Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Eig­end­ur fast­eigna og hand­haf­ar leigu­lóða í Mos­fells­bæ geta sótt um end­ur­nýj­un lóða­leigu­samn­inga á þeim svæð­um þar sem samn­ing­ar eru út­runn­ir. End­ur­nýj­að­ir samn­ing­ar fyr­ir íbúð­ar­hús eru gerð­ir til 1. júlí 2075. Árs­leiga á lóð­um er reikn­uð í hlut­falli við fast­eigna­mat lóð­ar og er inn­heimt með fast­eigna­gjöld­um.

Lóð­ar­leigu­samn­ing­ar eru end­ur­nýj­að­ir þeg­ar eldri samn­ing­ur er út­runn­inn, eða þeg­ar sex mán­uð­ir eða minna eru eft­ir af gild­is­tíma hans. Nýir lóð­ar­leigu­samn­ing­ar vegna ný­út­hlut­aðra lóða eru gerð­ir hjá skipu­lags­full­trúa á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar. Að jafn­aði er um að ræða þrjú ein­tök, eitt fyr­ir eig­anda, eitt fyr­ir sýslu­mann og eitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

Al­mennt eru um­sókn­ir sett­ar í af­greiðslu­fer­il inn­an 5 virkra daga, lóð­ar­hafi/um­sækj­andi fær til­kynn­ingu í tölvu­pósti þeg­ar lóð­ar­leigu­samn­ing­ur er til­bú­inn til und­ir­rit­un­ar á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar. Lóð­ar­haf­ar (all­ir þing­lýst­ir eig­end­ur fast­eigna á við­kom­andi lóð) und­ir­rita öll ein­tök í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar.

Leigutaki ber ábyrgð á þing­lýs­ingu samn­ings þessa og greið­ir jafn­framt kostn­að við þing­lýs­ingu hans. Lóð­ar­hafi fer með tvö ein­tök í þing­lýs­ingu hjá sýslu­manni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Í þeim til­vik­um þar sem kaup­samn­ingi hef­ur ver­ið þing­lýst, og lóð­ar­leigu­samn­ing­ur er út­runn­inn, þurfa bæði kaup­andi og selj­andi að skrifa und­ir lóð­ar­leigu­samn­ing­inn.

Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um á svæð­um þar sem fyr­ir­hug­að­ar eru skipu­lags­breyt­ing­ar get­ur Mos­fells­bær hafn­að um­sókn um end­ur­nýj­un, eða gef­ið út samn­ing til styttri tíma.

Greidd eru gjöld af stofns­kjala­gerð nýs samn­ings í sam­ræmi við sam­þykkta gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar hverju sinni:

5. gr.
L) Skjala­gerð/lóða­leigu­samn­ing­ar (hver lóð) – 28.100 kr.

Gjaldskrá

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00