Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr. Al­menn heim­ild

Af öll­um ný­bygg­ing­um og við­bygg­ing­um í þétt­býli í Mos­fells­bæ skal greiða gatna­gerð­ar­gjald sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari, sbr. 12. gr. laga um gatna­gerð­ar­gjald nr. 153/2006. Einn­ig skal greiða vegna sömu fram­kvæmda heimæð­ar­gjald vatns­veitu skv. lög­um um vatns­veit­ur sveit­ar­fé­laga nr. 32/2004, tengigjald hol­ræsa skv. lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998 og bygg­ing­ar­leyf­is­gjald skv. lög­um um mann­virki nr. 160/2010. Gjöld vegna þessa fara eft­ir við­kom­andi gjald­skrám.

2. gr. Ráð­stöf­un gatna­gerð­ar­gjalds

Gatna­gerð­ar­gjaldi skal var­ið til gatna­gerð­ar í sveit­ar­fé­lag­inu og við­halds gatna og ann­arra gatna­mann­virkja. Tengi- og heimæð­ar­gjöld eru inn­heimt sér­stak­lega og ekki innifalin í gatna­gerð­ar­gjaldi.

3. gr. Gjald­stofn gatna­gerð­ar­gjalds

Gatna­gerð­ar­gjald er tví­þætt. Ann­ars veg­ar er það vegna nýrra bygg­inga og hins veg­ar vegna stækk­un­ar á eldra hús­næði. Stofn til álagn­ing­ar gatna­gerð­ar­gjalds er fer­metra­fjöldi bygg­ing­ar á til­tek­inni lóð. Gjald­stofn­inn er ákveð­inn á eft­ir­far­andi hátt:

a. Þeg­ar sveit­ar­fé­lag­ið út­hlut­ar eða sel­ur lóð eða bygg­ing­ar­rétt á lóð er gatna­gerð­ar­gjald lagt á í sam­ræmi við heild­ar fer­metra­fjölda þeirr­ar bygg­ing­ar sem heim­ilt er að reisa á við­kom­andi lóð sam­kvæmt gild­andi deili­skipu­lagi.

b. Þeg­ar gatna­gerð­ar­gjald verð­ur ekki lagt á skv. a-lið, eða ef bygg­ing­ar­leyfi er veitt fyr­ir stærri bygg­ingu en álagn­ing skv. a-lið var upp­haf­lega mið­uð við, er við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is lagt á gatna­gerð­ar­gjald í sam­ræmi við heild­ar­fer­metra­fjölda þeirr­ar bygg­ing­ar sem bygg­ing­ar­leyfi tek­ur til.

Við álagn­ingu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við heild­ar­stærð húss sam­kvæmt sam­þykkt­um upp­drátt­um og ÍST 50.

4. gr. Út­reikn­ing­ur gatna­gerð­ar­gjalds

Af hverj­um fer­metra húss greið­ist ákveð­inn hund­raðs­hluti bygg­ing­ar­kostn­að­ar pr. fer­metra í vísi­tölu­húsi fjöl­býl­is, eins og hann er hverju sinni sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stofu Ís­lands á grund­velli laga nr. 42/1987.

Útreikningur gatnagerðargjalds
Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu

15%

Parhús, tvíbýlishús

15%

Raðhús, keðjuhús

15%

Fjölbýlishús

15%

Verslunar-, þjónustuhúsnæði o.fl.

15%

Iðnaðarhúsnæði

15%

Hesthús

15%

Hús til landbúnaðarafnota

7,5%*

Bílakjallarar

3,75%

Færanlegar kennslustofur

1%**

*Hér er m.a. um að ræða mannvirki sem tengjast búrekstri, þ.e. sem eru reist fyrir geymslu á búfénaði, sem og tækja- og áhaldageymslur vegna búrekstrar.

**Færanlegar kennslustofur er samheiti yfir færanlegt og flytjanlegt húsnæði sem nota á við fræðslu- og kennslustarf á grunnskóla-, leikskóla-, tónlistarskóla-, framhaldsskóla-, háskóla-, og iðnmenntunarstigi og ráðgert er að byggingar standi ekki til frambúðar á viðkomandi lóð og skemur en 10 ár. Gatnagerðargjöld sem álögð eru á þessa hústegund eru óendurkræf þegar húsnæði ef flutt af lóðinni, en greidd gatnagerðargjöld skv. þessari mgr. er þó heimilt að gangi til greiðslu gatnagerðargjalda þegar sami aðili reisir varanlegt mannvirki á lóðinni sbr. næstu mgr. þessarar greinar og ganga þegar greidd gatnagerðargjöld af færanlegum kennslustofum til greiðslu sé kennslustofa flutt á aðra lóð skv. þessari mgr.

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu (niðurrifi húss), breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr., skal greiða gatnagerðargjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Þegar hús er rifið og annað byggt í staðinn er heimilt að fermetrar rifna hússins gangi á móti gjaldskyldum fermetrum þess nýja á sömu lóð. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.

Fjárhæðir taka breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins.

5. gr. Und­an­þág­ur frá greiðslu gatna­gerð­ar­gjalds

Und­an­þegn­ar greiðslu gatna­gerð­ar­gjalds eru eft­ir­tald­ar bygg­ing­ar:

a. Lagna­kjall­ar­ar og að­r­ir glugga­laus­ir kjall­ar­ar, sem að­eins er geng­ið í inn­an frá.

b. Stækk­un á eldra íbúð­ar­hús­næði, 15 ára og eldra, allt að 30 fer­metr­um á hverja íbúð á hverju 10 ára tíma­bili. Af stækk­un um­fram 30 fer­metra greið­ist fullt gatna­gerð­ar­gjald eft­ir við­kom­andi flokki.

c. Svala­skýli íbúð­ar­húsa sem eru 20 fer­metr­ar eða minni.

6. gr. Sér­stök lækk­un­ar­heim­ild

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar er heim­ilt að lækka eða fella nið­ur gatna­gerð­ar­gjald af ein­stök­um lóð­um í sveit­ar­fé­lag­inu við sér­stak­ar að­stæð­ur, svo sem vegna þétt­ing­ar byggð­ar, at­vinnu­upp­bygg­ing­ar, lít­ill­ar ásókn­ar í við­kom­andi lóð eða eft­ir­spurn­ar eft­ir leigu­hús­næði.

Ákveði bæj­ar­stjórn að nýta sér þessa heim­ild, skal hún gera um það sér­staka sam­þykkt þar sem fram komi hversu lengi heim­ild til lækk­un­ar frá 4. gr. þess­ar­ar gjald­skrár gild­ir, hvert sé til­efni lækk­un­ar­inn­ar með vís­an til 1. mgr. og að­r­ar þær mál­efna­legu ástæð­ur sem búa að baki ákvörð­un­inni. Fella má ákvörð­un skv. þess­ari grein inní út­hlut­un­ar­skil­mála lóða.

7. gr. Greiðslu­skil­mál­ar

Gjald­dag­ar gatna­gerð­ar­gjalds skulu vera sem hér seg­ir:

a. Gatna­gerð­ar­gjald skv. a-lið 2. mgr. 3. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar fell­ur í gjald­daga við út­hlut­un lóð­ar eða sölu bygg­ing­ar­rétt­ar sem er í eigu sveit­ar­fé­lags eða sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur ráð­stöf­un­ar­rétt á. Eindagi er 30 dög­um eft­ir gjald­daga.

b. Gatna­gerð­ar­gjald skv. b-lið 2. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 4. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar fell­ur í gjald­daga við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is. Eindagi er hinn sami og gjald­dagi.

c. Við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is vegna fram­kvæmda sem falla und­ir 5. gr. en eru ekki und­an­þegn­ar gatna­gerð­ar­gjaldi, skal gatna­gerð­ar­gjald greitt við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is. Eindagi er 30 dög­um eft­ir gjald­daga.

Sveit­ar­stjórn get­ur í ein­stök­um til­vik­um ákveð­ið aðra greiðslu­skil­mála. Af gjald­föllnu gatna­gerð­ar­gjaldi skulu greið­ast drátt­ar­vext­ir, frá gjald­daga, skv. ákvæð­um laga nr. 38/2001 um vexti og verð­trygg­ingu.

8. gr. Ábyrgð á greiðslu gatna­gerð­ar­gjalds. Lög­veðs­rétt­ur.

Lóð­ar­hafi, eða bygg­ing­ar­leyf­is­hafi þar sem það á við, er gjald­skyld­ur skv. sam­þykkt þess­ari og ber ábyrgð á greiðslu gatna­gerð­ar­gjalds.

Gatna­gerð­ar­gjald er ásamt áfölln­um vöxt­um og kostn­aði tryggt með lög­veðs­rétti í við­kom­andi fast­eign með for­gangs­rétti fyr­ir hvers kon­ar samn­ings­veði og að­far­ar­veði. Gatna­gerð­ar­gjald er að­far­ar­hæft án und­an­geng­ins dóms eða stjórn­valdsákvörð­un­ar.

9. gr. End­ur­greiðsla gatna­gerð­ar­gjalds

Gatna­gerð­ar­gjald skal end­ur­greitt í eft­ir­töld­um til­vik­um:

a. Ef lóð er skilað skv. regl­um eða sam­komu­lagi eða ef lóð­ar­út­hlut­un er aft­ur­kölluð.

b. Ef gatna­gerð­ar­gjald hef­ur ver­ið greitt í tengsl­um við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is, en leyf­ið fell­ur úr gildi.

Gatna­gerð­ar­gjald skal end­ur­greitt inn­an 90 daga ef lóð er aft­ur­kölluð eða skilað skv. a-lið, sama gild­ir um gatna­gerð­ar­gjald sem lagt hef­ur ver­ið á í tengsl­um við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is sbr. b-lið, en þá skal gatna­gerð­ar­gjald end­ur­greitt inn­an 90 daga frá því að bygg­ing­ar­leyf­is­hafi hef­ur sann­an­lega kraf­ist end­ur­greiðslu.

Gatna­gerð­ar­gjald skal end­ur­greitt án vaxta og verð­bóta.

Um end­ur­greiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatna­gerð­ar­gjald nr. 153/2006.

10. gr. Eldri samn­ing­ar og skil­mál­ar um gatna­gerð­ar­gjald

Um samn­inga um gatna­gerð­ar­gjald af til­tekn­um lóð­um, sem lóð­ar­haf­ar eða lóð­ar­eig­end­ur hafa gert við Mos­fells­bæ fyr­ir gildis­töku sam­þykkt­ar þess­ar­ar, svo og skil­mál­ar varð­andi gatna­gerð­ar­gjald, sem bæj­ar­stjórn hef­ur sett fyr­ir sömu tíma­mörk og lóð­ar­hafi og lóð­ar­eig­andi hef­ur und­ir­geng­ist, fer eft­ir sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjald í Mos­fells­bæ nr. 682/2015 og eldri
gjald­skrám eft­ir at­vik­um.

11. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt­in er samin og sam­þykkt af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar, skv. heim­ild í 12. gr. laga nr. 153/2006 um gatna­gerð­ar­gjald.

Sam­þykkt­in öðl­ast gildi við birt­ingu og birt­ist til eft­ir­breytni öll­um þeim sem hlut eiga að máli. Jafn­framt fell­ur úr gildi sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjald á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ nr. 988/2016 frá 14. sept­em­ber 2016.


Sam­þykkt nr. 496/2017 stað­fest á 695. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þ. 17. maí 2017

Breyt­ing­ar á sam­þykkt (nr. 1143/2023) stað­fest­ar á 837. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þ. 25. októ­ber 2023

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00