Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. október 2024 kl. 08:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri

Lovísa Jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi boð­ar for­föll.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga vegna útboðs í 2. áfanga endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjórum at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði töku til­boðs Metatron ehf. í útboði á vallarlýsingu við knattspyrnuvöllinn að Varmá sem er 2. áfangi endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 2. Áhættu­grein­ing á fjár­fest­ingu og rekstri Mos­fells­bæj­ar202406020

    Tillaga um að gengið verði til samninga við KPMG um gerð áhættugreiningar á fjárfestingum og rekstri Mosfellsbæjar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við KPMG um gerð áhættu­grein­ing­ar á fjár­fest­ing­um og rekstri Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  • 3. Frum­varp til laga um náms­gögn202409505

    Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um námsgögn. Umsagnarfrestur er til 8. október nk.

    Lagt fram.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:58