3. október 2024 kl. 08:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi boðar forföll.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga vegna útboðs í 2. áfanga endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umhverfissviði töku tilboðs Metatron ehf. í útboði á vallarlýsingu við knattspyrnuvöllinn að Varmá sem er 2. áfangi endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Áhættugreining á fjárfestingu og rekstri Mosfellsbæjar202406020
Tillaga um að gengið verði til samninga við KPMG um gerð áhættugreiningar á fjárfestingum og rekstri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gengið verði til samninga við KPMG um gerð áhættugreiningar á fjárfestingum og rekstri Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Frumvarp til laga um námsgögn202409505
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um námsgögn. Umsagnarfrestur er til 8. október nk.
Lagt fram.