7. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárskóli - ný aðkomubygging og lagfæring flóttaleiða202312354
Óskað er heimildar bæjarráðs til að láta fara fram verðfyrirspurn vegna framkvæmda við nýja aðkomubyggingu og lagfæringu flóttaleiða í Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að gera verðfyrirspurn vegna framkvæmda við nýja aðkomubyggingu og lagfæringu flóttaleiða í Varmárskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt er fjármála- og áhættustýringasviði falið að meta hvort gera þurfi viðauka við fjárhagsáætlun til þess að mæta kostnaði við framkvæmdina.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar hjá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda á Varmárvöllum. Á fundinum verður staða og tímaáætlun verkefnisins jafnframt kynnt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í kjölfar 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda Varmárvallar, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Lægstbjóðandi er Óskatak ehf.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Farið var yfir stöðu og tímaáætlun verkefnisins.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
3. Samstarfshópur um vinnu við viðbót stjórnunar- og verndaráætlunar Álafoss202402546
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er tilnefningar Mosfellsbæjar í samstarfshóp um gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að tilnefna aðila í samstarfshópinn fyrir hönd Mosfellsbæjar.
4. Þjónustusamningur um leikskólapláss hjá LFA202303557
Viðauki við þjónustusamning við LFA ehf. um vistun leikskólabarna lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fræðslu- og frístundasviði að undirrita viðauka við þjónustusamning við LFA ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
5. Áframhaldandi samráð um skólaþjónustu202402524
Erindi mennta- og barnamálaráðherra þar sem upplýst er að frumvarp til laga um inngildandi menntun hafi verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 12. mars nk.
Lagt fram.
6. Krafa um endurgreiðslu byggingaréttargjalds202110364
Dómur Landsréttar lagður fram til kynningar.
Niðurstaða Landsréttar þar sem Mosfellsbær er sýknaður af kröfu um endurgreiðslu byggingarréttargjalda kynnt.
7. Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt - ósk um ábendingar og tillögur202402515
Erindi þar sem upplýst er að matvælaráðuneytið hafi falið Landi og skógi endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Í erindinu er kallað eftir ábendingum sem nýst geti við vinnu við að móta tillögur að endurskoðun stuðningskerfa.
Lagt fram.
8. Framkvæmdir við Gljúfrastein202402518
Erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti varðandi framkvæmdir við Gljúfrastein.
Bæjarráð felur bæjarstjóra meðferð málsins í samræmi við umræður á fundinum.
9. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2024202402551
Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 14. mars nk.
Lagt fram.
10. 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands202403018
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á fyrirliggjandi erindi afmælisnefndar sem skipuð hefur verið í tilefni af 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Í erindi afmælisnefndar er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána.
Erindinu vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.