Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. apríl 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Krafa vegna Bröttu­hlíð­ar 23202210111

    Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis Bröttuhlíðar 23.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    • 2. Varmár­vell­ir - ný­fram­kvæmd­ir202209235

      Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, VSÓ Ráð­gjöf ehf., í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 3. Kvísl­ar­skóli end­ur­inn­rétt­ing 1. hæð­ar202301560

        Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við E. Sigurðsson ehf. um innréttingu 1. hæðar Kvíslarskóla.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, E. Sig­urðs­son ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

        Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        Gestir
        • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
        • 4. Gl­oría, Bjark­ar­holti 12 um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is.2023031132

          Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar Gloríu um rekstrarleyfi fyrir veitingaleyfi fyrir kaffihús (flokkur II, tegund E) að Bjarkarholti 12.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um leyfi í flokki II, kaffi­hús, við Bjark­ar­holt 12, m.a. með vís­an til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

        • 5. Hlé­garð­ur, Há­holti 2- um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is áfeng­is­leyf­is202304035

          Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna uppistandssýningar í Hlégarði þann 20 apríl nk.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tæki­færis­leyf­is til áfeng­isveit­inga vegna uppist­ands­sýn­ing­ar í Hlé­garði þann 20. apríl í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
        • 6. Jafn­launa­vott­un 2021-2024202103579

          Kynning á niðurstöðum árlegrar jafnlaunaúttektar.

          Kynn­ing á nið­ur­stöð­um ár­legr­ar jafn­launa­út­tekt­ar vegna árs­ins 2022 sýn­ir að jafn­launa­kerfi Mos­fells­bæj­ar upp­fyll­ir áfram kröf­ur stað­als­ins ÍST 85:2012. Launamun­ur mæl­ist 1,11% og nið­ur­stað­an sýn­ir að eng­in óleyst vanda­mál, frá­vik eða at­huga­semd­ir eru til stað­ar frá síð­ustu út­tekt.

          Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju sinni með nið­ur­stöð­ur þess­ar­ar út­tekt­ar og góð­an ár­ang­ur af innleiðingu jafnlaunavottunar.

          Gestir
          • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
        • 7. Samn­ing­ur um hæf­ing­ar­tengda þjón­ustu við Ás­garð 2023-2026202303539

          Þjónustusamningur Mosfellsbæjar og Ásgarðs handverkstæðis fyrir tímabilið 2023-2026 lagður fyrir til samþykktar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Ás­garð hand­verk­stæði.

        • 8. Drullu­hlaup Krón­unn­ar 12. ág­úst 2023202304005

          Ósk Aftureldingar um fjárhagslegan stuðning við Drulluhlaup Krónunnar ásamt áframhaldandi stuðning í formi vinnuframlags við gerð og undirbúning brautar.

          Af­greiðslu máls­ins frestað.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
          • 9. Nessel í Selja­dal, í Þor­móðs­dalslandi - Leyfi til forn­leifa­rann­sókna202304004

            Bréf frá Fornleifastofnun Íslands varðandi leyfi til fornleifarannsókna á Nesseli í Seljadal, í Þormóðsdalslandi.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi ósk frá Forn­leif­a­stofn­un Ís­lands um leyfi til forn­leifa­rann­sókna.

          • 10. End­ur­nýj­un skóla­lóða - Reykja­kot202302175

            Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Varg ehf., í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

            Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

            • 11. Bún­að­ur og rekst­ur Hlé­garðs202301430

              Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu að gjaldskrá fyr­ir af­not af Hlé­garði.

              Gestir
              • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
            • 12. Hlé­garð­ur. Rekst­ur húss­ins og fram­tíð­ar­sýn202301450

              Tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um tímabundna ráðningu viðburðastjóra í Hlégarði frá 1. maí næstkomandi.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um tíma­bundna ráðn­ingu við­burða­stjóra Hlé­garðs til allt að tveggja ára. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar vegna ráðn­ing­ar­inn­ar. Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðsl­una.

              Gestir
              • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
            • 13. Rekst­ur deilda janú­ar til des­em­ber 2022202304215

              Minnisblað fjármáladeildar um rekstur deilda A og B hluta janúar til desember 2022.

              Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

              • 14. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023202301251

                Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2305_24.

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

                Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­kvæmd­ir sveit­ar­fé­lags­ins og end­ur­fjármögn­un af­borg­ana eldri lána sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

                Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

                Gestir
                • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
              • 15. Lausn mannauðs­stjóra frá störf­um.202304214

                Upplýsingar veittar um að mannauðsstjóri hafi óskað lausnar frá störfum.

                Bæj­ar­ráð þakk­ar Hönnu Guð­laugs­dótt­ur, mannauðs­stjóra, kær­lega fyr­ir góð störf og ósk­ar henni far­sæld­ar í nýj­um störf­um.

                • 16. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um fjöleigna­hús2023031129

                  Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignahús (gæludýrahald). Umsögn óskast eigi síðar en 12. apríl nk.

                  Lagt fram.

                • 17. Til­laga til þings­álykt­un­ar um mat­væla­stefnu til árs­ins 2040202304003

                  Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040. Umsagnafrestur er til 17. apríl.

                  Lagt fram.

                • 18. Til­laga til þings­álykt­un­ar um að­gerðaráætlun um þjón­ustu við eldra fólk árin 2024-20282023031229

                  Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028. Umsagnarfrestur er til 12. apríl.

                  Lagt fram.

                • 19. Til­laga til þings­álykt­un­ar um land­bún­að­ar­stefnu til árs­ins 20402023031235

                  Frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Umsagnarfrestur er til 17. apríl.

                  Lagt fram.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07