Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. desember 2013

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með sam­kvæmt 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu sem sam­þykkt var 28.3.2007 og síð­ast breytt 29.8.2013. Til­lag­an tek­ur til hluta af svæði 4, þ.e. til­tek­inna lóða við aust­ur­hluta Voga­tungu, og einn­ar rað­húsa­lengju við Laxa­tungu á svæði 3.

Meg­in­breyt­ing sam­kvæmt til­lög­unni er sú, að hús­gerð­ir breyt­ast frá því að vera tveggja hæða rað- og par­hús í einn­ar hæð­ar hús. Íbúð­um fækk­ar við þetta um tvær frá gild­andi skipu­lagi, úr 50 íbúðum í 48, byggingarreitir stækka í flestum tilvikum og á nokkrum stöðum stækka lóðir á kostnað opinna svæða.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mos­fells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 3. febrúar 2014.

18. desember 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00