðvelda aðgengi íbúa að skíðagöngubrautum í heimabyggð.
Vonast er til að hægt verði að leggja þessar brautir út febrúar og hugsanlega lengur en það fer eftir snjóalögum. Upplýsingar um brautirnar verða birtar á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar.
Skíðagöngubraut á Blikstöðum verður endursporuð og tilbúin um kl. 16:00 í dag 30. janúar.
Ljósmynd: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Magne Kvam forsvarsmaður Sporsins og Jóhanna B. Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
1) Braut á Blikastöðum
2) Braut við Hafravatn