16. janúar 2025 kl. 08:24,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út 3. áfanga endurnýjunar aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á 3. áfanga endurnýjunar aðal- og frjálsíþróttavallar við Íþróttamiðstöðina að Varmá í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Betri samgöngur samgöngusáttmáli202301315
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
3. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á listanum að loknu samráði við stéttarfélög.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á henni að loknu samráði við stéttarfélög. Bæjarlögmanni er falið að auglýsa skrána í B-deild Stjórnartíðinda með þeim breytingum sem kunna að verða á listanum að loknu samráði við stéttarfélög.