Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Stað­fest hef­ur ver­ið reglu­gerð um merki fast­eigna sem sett er á grund­velli laga nr. 74/2022 um breyt­ingu á lög­um um skrán­ingu, merki og mat fast­eigna nr. 6/2001. Skyld­ar hún eig­enda fast­eigna til þess að láta gera merki um fast­eign­ir sín­ar. Í því felst að liggi ekki fyr­ir þing­lýst og glögg merki eða skýr af­mörk­un í sam­ræmi við gild­andi lög er af­mörk­un fór fram þá beri eig­end­um að gera merkjalýs­ingu um fast­eign­ir sín­ar.

Með hug­tak­inu fast­eign er átt við um öll lönd og lóð­ir hvort sem er í dreif­býli eða þétt­býli.

Eig­end­um ber að við­halda merkj­um fast­eigna sinna og láta gera nýja merkjalýs­ingu í hvert sinn sem ný fast­eign er stofn­uð eða þeg­ar breyt­ing­ar verða á merkj­um fast­eign­ar s.s. með upp­skipt­ingu eða þeg­ar hún er sam­ein­uð ann­arri. Í nýju reglu­gerð­inni er fjallað um merkjalýs­ing­ar, til­gang þeirra, efni og hvern­ig þær skulu út­bún­ar. Þá kem­ur fram á hvaða gögn­um þær skulu byggja og hvern­ig þær skulu sam­þykkt­ar. Þar eru upp­lýs­ing­ar um hvern­ig skuli skrá stærð fast­eigna á grund­velli merkjalýs­inga, sér­stak­lega með til­liti til þess þeg­ar eign­ir eiga land að vatni eða sjó eða þeg­ar fast­eign fylg­ir eign­ar­hlut­deild í óskiptu landi. Er þar einn­ig fjallað um mæl­ing­ar landa og lóða og hvaða kröf­ur merki þurfi að upp­fylla til þess að teljast glögg í skiln­ingi lag­anna.

Sam­kvæmt lög­um mega þeir ein­ir gera merkjalýs­ing­ar sem feng­ið hafa til þess leyfi ráð­herra og stað­ist próf, þar til gerð­ir merkjalý­send­ur. Í reglu­gerð­inni er nán­ar fjallað um þær kröf­ur sem gerð­ar eru til merkjalý­senda, nám­skeiða­hald, út­gáfu leyf­is og aft­ur­köllun þess. Þá er fjallað um hlut­verk merkjalý­senda og þókn­un þeirra.

Merkjalýs­ing er því ná­kvæm­ari en það sem áður kall­að­ist “mæli­blað” og/eða “stofns­kjal lóð­ar”. Í sam­ræmi við reglu­gerð ger­ir Mos­fells­bær kröfu um að land­eig­end­ur láti skrá lönd sín og fast­eign­ir með rétt­um hætti. Land og af­mörk­un þess skal rétt skráð áður en deili­skipu­lags­vinna hefst.

Vin­sam­leg­ast at­hug­ið að skv. 7. grein reglu­gerð­ar nr. 160/2024 er sam­þykkt sveit­ar­fé­lags í sam­ræmi við 48. gr. skipu­lagslaga er for­senda þess að merkjalýs­ing er stað­fest.


Að vinna merkjalýs­ingu

Land­eig­andi hef­ur frum­kvæði að því að fá merkjalýs­anda til að vinna fyr­ir sig í hvert sinn sem ný fast­eign er stofn­uð eða þeg­ar breyt­ing­ar verða á merkj­um fast­eign­ar þ.e. við upp­skipt­ingu eða sam­ein­ingu. Einn­ig er það í hag land­eig­anda að láta út­búa merkjalýs­ingu á eign­um sem ekki eru með skýra og af­mörk­un nú þeg­ar. Enda seg­ir í 5 gr. Reglu­gerð­ar nr. 160/2024 að í þeim til­fell­um þar sem fyr­ir liggja eldri merkjalýs­ing­ar en merki eru ekki hnit­sett eða glögg frá nátt­úr­unn­ar hendi er eig­end­um skylt að við­halda eldri merkj­um eða setja ný.

Merkjalýs­ing á sér sem sagt stað við eft­ir­far­andi gjörn­inga:

  • Stofn­un nýrra lóða/lands við upp­skipt­ing lands
  • Sam­ein­ing lands við aðra eign
  • Skýr­ari af­mörk­un á landi sem nú þeg­ar er til í þing­lýs­ing­ar­bók

Land­eig­andi kost­ar gerð merkjalýs­ing­ar­inn­ar og hafa arki­tekt­ar, verk­fræði­stof­ur eða sjálf­stætt starf­andi að­il­ar hing­að til séð um gerð mæli­blaða, nú merkjalýs­ingu.

Þeir að­il­ar sem koma að merkjalýs­ingu í stjórn­sýsl­unni eru sveit­ar­fé­lög, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un (HMS) og loks sýslu­mað­ur með þing­lýs­ingu.

Merkjalýs­ingu er skilað inn til Hús­næð­is og mann­virkja­stofn­un­ar en að und­an­gengnu hef­ur land­eig­andi og oft­ast einn­ig merkjalýs­andi ver­ið í sam­bandi við sveit­ar­fé­lag­ið og þau sam­skipti halda áfram þang­að til sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur sam­þykkt merkjalýs­ing­una að sinni hálfu.

Bestu leið­bein­ing­ar fyr­ir merkjalýs­ingu er að finna í sjálfri reglu­gerð­inni um Merkjalýs­ingu nr. 160/2024 en Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un hef­ur einn­ig út­bú­ið leið­bein­ing­ar t.d. snið­mát að merkjalýs­ingu.


Fyrstu skref merkjalýs­ing­ar

Yf­ir­leitt hef­ur land­eig­andi sam­band við sveit­ar­fé­lag­ið til að kanna stöðu eign­ar sinn­ar, sækja upp­lýs­ing­ar um eign­ina með gagna­öflun og ef ætl­un­in er að breyta eign­inni, fá upp­lýs­ing­ar um mögu­leika á breyt­ingu eign­ar. End­ar er óheim­ilt er að skipta jörð­um, lönd­um eða lóð­um eða breyta landa­merkj­um og lóða­mörk­um nema sam­þykki sveit­ar­fé­lags komi til. Landi er að­eins skipt upp í sam­ræmi sam­þykkt skipu­lags­áform, þá deili­skipu­lag, skv. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Í rök­studd­um til­fell­um get­ur sveit­ar­stjórn sam­þykkt upp­skipt­ingu jarða og lands utan þétt­býl­is í sam­ræmi við að­al­skipu­lag.

Um­sækj­andi þarf að sækja um ra­f­rænt hjá Mos­fells­bæ til að fá leið­bein­ing­ar um gerð merkjalýs­ing­ar og upp­lýs­ing­ar um sína eign. Í fram­haldi af því er út­bú­in merkjalýs­ing sem send er til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Þá sam­þykk­ir sveit­ar­fé­lag­ið merkjalýs­ing­una.


Stofn­un lóða, upp­skipt­ing og sam­ein­ing lands

Stofn­un nýrra lóða er ferli sem get­ur all­nokk­urn tíma. Ferl­ið er mjög mis­mun­andi eft­ir eign­um og get­ur ver­ið mjög ein­falt þar sem all­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir en einn­ig ver­ið flók­ið þar sem sækja þarf ýms­ar upp­lýs­ing­ar og jafn vel búa til upp­lýs­ing­ar með því að mæla upp lóð­ir og fá sam­þykkt­ir eig­enda.

Liggi fyr­ir merkjalýs­ing fyr­ir upp­runa­land, skal merkjalýs­andi leggja fram merkjalýs­ingu sem sýn­ir af­mörk­un hinn­ar nýju land­eign­ar­inn­ar. Við upp­skipt­ingu þarf að ákveða hvaða stað­föng eiga að vera inn­an nýju land­eign­ar­inn­ar. Við sam­ein­ingu lands þarf að að­greina ný og göm­ul eign­ar­mörk.

Með um­sókn um upp­skipt­ingu lands mun Mos­fells­bær stofna ný land­eigna­núm­er í gegn­um Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un (HMS). Land­eig­andi upp­runa­lands greið­ir fyr­ir hvert land­núm­er í sam­ræmi við gjaldskrá HMS hverju sinni. Land­eign­ar­núm­er­in eru þó ekki stofn­uð fyrr en búið er að skila merkjalýs­ingu inn til HMS.


Merkjalý­send­ur

Merkjalý­send­ur verða að hafa sótt nám­skeið og stað­ist próf til að fá út­hlutað leyfi til að starfa sem merkjalýs­andi. Merkjalý­send­ur mæla merki fast­eigna, gera merkjalýs­ing­ar og skrá merki í fast­eigna­skrá.


Stað­föng á upp­drátt­um og í merkjalýs­ingu

Öll lönd og lóð­ir þ.e. hvert land­eign­ar­núm­er skal hafa teng­ingu við að minnsta kosti eitt stað­fang óháð fjölda mann­virkja í sam­ræmi við reglu­gerð um skrán­ingu stað­fanga nr. 577/2017. Heiti land­eign­ar ræðst svo af þeim stað­föng­um sem henni tengjast. Stað­fang lýs­ir land­fræði­legri stað­setn­ingu, svo sem að­komu að mann­virki, lóð eða áfangastað. Í stað­fangi eru fólgn­ar upp­lýs­ing­ar um nafn (stað­vís­ir), núm­er (stað­grein­ir) og hnit (stað­setn­ing). Stað­fang er teg­und ör­nefn­is. Heim­il­is­fang er teg­und stað­fangs.

Heiti stað­fanga á nýrri land­eign og fjöldi þeirra á alltaf að byggja á fyr­ir­hug­aðri notk­un land­eign­ar­inn­ar, þ.e. hvort reisa á þar mann­virki, hversu mörg mann­virki og hversu marg­ir inn­gang­ar verða að hverju þeirra.

Sveit­ar­fé­lög ann­ast nafn­gift­ir, hafa um­sjón með og bera ábyrgð á skrán­ingu stað­fanga inn­an stað­ar­marka sveit­ar­fé­laga. Hljóta þarf sam­þykki sveit­ar­fé­lags­ins fyr­ir skrán­ingu stað­fangs, götu­heiti eða ör­nefni fyr­ir lönd og lóð­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00