19. apríl 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krafa vegna Bröttuhlíðar 23202210111
Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis Bröttuhlíðar 23.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
2. Varmárvellir - nýframkvæmdir202209235
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, VSÓ Ráðgjöf ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Kvíslarskóli endurinnrétting 1. hæðar202301560
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við E. Sigurðsson ehf. um innréttingu 1. hæðar Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Gloría, Bjarkarholti 12 umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.2023031132
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Gloríu um rekstrarleyfi fyrir veitingaleyfi fyrir kaffihús (flokkur II, tegund E) að Bjarkarholti 12.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um leyfi í flokki II, kaffihús, við Bjarkarholt 12, m.a. með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
5. Hlégarður, Háholti 2- umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis202304035
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna uppistandssýningar í Hlégarði þann 20 apríl nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna uppistandssýningar í Hlégarði þann 20. apríl í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
7. Samningur um hæfingartengda þjónustu við Ásgarð 2023-2026202303539
Þjónustusamningur Mosfellsbæjar og Ásgarðs handverkstæðis fyrir tímabilið 2023-2026 lagður fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samning við Ásgarð handverkstæði.
8. Drulluhlaup Krónunnar 12. ágúst 2023202304005
Ósk Aftureldingar um fjárhagslegan stuðning við Drulluhlaup Krónunnar ásamt áframhaldandi stuðning í formi vinnuframlags við gerð og undirbúning brautar.
Afgreiðslu málsins frestað.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
9. Nessel í Seljadal, í Þormóðsdalslandi - Leyfi til fornleifarannsókna202304004
Bréf frá Fornleifastofnun Íslands varðandi leyfi til fornleifarannsókna á Nesseli í Seljadal, í Þormóðsdalslandi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi ósk frá Fornleifastofnun Íslands um leyfi til fornleifarannsókna.
10. Endurnýjun skólalóða - Reykjakot202302175
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Varg ehf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
11. Búnaður og rekstur Hlégarðs202301430
Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
12. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn202301450
Tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um tímabundna ráðningu viðburðastjóra í Hlégarði frá 1. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um tímabundna ráðningu viðburðastjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna ráðningarinnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðsluna.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
13. Rekstur deilda janúar til desember 2022202304215
Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til desember 2022.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
14. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023202301251
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2305_24.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
15. Lausn mannauðsstjóra frá störfum.202304214
Upplýsingar veittar um að mannauðsstjóri hafi óskað lausnar frá störfum.
Bæjarráð þakkar Hönnu Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra, kærlega fyrir góð störf og óskar henni farsældar í nýjum störfum.
16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignahús2023031129
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignahús (gæludýrahald). Umsögn óskast eigi síðar en 12. apríl nk.
Lagt fram.
17. Tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040202304003
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040. Umsagnafrestur er til 17. apríl.
Lagt fram.
18. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk árin 2024-20282023031229
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028. Umsagnarfrestur er til 12. apríl.
Lagt fram.
19. Tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 20402023031235
Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Umsagnarfrestur er til 17. apríl.
Lagt fram.