Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Varmár­skóli - ný að­komu­bygg­ing og lag­fær­ing flótta­leiða202312354

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að láta fara fram verðfyrirspurn vegna framkvæmda við nýja aðkomubyggingu og lagfæringu flóttaleiða í Varmárskóla.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að gera verð­fyr­ir­spurn vegna fram­kvæmda við nýja að­komu­bygg­ingu og lag­fær­ingu flótta­leiða í Varmár­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Jafn­framt er fjár­mála- og áhættu­stýr­inga­sviði fal­ið að meta hvort gera þurfi við­auka við fjár­hags­áætlun til þess að mæta kostn­aði við fram­kvæmd­ina.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 2. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

      Óskað er heimildar hjá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda á Varmárvöllum. Á fundinum verður staða og tímaáætlun verkefnisins jafnframt kynnt.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda í kjöl­far 1. áfanga út­boðs vegna ný­fram­kvæmda Varmár­vall­ar, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Lægst­bjóð­andi er Óskatak ehf.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      Far­ið var yfir stöðu og tíma­áætlun verk­efn­is­ins.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
    • 3. Sam­starfs­hóp­ur um vinnu við við­bót stjórn­un­ar- og verndaráætl­un­ar Ála­foss202402546

      Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er tilnefningar Mosfellsbæjar í samstarfshóp um gerð viðbótar við stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að til­nefna að­ila í sam­starfs­hóp­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 4. Þjón­ustu­samn­ing­ur um leik­skóla­pláss hjá LFA202303557

      Viðauki við þjónustusamning við LFA ehf. um vistun leikskólabarna lagður fram til afgreiðslu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fræðslu- og frí­stunda­sviði að und­ir­rita við­auka við þjón­ustu­samn­ing við LFA ehf., í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
    • 5. Áfram­hald­andi sam­ráð um skóla­þjón­ustu202402524

      Erindi mennta- og barnamálaráðherra þar sem upplýst er að frumvarp til laga um inngildandi menntun hafi verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 12. mars nk.

      Lagt fram.

    • 6. Krafa um end­ur­greiðslu bygg­inga­rétt­ar­gjalds202110364

      Dómur Landsréttar lagður fram til kynningar.

      Nið­ur­staða Lands­rétt­ar þar sem Mos­fells­bær er sýkn­að­ur af kröfu um end­ur­greiðslu bygg­ing­ar­rétt­ar­gjalda kynnt.

    • 7. End­ur­skoð­un stuðn­ings­kerfa í skógrækt - ósk um ábend­ing­ar og til­lög­ur202402515

      Erindi þar sem upplýst er að matvælaráðuneytið hafi falið Landi og skógi endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Í erindinu er kallað eftir ábendingum sem nýst geti við vinnu við að móta tillögur að endurskoðun stuðningskerfa.

      Lagt fram.

    • 8. Fram­kvæmd­ir við Gljúfra­stein202402518

      Erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti varðandi framkvæmdir við Gljúfrastein.

      Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra með­ferð máls­ins í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 9. Að­al­fund­ur Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf 2024202402551

      Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 14. mars nk.

      Lagt fram.

    • 10. 80 ára af­mæli lýð­veld­is­ins Ís­lands202403018

      Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á fyrirliggjandi erindi afmælisnefndar sem skipuð hefur verið í tilefni af 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Í erindi afmælisnefndar er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrána.

      Er­ind­inu vísað til með­ferð­ar menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35