Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu - Hægt að senda athugasemdir til 3. febrúar 2014
Tvær skipulagstillögur: Varmárskólasvæði og Tunguvegur
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, og í tengslum við hana tillaga að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar við gatnamót Skólabrautar.
Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum, sambyggðum einingum. Athugasemdafrestur til 8. ágúst 2013.
Varmárskólasvæði, verkefnislýsing deiliskipulags
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð Varmárskóla og næsta nágrenni.
Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan gerir ráð fyrir að reiðvegur meðfram Tunguvegi færist vestur fyrir veginn og legu Tunguvegar verði hnikað til, auk ýmissa minni breytinga varðandi húsgerðir o.fl. Athugasemdafrestur er til 18. júní.
Ný skólalóð sunnan Þrastarhöfða - verkefnislýsing deiliskipulags
Kynning á verkefnislýsingu deiliskipulags skv. 40. gr. skipulagslaga. Um er að ræða áform um að setja allt að 8 færanlegar kennslustofur á lóð næst Baugshlíð sunnan Þrastarhöfða. Ábendingar varðandi verkefnislýsinguna berist fyrir 19. apríl.
Almennur kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagi vegna færanlegra kennslustofa
Fer fram í Lágafellsskóla mánudaginn 15. apríl kl. 20:00.
Stórikriki 29-37, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillaga um að breyta 5 einbýlislóðum í parhúsalóðir. Athugasemdafrestur er til og með 26. apríl 2013
29.12.2010: Tillögur að breytingum á aðal- og svæðisskipulagi: Heilbrigðisstofnun og hótel í Sólvallalandi
Um er að ræða óverulega breytingu á svæðisskipulagi, sem fær málsmeðferð skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga, en breyting á aðalskipulagi fær málsmeðferð skv. 1. mgr. 21. gr. Athugasemdafrestur er til og með 9. febrúar 2011.
5.1.2011: Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Stækkun skipulagssvæðis að Vesturlandsvegi, lega tengigötu inn í hverfið, lóð fyrir leikskóla til bráðabirgða o.fl. Athugasemdafrestur til 16. febrúar 2011.
Tillaga að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og umhverfisskýrsla
Aðalskipulag tekur til alls sveitarfélagsins og felur í sér stefnumörkun bæjarstjórnar varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Hér erum að ræða heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags, en tímabil þess var 2002-2024. Athugasemdafrestur er til 2. apríl 2013.