Deiliskipulag tekur til heilla hverfa, hverfishluta eða einstakra reita og er nánari útfærsla á aðalskipulagi. Þar eru sett nánari ákvæði um notkun og nýtingu svæða og einstakra lóða, gerð og útlit byggðar og umhverfis, áfangaskiptingu, verndun o.fl. Deiliskipulag er lagalegur grundvöllur fyrir útgáfu bygginga- og framkvæmdaleyfa og er ætlað að tryggja réttaröryggi og gæði manngerðs umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Samþykktar deiliskipulagsáætlanir eru aðgengilegar á kortavef.
Ákvarðanir í deiliskipulagi skulu teknar í samráði við almenning og aðra hagsmunaaðila. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Í Skipulaglögum er mælt fyrir um kynningu og samráð við almenning og hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillagna.
Land- eða fasteignaeigandi getur sótt um, með erindi til skipulagsnefndar, um að vinna nýtt skipulag eða skipulagsbreytingu á sinn kostnað í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn hefur ákvarðar um hvort heimilt verði að fara í skipulagsgerðina og getur haft áhrif á helstu forsendur skipulagsins. Landeigandi greiðir umsýslu- og auglýsingagjöld í samræmi við samþykkta gjaldskrá.
Ef sækja á um nýtt deiliskipulag eða breytingu á deiliskipulagi er það gert á Mínum síðum Mosfellsbæjar.